Er fréttin rugluð eða fréttatilkynningin?

Hvernig væri nú að snúa innihaldinu á mannamál?
Annars vegar: Skilanefnd gefur út skuldabréf fyrir X upphæð og afgangurinn lendir síðan á ríkissjóði.
Hins vegar: Ríkið ber í reynd ekki ábyrgð á skuldabréfinu, því útgefandi þess er skilanefnd.
Mikið væri gaman að sjá hvernig þessi frétt liti út afrugluð.


mbl.is Takmarka ábyrgð vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilanefndin gefur út skuldabréf að x fjárhæð sem icesafe skuldin nemur og mun standa straum af því að borga af þessu skuldabréfi.

Hún mun ekki byrja að borga strax af þessu bréfi, en þegar hún gerir það eftir y tíma þá mun hún gera það með þeim tekjum sem eiga að hafa safnast af þessum "heilbrigðu lánasöfnum"

Að baki þessu skuldabréfi liggja tryggingar - veð í eignum gamla landsbankans. Ef það þarf að ganga að þessum veðum af e-i ástæðu og þau duga ekki fyrir andvirði skuldarinnar (stöðu skuldabréfsins) þá mun ríkið borga mismuninn.

Svona skil ég þetta allavega..

Ægir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Ægir, já svona á þetta væntanlega að skiljast. En skilanefndin er enn tengdari ríkissjóði en einkabankinn var, svo þessi orðaleikur segir í raun bara það sem alltaf hefur verið fullyrt; að ríkissjóður eigi að bera ábyrgð á heila klabbinu.

Kolbrún Hilmars, 31.5.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband