Óvænt útspil VG

Jafnvel Samfylkingin hefur stillt sig um slíka hvatningu, þótt ætla megi að henni sé málið skyldara.

Eftirtektarvert var líka að í síðustu auglýsingu Áfram hópsins (með hinum 20 fyrrverandi) var enginn einasti fyrrverandi ráðherra eða mektarmaður gamla Alþýðubandalagsins.

Hefur VG verið hótað stjórnarslitum ef kosningaúrslitin segja NEI?


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Auðvitað. Borðliggjandi. Kannski kominn tími til!

Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 18:22

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, mér yrði ósárt um stjórnarskipti. En vil kosningar fyrst en ekki neitt plott hjá flokksræði Samfylkingar og Sjálfstæðis.

Kjósendur eiga að eiga orðið áður en næsta ríkisstjórn verður mynduð.

Kolbrún Hilmars, 3.4.2011 kl. 19:24

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér Kolbrún um að kjósendur eiga að hafa orðið áður en myndun nýrrar Ríkisstjórnar verði rædd yfir höfuð...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.4.2011 kl. 19:37

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og ekki má gleyma sjálfum Davíð Oddssyni sem „mokaði“ 300 milljörðum út úr Seðlabankanum hausti 2008 í bankana. Það var litið á slíkt að sjaldan var jafnmiklu ausið áfram til „lána“ til sérstakra lánþega bankanna.

Og svo er verið að rífast um Æseif sem talið er vera innan við 40 milljarða!

Mætti biðja um þjóðaratkvæði: Var rétt af DO að veita bönkunum 300 milljarða haustið 2008 án trygginga né viðhlítandi veða?

Einnig mætti spyrja:

Hver ber ábyrgð: Þjóðin öll, Seðlabankinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða persónulega Davíð Oddsson?

Auðvitað á að innheimta ALLAR útistandi skuldir, líka skuldir þeirra sem stýrðu eða tengdust Landsbankanum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2011 kl. 00:59

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mosi, ég man bara eftir milljörðunum sem Davíð neitaði að moka í Glitni banka á síðustu metrunum - það olli nú aldeilis fjaðrafoki hjá Baugsliðinu...

Kolbrún Hilmars, 4.4.2011 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband