Aðalatriðið er sparnaður

Hvað er athugavert við það að ræstingarfólk vinni á daginn? 

Vissulega væri æskilegt að allir launþegar ynnu um kvöld og nætur á rúmlega helmingi hærri launatöxtum en bjóðast í dagvinnu, en hætt er við að almúginn vildi ekki kaupa þá þjónustu. 

Af hverju skyldi ríkið þá gera það?


mbl.is Ráðuneytin nú þrifin á daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég veit að ræstingafólki er(var) illa við að þrífa,meðan vinna við skrifborðin eru í gangi. Vann fyrir mörgum árum í eftirliti fyrir Securitas.Starfsmönnum er bannað að hreyfa við lausum skjölum,sem lágu oft út um allt á skrifborðum,en skrifstofufólk fann síðan að ónægri afþurrkun.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2014 kl. 01:58

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í minni vinnu er þrifið á vinnutíma og allir kátir með það.  Svo er pappírsdrasl á skrifborðum ekki bundið við dagtímann; sumir sjá aldrei skrifborðsplötuna sína hvort sem er á degi eða nóttu.  :)

Kolbrún Hilmars, 9.11.2014 kl. 15:57

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kannski er sú tilhögun löngu liðin eða þær reglur,sem giltu hjá fyrsta stóra ræstingafyrirtækinu.Þrifin voru mæld upp og mörgum hentaði að ræsta á kvöldin. Fyrir það fengust ekki fleiri krónur.En það sem ég nefndi var ótrúlega algengt á stóru stofnunum margra hæða.    

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2014 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband