24.10.2009 | 16:54
Fjórflokksókindin
kemur í veg fyrir að kjörnir þingfulltrúar sinni því hlutverki sem þeim er ætlað og eyða þannig ótöldum og dýrmætum vinnutímum í að bítast um hver flokksapparöt þeirra eigi stærsta eða minnsta sök á hruninu góða.
Ég legg til að þingmenn einbeiti sér að starfi sínu og sinni aðkallandi hagsmunamálum þjóðfélagsins umyrðalaust. Þeir eru ekki kosnir til annars.
Okkar kjósenda er að deila innbyrðis um okkar ábyrgð á fjórflokksklúðrinu; það eru nefnilega kjósendur sem bera ábyrgð á því og eiga þar með réttinn á því að dæma - og bítast!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2009 | 01:22
Verðugur málstaður.
![]() |
Flóttabörn þurfa vernd í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2009 | 21:16
Er starfsmannakostnaður málið?
Þurfa íslensku verktakafyrirtækin sem flytja inn erlenda einhleypa karlmenn til starfa líka að flytja inn kvenfólk til þess að "gæta velferðar og starfsánægju" þeirra?
Svona svipað og íslensk fyrirtæki gera fyrir íslenska starfsmenn; greiða líkamsræktarkortin, bjóða til fjölskylduskemmtunar, jólahlaðborðs og "what-not". Reyndar hef ég aldrei fyrr heyrt að vinnuveitandinn sjái starfsfólki sínu fyrir "þið-vitið-hvaða-þjónustu".
Ja hérna, ætli ASÍ sé að hugsa hvar þetta passar inn í kjarasamningakröfurnar..
![]() |
Íslenskir vinnuveitendur Litháanna í gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2009 | 18:02
Málamiðlun?
Þar sem hluti þjóðarinnar vill alls ekki taka á sig Icesavegreiðslur og hinn hlutinn er því fylgjandi, mætti þá ekki gefa fólki kost á að skrifa nöfn sín á viðeigandi lista?
Annar listinn væri fyrir NEI fólkið, hinn fyrir JÁ fólkið. Þeir sem segja NEI eru lausir allra mála en þeir sem segja JÁ geri sín greiðsluplön í samráði við, ja, annað hvort tvíeykið; Jóhönnu-Steingrím eða Brown-Darling???
Þá verða allir sáttir, er það ekki?
![]() |
Vilja að dómstólar skeri úr um Icesave-skuldbindingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2009 | 22:59
Lítillæti okkar platar kanann
- bretarnir kenndu okkur hinn brandarann:
Dear Citizens of America,
In view of your failure to elect a competent President and thus to govern yourselves, we hereby give notice of the revocation of your independence, effective immediately.
Her Sovereign Majesty, Queen Elizabeth II, will resume monarchical duties over all states, commonwealths and other territories (except Kansas, which she does not fancy), as from Monday next.
Your new prime minister, Gordon Brown, will appoint a governor for America without the need for further elections. Congress and the Senate will be disbanded. A questionnaire may be circulated next year to determine whether any of you noticed.
To aid in the transition to a British Crown Dependency, the following rules are introduced with immediate effect:
1. You should look up revocation in the Oxford English Dictionary. Then look up aluminium, and check the pronunciation guide. You will be amazed at just how wrongly you have been pronouncing it.
2. The letter U will be reinstated in words such as colour, favour and neighbour. Likewise, you will learn to spell doughnut without skipping half the letters, and the suffix ize will be replaced by the suffix ise.
3. You will learn that the suffix burgh is pronounced burra; you may elect to spell Pittsburgh as Pittsberg if you find you simply cant cope with correct pronunciation.
4. Generally, you will be expected to raise your vocabulary to acceptable levels (look up vocabulary). Using the same twenty-seven words interspersed with filler noises such as like and you know is an unacceptable and inefficient form of communication.
5. There is no such thing as US English. We will let Microsoft know on your behalf. The Microsoft spell-checker will be adjusted to take account of the reinstated letter u and the elimination of -ize.
6. You will relearn your original national anthem, God Save The Queen,but only after fully carrying out Task #1 (see above).
7. July 4th will no longer be celebrated as a holiday. November 2nd willbe a new national holiday, but to be celebrated only in England. It will be called Come-Uppance Day.
8. You will learn to resolve personal issues without using guns, lawyers or therapists. The fact that you need so many lawyers and therapists shows that youre not adult enough to be independent. Guns should only be handled by adults. If youre not adult enough to sort things out without suing someone or speaking to a therapist then youre not grown up enough to handle a gun.
9. Therefore, you will no longer be allowed to own or carry anything more dangerous than a vegetable peeler. A permit will be required if you wish to carry a vegetable peeler in public.
10. All American cars are hereby banned. They are crap and this is for your own good. When we show you German cars, you will understand what we mean.
11. All intersections will be replaced with roundabouts, and you will start driving on the left with immediate effect. At the same time, you will go metric immediately and without the benefit of conversion tables Both roundabouts and metrification will help you understand the British sense of humour.
12. The Former USA will adopt UK prices on petrol (which you have been calling gasoline) - roughly $8/US per gallon. Get used to it.
13. You will learn to make real chips. Those things you call french fries are not real chips, and those things you insist on calling potato chips are properly called crisps. Real chips are thick cut, fried in animal fat, and dressed not with catsup but with malt vinegar.
14. Waiters and waitresses will be trained to be more aggressive with customers.
15. The cold tasteless stuff you insist on calling beer is not actually beer at all. Henceforth, only proper British Bitter will be referred to as beer, and European brews of known and accepted provenance will be referred to as Lager. American brands will be referred to as Near-Frozen Gnats Urine, so that all can be sold without risk of further confusion.
16. Hollywood will be required occasionally to cast English actors as good guys. Hollywood will also be required to cast English actors as English characters. Watching Andie MacDowell attempt English dialogue in Four Weddings and a Funeral was an experience akin to having ones ear removed with a cheese grater.
17. You will cease playing American football. There is only one kind of proper football; you call it soccer. Those of you brave enough, in time, will be allowed to play rugby (which has some similarities to American football, but does not involve stopping for a rest every twenty seconds or wearing full kevlar body armour like a bunch of Jessies - English slang for Big Girls Blouse).
18. Further, you will stop playing baseball. It is not reasonable to host an event called the World Series for a game which is not played outside of America. Since only 2.1% of you are aware that there is a world beyond your borders, your error is understandable and forgiven.
19. You must tell us who killed JFK. Its been driving us mad.
20. An internal revenue agent (i.e. tax collector) from Her Majestys Government will be with you shortly to ensure the acquisition of all monies due, backdated to 1776.
Thank you for your co-operation.
![]() |
Aðeins einn brandari á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2009 | 15:43
Ber er hver að baki nema staðgengil sér eigi.
![]() |
Kvittað fyrir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2009 | 16:54
Þar fór sú vonin.
Ekki er íslensk aðildarumsókn fyrr komin inn á borð hjá ESB apparatinu en fréttir fara að berast af klíkuskap, ættingjapoti og fyrirgreiðslupólitík á þeim bæ, jafnvel hjá sjálfum stofnríkjunum sbr. þessa frétt.
Eins og allir vita á slík spilling uppruna sinn hér á landi og því hljóta það að teljast vonbrigði að í stað þess að ESB aðild kæfi þetta háttalag hérlendis þá verði þessi fjári jafnvel viðtekin venja þar ytra.
![]() |
Sarkozy veldur fjaðrafoki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 18:56
Það borgar sig að flýta sér hægt.
Hverjum lá svo mikið á að skuldbinda íslenskan almenning til þess að undirskrifa skuldaviðurkenningu vegna Icesave áður en öll kurl voru komin til grafar?
Það lá fyrir í upphafi að ef til vill yrðu til nægar eignir í dánarbúi Landsbankans til þess að standa undir Icesave pakkanum eða færu langt með það. En eftir uppgjöri dánarbúsins mátti ekki bíða - það var þrýst á að þú og ég myndum skrifa fyrirfram undir óútfylltan Icesave víxilinn,
HVER BER ÁBYRGÐ Á ÞVÍ?
![]() |
90% upp í forgangskröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 18:27
Viljum við grænt eða grátt?
Fjöldi íslendinga hefur áratugum saman lagt á sig ótaldar vinnustundir og fjárútlát til þess að græða upp landið sem er og var að stórum hluta aðeins sandar og eyðimörk. Baráttan sú er við máttarvöldin sjálf og oft tvísýnt um árangur. Það get ég sjálf staðfest eftir að hafa orðið vitni að því hvernig lofandi uppgræðslustarf þurrkaðist út á nokkrum klukkutímum:
Eftir byggingarlok Búrfellsvirkjunar upp úr 1967 voru sandarnir græddir, bæði niðri í Þjórsárdal og upp með Þjórsá norður úr í átt að Búðarhálsi. Sumarið 1969 höfðu orðið algjör umskipti á öllu svæðinu; fyrrum sandar og eyðimörk skörtuðu ekki bara grænu heldur líka stöku blómskrúði.
Síðan vaknaði Hekla vorið 1970. Ég varð nærvitni að því eldgosi á fyrsta sólarhring og því ótrúlega hvassviðrisöskufalli sem fylgdi. Á öðrum degi eftir gos var allur nýgræðingurinn horfinn í gráa öskuna.
Uppgræðsla íslensku sandanna tekst ekki fyrr en móðir Náttúra verður samvinnuþýð. En e.t.v. sýnir hún okkur miskunnsemi ef við gefumst ekki upp í viðleitninni.
9.10.2009 | 18:15
Hér er hert á þumalskrúfunum.
Það er rétt að íslensk stjórnvöld draga lappirnar og vernda fjármálasukkliðið.
Það er rangt að íslendingar vilji finna sig einangraða, veiklaða og viðkvæma ("isolated, weakened and vulnerable") enn á ný eftir mörg hundruð slík ár í öryggisfaðmi danskra, væntanlega sambærilegu við faðmlag ESB eða "the greater financial security that EU membership would provide".
Robert Jackson býr og skrifar á Íslandi, sennilega í þágu ESB, en ég held að hann skilji ekki enn íslensku þjóðarsálina sem hefur fengið nægju sína af erlendu nýlenduvaldi.
![]() |
Telja íslensk stjórnvöld draga lappirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)