Hvað þýðir 3% launahækkun?

Miðað við launamann með kr. 250.000 á mánuði reiknast hækkunin kr. 7.500 sem skiptist þannig:

Launamaðurinn  fær útborgaða hækkun kr. 4.300

Lífeyrissjóðurinn fær kr. 900

Ríkið fær kr. 3.600 (tekjuskattur og tryggingagjald)

Vinnuveitandinn þarf að greiða kr. 8.800.

Auðvitað var þungt þarna í morgun!

 

 


mbl.is „Það var þungt hér í morgun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvernig heldurðu svo að það sé að vera í vinnu hjá sjálfum sér þessa misserin Kolbrún?  Það er þyngra en tárum taki get ég sagt þér.

Magnús Sigurðsson, 4.4.2011 kl. 22:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hárrétt Magnús, ég þekki svolítið þess lags rekstur :)

Reyndar eru flest atvinnufyrirtækin hér smá í sniðum, með 5-10 starfsmenn. Þar er lítið aflögu til launahækkana því innkoma þeirra hefur hrunið á meðan útgjöldin hafa stóraukist, eins og þú bendir á.

Ég sé ekki aðra lausn en að ríkið slaki aðeins á skattaklónni.

Kolbrún Hilmars, 5.4.2011 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband