Það fer um mig hrollur!

"ESB er tilbúið til að hlusta á efasemdir almennings" segir Barroso.

Hrollurinn stafar ekki bara af þeim greinarmun sem Barroso gerir hér á ESB og almenningi, heldur einnig af framtíðarhorfunum þegar ESB skrifræðið hvorki nennir né þarf að hlusta á efasemdir almennings.


mbl.is ESB fært um að hlusta á fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vinnubrögðin innan Evrópusambandsins eru á þá leið að í þau fáu skipti sem almenningur í ríkjum sambandsins eru spurðir álits á einhverjum samrunaskrefum innan þess (nokkuð sem allt er reynt til þess að komast hjá að gera) er búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Hún skal vera já.

Ef fólk segir nei er kosið aftur og aftur þar til niðurstaðan er eins og ráðamenn Evrópusambandsins vilja og þá er aldrei kosið aftur. Nei þýðir ekki nei að í orðabók sambandsins heldur í bezta falli kannski seinna.  Já þýðir hins vegar óumbreytanlegt og endanlegt já.

Eins og Wall Street Journal skrifaði fyrr á þessu ári er niðurstöðum kosninga hagrætt víða í heiminum til þess að fá "rétta" útkomu en hjá Evrópusambandinu er bara kosið aftur og aftur þar til "rétt" útkoma fæst og þá er aldrei kosið aftur. Í báðum tilfellum er um að ræða fullkomna fyrirlitningu á lýðræðinu.

Þessi vinnubrögð Evrópusambandsins eru hliðstæð og ef kosið yrði árlega á Íslandi til Alþingis þar til Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta á þinginu og þá yrði aldrei kosið aftur.

Og nú hafa Írar fengið að kenna á þessum vinnubrögðum. Reyndar ekki í fyrsta skiptið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 14:54

2 identicon

Nú er ég að lesa þriðju bloggfærsluna við þessari frétt og þriðja skipti sem ég sé samhljóða athugasemd frá Hirti J. Guðmundssyni. Þetta mundi renna sterkari stoðum undir þá tilgátu um að Hjörtur J. sé sjálfvirkt kommentaforrit sem setur inn staðlaðar færslur úr gagnagrunni ESB-andstæðinga hjá öllum sem tjá sig um Evrópusambandið.

Helstu mótrök við þessari tilgátu mundu án nokkurs vafa þau að ég hef sjálfur Hjört J. við nokkur tækifæri, og átt við hann afar mannleg, siðmenntuð og vingjarnleg samskipti.

Pawel Bartoszek (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 15:15

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Ég er ekki hissa á því að um þig fari hrollur Kolbrún. Það eru fullkomlega eðlileg viðbrögð fólks sem gerir sér grein fyrir því sama og þú og orsakaði hrollinn. Í ESB er nefnilega ekki vaninn að hlusta á fólk. Þar er bara stjórnað með tilskipunum.

Það sem Hjörtur skrifar um hér er einfaldlega sannleikur. Að segja nei við tillögum ESB, fái menn á annað borð tækifæri til þess sem sjaldan gerist, er einfaldlega ekki valkostur. Já skal það vera og það endanlegt og óafturkræft, hvað svo sem þér finnst um það Pawel.

Viðar Friðgeirsson, 3.10.2009 kl. 15:51

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir athugasemdirnar.

Pawel, mér er ósárt um að Hjörtur leggi inn athugasemdir víðar en á mínum vettvangi. Skynsemisraddir eiga nefnilega að heyrast sem víðast og mér sýnist að Viðar sé mér sammála um það.

Kolbrún Hilmars, 3.10.2009 kl. 17:55

5 identicon

Þetta er ískaldur hrollur og mér er alveg fyrirmunað að skilja þá sem viljandi ganga í eina sæng með þessu apparati.

(IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 13:50

6 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Vegna hinnar hörmulegu niðurstöðu sem varð í kosningum Íra um Lissabonsáttmálann vil ég benda áhugasömum lesendum á þá fyrirstöðu sem enn er á því að sáttmálinn taki gildi:
 Support Vaclav Klaus! Stop the Lisbon Treaty! á Facebook.
og Sign the petition in support of Vaclav Klaus!

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 4.10.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband