3.1.2015 | 16:11
Algjörlega sammála
Áramótaheitin eru eins og skyndilausna-megrunarkúrar; bjóða upp á vonbrigði og sjálfsásakanir.
Betra að sleppa slíku og sníða sér stakk eftir vexti. Bókstaflega talað!
Hver í ósköpunum fann upp á þessari vitleysu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2014 | 17:38
Allt vitlaust
- vegna styttingar á atvinnuleysisbótatímabili nú um áramótin. Ríkisstjórnin er skömmuð í bak og fyrir, en vegna hvers?
Ekki er það ríkiskassinn sem greiðir bæturnar heldur atvinnulífið. Stjórnvöld er aðeins milligönguaðili; innheimtir tryggingagjaldið og útdeilir því síðan.
Ef ég gagnrýndi þessa breytingu, þá væri það líklega helst vegna þess að innheimta tryggingagjaldsins helst nær óbreytt fyrir þá sem greiða það ÞRÁTT fyrir það að útgreiðslurnar eru skertar..
Tilgangur tryggingagjaldsins var aldrei að verða tekjustofn ríkiskassans.
26.12.2014 | 19:19
Að rjúfa grafarhelgi
var dauðasök til forna. Kristið umburðarlyndi býður að sökudólgur verði beittur sektum samkvæmt lögum.
Hvorum siðnum eru þeir menn að storka sem gera svonalagað?
Keyrt yfir 15 leiði og grafarkross | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2014 | 17:26
Hvað er "röng" kosninganiðurstaða?
Sú sem endurspeglar ekki þjóðarviljann - eða sú sem endurspeglar ekki ESB-viljann?
Ósköp eiga þær þjóðir gott sem geta haldið kosningar í eigin landi um eigin málefni á eigin forsendum.
Varaði Grikki við að kjósa rangt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2014 | 15:38
Ljótt að sjá!
Og það í Borgartúninu þar sem hjólreiðamenn njóta sérstakrar verndar sveitarstjórnarinnar.
Svona gamanlaust - veðráttan ræður yfirleitt valinu á fararskjótanum hérlendis, þeim yfirbyggða fjórhjóla í hag.
Á fljúgandi ferð í Borgartúninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2014 | 15:21
Einfalt mál að leysa
með því að nota annað hugtak yfir vaxtabætur. Þ.e. fyrir heimilið í stað einstaklingsins.
Því er hvort sem er ekki saman að jafna, varðandi fjármögnun og rekstur, hvort á heimili er ein fyrirvinna eða tvær og þá er ónefnt annað hagræði en bótaréttur þeirra síðarnefndu.
Einstaklingar njóti ekki virðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2014 | 17:13
Gleymdist eitthvað?
Fróðlegar myndir með þessari frétt. Vel er hugsað fyrir umferð; gangstétt fyrir gangandi, hjólabraut fyrir hjólandi, akbraut fyrir akandi.
En hvað með alla þessa frábæru veitingastaði og verslanir? Hvar er gert ráð fyrir þeirra aðdráttum? Gangandi, hjólandi og akandi geta ekki gert kröfu til þess að þeirra aðdrættir fari fram á tímanum eftir kl. 7 á kvöldin og fyrir kl. 7 á morgnana á þeirri forsendu "á meðan allir vinna". Hverjir nema vinnandi sjá um aðdrættina - og hverjir nema vinnandi taka á móti þeim?
Aðförin að einkahjólinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2014 | 15:01
Aðalatriðið er sparnaður
Hvað er athugavert við það að ræstingarfólk vinni á daginn?
Vissulega væri æskilegt að allir launþegar ynnu um kvöld og nætur á rúmlega helmingi hærri launatöxtum en bjóðast í dagvinnu, en hætt er við að almúginn vildi ekki kaupa þá þjónustu.
Af hverju skyldi ríkið þá gera það?
Ráðuneytin nú þrifin á daginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2014 | 16:45
Þjóðinni var gefinn flugvöllurinn
á sínum tíma - auðvitað á þjóðin að ákveða hvað hún vill gera við hann.
Sjálf er ég hvoru tveggja; borgarbúi og þegn landsins í heild, og eindregið meðmælt því að skipulagsvald borgarinnar verði skert í þessu máli. Ekki aðeins skynsemin býður mér að okkur sé hollast að halda flugvellinum með tilheyrandi flugrekstri óbreyttum, heldur fagurfræðin líka.
Þeir sem efast um fagurfræðina mega gjarnan gera sér erindi niður á Skúlagötu og skoða útsýnið þar til suðurs.
Þjóðin ákveði framtíð flugvallarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2014 | 12:07
Hin hliðin á Evrunni - sem enginn ræðir
Nú er ég nýkomin frá Þýskalandi og keypti þar hlut sem kostaði mig 179.95 þýskar evrur.
En á merkimiðanum eru 4 aðrar verðupphæðir - allt eftir því hvaðan evran kemur.
189 austurrískar og hollenskar evrur hefði hluturinn kostað,
203 belgískar og luxembourgiskar evrur
211 spánskar og portugalskar evrur
225 grískar evrur
Hvernig yrði gengið á íslenskri evru?