Samvinnuhvati sem skilar engu í ríkiskassann.

Í stað þess að leita í gulu línunni að "rándýrum" þjónustuaðilum sem við almennt launafólk höfum ekki efni á eftir skattahækkunina, þá munum við leita til ættingja og vina um aðstoð með hvaðeina.

Ég er sannfærð um tekjuskattshækkunin mun auka samhjálp og vöru- og þjónustuskipti í samfélaginu.

Gott fyrir fólkið og samfélagsvitund meðal þess - verra fyrir ríkiskassann.


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahha það skildi þó aldrei vera

(IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:05

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nema hvað! Fyrir 50-60 árum byggðu foreldrar okkar húsin sín með aðstoð ættingja, vina og nágranna. Allir hjálpuðust að og hjálpin var gagnkvæm.

Ég hef oft séð þuluna hjá 2007 kynslóðinni að ömmu og afa kynslóðinni hafi á sínum tíma tekist að koma sér upp þaki yfir höfuðið vegna þess að íbúðalánin þeirra hafi gufað upp í einhverri verðbólgu. Sem er auðvitað tómt kjaftæði því á þeim tímum FENGUST ENGIN HÚSNÆÐISLÁN. Húsbyggingin tók auðvitað áratug eða svo, en hafðist að lokum - þökk var samhjálpinni.

Sagan endurtekur sig - alltaf! :)

Kolbrún Hilmars, 10.11.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband