Samstaða!

Þeir eru margir úr hópi stjórnarliða og aðstandenda þeirra sem biðja um samstöðu þjóðarinnar nú.  Áreiðanlega er þjóðin tilbúin til þess að verða við þeirri bón, en ákveðin skilyrði þarf fyrst að uppfylla:

Endursemja um Icesave vextina; annað hvort að fá þá niðurfellda með öllu eða lækkaða til samræmis við breska og hollenska stýrivexti. 

Setja ESB umsóknaraðild í salt næstu 5 - 10 árin.

Rjúfa þing (ef þarf) og mynda þjóðstjórn.

Það er hjáróma hjal að biðja þjóðina um samstöðu ef alþingi með okkar þjóðkjörnu fulltrúum er ekki reiðubúið til þess að sýna fordæmi.


Þar flaug gulrótin!

Okkur var sagt að um leið og að Icesave nauðungarsamningarnir væru undirritaðir myndi gengi krónunnar ná einhverjum bata því þá myndi lánstraust þjóðarinnar snarbreytast til hins betra.  En hver er reyndin?

Krónan hefur nú í dag veikst um 3.79% gagnvart dollar, 3.08% gagnvart pundi, 2.88% gagnvart evru.  Ég nenni ekki einu sinni að reikna út hvað Icesave skuldaklafinn með okurvöxtunum hefur hækkað mikið  í krónum talið á aðeins einum degi!  Lánstraust þjóðarinnar miðast greinilega við vanhæfni íslenskra stjórnvalda við samningaborðið.

Segjum nei við þessum Icesavesamningi og sendum samninganefndina aftur að samningaborðinu!


Þar sem ég er greinilega búin með fréttatengda bloggskammtinn

fer ég bara hina leiðina Wink  en tilefnið var ÞESSI frétt "50 milljarðar á reikningi".

Þar kemur fram að hin frysta inneign Landsbankans GBP 300 milljónir hefur legið vaxtalaus í faðmi breta síðustu 8 mánuði.  Þ.e.a.s. bretarnir hafa sjálfir notið vaxtanna.

Að auki er þar rætt um lánasöfn bankans sem eiga að ganga upp í  Icesave skuldina, en ekki orð að finna um vaxtaprósentu þeirra lánasafna.  Skyldi hún vera lægri en nauðungarsamningsvextirnir, 5,5%, sem slaga hátt í kostakjaravextina sem fórnarlömb Icesave féllu fyrir?


Eru 5,5% vextir eðlilegir í sæluríki ESB?

Miðað við áróður ESB sinna eru þessir vextir hreint okur - þeir segja okkur að helstu kostir við aðildina verði vaxtalækkun, en hér eru algengustu húsnæðislánavextir plús/mínus einhver 5%.

Mér er alveg sama hvort þessar 250 milljarða vaxtagreiðslur skiptist niður á næstu 7 árin eða leggist ofan á höfuðstól Icesave skuldanna til greiðslu síðar.

Ég vil fá upplýsingar um hvaða útlánsvextir tíðkast almennt í "Icesave löndunum" -  ég tel víst að samninganefndin hafi kynnt sér þá. 


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega er þetta rétt mat.

Þegar staðfestar upplýsingar liggja fyrir, væri fróðlegt að sjá samanburð við eigna- og skuldastöðu áranna upp úr 1980, þegar fjöldi heimila lenti í svipaðri krísu og nú; verðbótahækkunum skulda umfram eignir.

Ég hef á tilfinningunni að það sem helst skilur á milli þessara tveggja krepputíma séu atvinnuleysistölurnar.


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fréttin rugluð eða fréttatilkynningin?

Hvernig væri nú að snúa innihaldinu á mannamál?
Annars vegar: Skilanefnd gefur út skuldabréf fyrir X upphæð og afgangurinn lendir síðan á ríkissjóði.
Hins vegar: Ríkið ber í reynd ekki ábyrgð á skuldabréfinu, því útgefandi þess er skilanefnd.
Mikið væri gaman að sjá hvernig þessi frétt liti út afrugluð.


mbl.is Takmarka ábyrgð vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lagalegur neyðarvarnarréttur brandari?

Lögin segja að neyðarvörn megi ekki ganga lengra en aðgerðin sjálf og markist af því hversu mikil hætta stafar af árásinni.  Að viðurlagðri refsingu í þokkabót!

Hvað gerir vanmáttugur einstaklingur að líkamlegum burðum  (svo sem kona eða gamalmenni) ef tveir ungir og sprækir ofbeldismenn ráðast inn á heimili  viðkomandi?  Ofbeldismennina má nefnilega hvorki berja né skjóta fyrr en eftir að þeir hafa beitt viðlíka aðgerðum.   

Hver og einn getur svo séð fyrir sér hvernig sá neyðarréttur nýtist slasaðri eða dauðri manneskju.   Ég fæ ekki betur séð en að friðhelgi heimilisins sé marklaust hjal - í lagalegri merkingu.


Hvað varð um loforðin um nýtt og betra samfélag?

Boðaðar hækkanir stjórnvalda á neysluvörum, svo sem bensíni, áfengi og tóbaki munu ekki einungis bitna á neytendum viðkomandi vörutegunda. Þeir sem ekki nota þessar vörur munu líka greiða sinn hlut í vöruverðshækkuninni næst þegar þeir greiða af húsnæðislánunum sínum og kaupa nauðsynjavörur til heimilishaldsins.

Sömu gömlu þreyttu aðferðirnar - sama gamla þreytta liðið sem stendur að þeim.


Vikulangt gæsluvarðhald?

Hverjum þjóna lögin? Vampýrunum eða fórnarlömbunum? Það er eitthvað verulega mikið að í þessu þjóðfélagi ef réttindi blóðsuganna ganga fyrir.

Ég veit ekki með ykkur hin, en ég geri kröfu til þess í ellinni að fá frið fyrir þessu óargaliði. Og yrði að auki ósárt um að snúið yrði upp á einhverja fingur til þess að komast að höfuðpaurunum!


mbl.is Ræningjar í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfaldi eða mýfluga?

Hverjar eru raunverulegar aðstæður íslenskra launþega?  Þýða boðaðar skattahækkanir fjármálaráðherra að hann VEIT að margir eru aflögufærir?

Í tilefni af nýlegu stórafmæli ætlaði ég að gera mér glaðan dag í skemmtilegum systrahópi og skella mér í vikuferð til útlanda.  En það reyndist hreint ekki auðvelt mál, því þegar samkomulag náðist meðal ferðafélaga um dagsetningu sem hentaði öllum þá voru öll ferðatilboð  uppseld!

Núverandi ástand minnir mig á fyrri kreppur, en ég hef upplifað a.m.k. 3 slæmar af því taginu á langri ævi.  Það er alltaf einhver sem er blankur og það er alltaf einhver sem á smávegis aflögu. 

Satt að segja trúði ég því eins og margir aðrir að ástandið núna væri almennt verra en það greinilega er.   Eða svo var okkur sagt  Angry


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband