Víst getum við beðið.


Okkur liggur ekkert á ESB aðild. Hvort við eigum yfirhöfuð erindi inn í það apparat er vafamál, en alveg áreiðanlega ekki í neinum illa grunduðum neyðarflýti.

Okkur liggur ekkert á aðstoð AGS. Við tórum þó enn þrátt fyrir að lánafyrirgreiðsla þaðan sé enn svo gott sem engin.

Okkur liggur ekkert á að semja um Icesave. Það eiga allt of mörg kurl eftir að koma til grafar í því máli og það er algjör fásinna að skuldbinda almenning á afarkjörum fyrirfram.

Ójá, heppilegra yrði að fara sér hægt hvað varðar ofantalin málefni.


mbl.is Þarf niðurstöðu fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Þessi ríkisstjórn er að gera mistökin eins hratt og hún mögulega getur, það má hún reyndar eiga skuldlaust . . .

Axel Pétur Axelsson, 29.9.2009 kl. 16:37

2 identicon

Sammála liggur ekkert á þessu og svo á að láta dómstóla skera úr hvort við eigum að borga skuldbindingar sukkarana og svo segir Jóhann hin fælna ogg falda „Ég mun aldrei samþykkja þetta mál nema ég sé sátt við þá niðurstöðu og treysti mér til þess að fylgja henni fram fyrir íslenska þjóð með minni ríkisstjórn."

Ekki eins og að hún verði Ráðherra svo lengi að hún geti staðhæft hvað hentar þjóðini til alls tíma samkomulagsins

Nei fáum alít dómstóla á þessu og ef að þeir dæma Íslandi í óhag þá má fara að semja um hlutina

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, já, það er ekki einleikið hvað þessu fólki liggur mikið á.

Það mætti halda að heimurinn muni farast um komandi helgi og að sáluhjálpin hafi verið skilyrt...

Kolbrún Hilmars, 29.9.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, þakka þér fyrir athugasemdina.

En það var svolítið skrýtið að hún var datt inn einhvern tíma á síðasta hálftímanum, hátt í tveim klukkutímum eftir að ég svaraði Axel - og birtist svo inná milli í réttri tímaröð... ???

Kolbrún Hilmars, 29.9.2009 kl. 19:31

5 Smámynd: Stefanía

Hæ krakkar !

Við slaufum bara öllu draslinu og étum lamb, þorsk og hval og drekkum þessa líka fínu kúamjólk

Höfum ekkert með þetta að gera !

Svo eru það blessaðar kartöflurnar, rófurnar og rabbarbarinn !

Ekkert væl og út með iceslave og gjaldeyrissjóð og ALDREI inn með ESB !!!

Stefanía, 30.9.2009 kl. 02:31

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Stefanía mín, langt síðan við höfum "sést" :)

Nafna mín Bergþórsdóttir skrifaði einmitt í mogga dagsins, að við "einangrunarsinnar" eigum á hættu "að lifa á slátri og skyri og fara ekki til útlanda".

Þessir ESB sinnar eru ekki alveg með á nótunum. Amk ættu þeir að láta svo lítið kíkja í matvörubúðirnar hér með öllum útlendu kjúklingabringunum og reyna svo að finna laust flugsæti í millilandafluginu. Samt höfum við verið utan ESB hingað til...

Kolbrún Hilmars, 30.9.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband