7.10.2014 | 17:21
Ein kona hér - önnur þar
Af hverju sameinast ekki hjálparsamtök og semja við eitt sjúkrahús á vesturlöndum um að taka við og sinna öllu sínu fólki sem smitast við hjálparstörf?
Er eitthvað vit í því að dreifa einum og einum út og suður um heiminn?
Konan komin til Osló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2014 | 15:57
Ástæða er til
því þetta alræmda lekamál er orðinn hreinn farsi.
Ef viðkomandi blaðamenn hafa notið lekans er afskaplega ólíklegt að þeir svíki þann sem lak.
Þar af leiðir að fróðlegt verður að vita af hverju þeim þótti ástæða til þess að benda á annan/aðra "leka"dólga en þeirra eigin?
Síðan er nú hitt; tilefnið til lekans virðist hafa verið orðið á of margra vitorði - áður en því var lekið...
Þórey stefnir blaðamönnum DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2014 | 16:03
Sammála AGS - nema um tvennt:
a) 21% flatur skattur er of hátt hlutfall. 17-18% væri nær lagi
b) sala á íbúðarhúsnæði á ALDREI að vera virðisaukaskattskyld
Mælir með flötum 21% vaski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2014 | 18:21
Aldeilis ágæt hugmynd!
Setjum á sérstakan óhóflega háan sykurskatt, þennan stórhættulega gleðigjafa.
Svo fer saltið sannanlega illa með heilsuna, bætum því við á skattlistann.
Mjöl er líka varasamt í óhófi - skattleggjum það líka.
Fleiri skattstofna má finna til viðbótar; t.d. er fitan sögð slæm fyrir hjartað.
Með þessu laginu verðum við komin með nýjan hátæknispítala áður en hendi verður veifað.
Spurning bara hvað við eigum að gera við hann þegar allir eru orðnir svona hraustir?
Gæti borgað nýjan Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2014 | 18:02
Hverjum er ekki sama?
Fólk hendir ekki mat nema þegar því er gert að kaupa of stóra skammta í einu.
Enginn heilvita maður eyðir launum sínum að óþörfu í matvæli til þess að henda í ruslið.
Enginn framleiðandi framleiðir matvæli til þess að þeim sé hent í ruslið.
En hvað með milliliðinn; söluaðilann? Er honum sama?
Um 1,3 milljónir tonna af mat er hent árlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2014 | 18:24
Mannslíf metin að verðleikum?
Hvers konar skilaboð felast í þessari aðgerð? Engu minna var til kostað en "sérbúinni flugvél breska flughersins" fyrir þetta eina mannslíf.
Gat flugherinn ekki kippt með einu eða tveimur innfæddum mannslífum í leiðinni? Þótt ekki væri nema til þess að sýnast!
Breti greindist með ebólu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2014 | 17:13
Virðisaukaskattur - misskilin velvild?
Þessa dagana er mikið rætt um virðisaukaskattinn. Að setja á eitt VSKþrep eða a.m.k. minnka bilið milli efsta og neðsta þreps og finna skynsamlegt og hóflegt neysluþrep. VSK er nú; 7% neðra og 25,5% efra.
Það er rétt að hækkun á matarskattinum kæmi illa við - ALLA! Láglaunafólkið þó allra síst, því það hefur ekki nægan afgang af laununum sínum, hvort sem er. (En ÞAÐ ætti að vera önnur barátta!)
Jafnvel láglaunafólk þarf að kaupa hreinlætisvörur, snyrtivörur, skó, fatnað, heimilistæki, greiða síma- og rafmagnsreikninga. Sumir láglaunamenn eru jafnvel svo djarfir að eiga farskjóta, hvort sem hann er bíll eða reiðhjól.
Það má vel vera að einhvers staðar finnist manneskja sem eyðir öllu sínu í mat - en ég þori að veðja að jafnvel þeir allra fátækustu kaupi af og til sápu, sjampó, klósettpappir og hreingerningarlög.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.8.2014 | 16:45
Smitleiðir ebólu
Fólki er sagt að ekkert sé að óttast ef varast er að komast í snertingu við líkamsvessa sýkts einstaklings.
Hvað með skordýrin - flugur og flær, sem þrífast á blóði spendýra?
Þessi skordýr hafa hingað til dugað vel til útbreiðslu sjúkdóma - af hverju ekki ebólu líka?
Ebóluviðvörun í Alicante | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2014 | 20:25
Betra seint en aldrei
- og gefur vonandi innanríkisráðherranum frið, eftir allt þrasið.
En svo er hitt nú eftir. Að sanna hver gerði hvað, hvenær og hvers vegna. Og meta glæpinn.
Aðstoðarmaður Hönnu Birnu ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2014 | 16:51
Fúll á móti?
Það er aðeins skiljanlegt að íbúar í fjölbýlishúsum verði langþreyttir ef þeir þurfa að þola "stórfelldar og tillitslausar reykingar á svölum" til viðbótar olíu- og bensínstybbu af bílastæðunum fyrir utan, rykmenguninni af "hraðbrautinni" öðru megin og angandi arineldastybbu frá einbýlishúsahverfinu hinum megin.
Og hvar er svo garðurinn lægstur og líklegast til árangurs að fá einhverju breytt?
Jamm; hjá honum Nonna í næstu íbúð.
Reykingar óbærilegar nágrönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)