Sagan endurtekur sig í sífellu.

Á miðöldum þótti líka ástæða til þess að stemma stigu við fósturdeyðingum - svipað og þessi Roeder gerir. Aðferð þess tíma gengur undir nafninu "galdraofsóknir". Nú er deilt um hvort maðurinn sé morðingi eða hetja, allt eftir því hver dæmir.

Konur hafa lengi leitast við að losa sig við óvelkomna þungun og hér áður fyrr voru það einkum þær sem kunnu að fara með grös (bæði til lækninga sem fósturláta) sem leitað var til. Þeirra tíma valdsmenn kusu að útrýma þessum kunnáttukonum. Þar með var hinu góða útrýmt með hinu sem talið var slæmt.

Mér finnst eiginlega kominn tími til þess að menn með sterkar "meiningar" með og á móti fósturdeyðingum setjist niður, ræði málið sín á milli og komist að endanlegu samkomulagi um "hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann"!


mbl.is Drap lækni til að vernda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tegar madurinn er med fulla hugsunn, vidbrögd og tilfinningar. Tú getur varla drepid heiladaudann mann, hann er tegar daudur, bara gummsid inní honum starfar enn. Ef konu finnst ótímabaer tungun hafa slaem áhrif á líf sitt, tá ákvedur hún ad eyda fóstrinu og bída.

Örn (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 22:05

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitið, Örn. Ég er orðin þreytt á að heyra af þessum endalausu mannvígum og árásum. Ekki síst vegna þess að nú sem fyrr beinast þau að þeim sem hafa að auki þekkinguna til þess að bjarga mannslífum. Það er EFTIRSPURNIN sem krefst þess að læknastéttin taki þátt í fósturdeyðingum - ekki mannvonska.

Það er ekki heldur hægt að líta á konurnar sem hvatamenn að morði. Karlar ættu að líta í eigin barm og skoða hver þeirra ábyrgð er á því að fóstrin eru ekki velkomin. Ef þeir hætta að nauðga og taka upp ábyrgt hegðunarmynstur í kynlífinu, má telja víst að fósturdeyðingum snarfækki í kjölfarið.

Kolbrún Hilmars, 30.1.2010 kl. 14:04

3 identicon

Er ekki allt í lagi hjá þér vina?

"Karlar ættu að líta í eigin barm og skoða hver þeirra ábyrgð er á því að fóstrin eru ekki velkomin. Ef þeir hætta að nauðga og taka upp ábyrgt hegðunarmynstur í kynlífinu, má telja víst að fósturdeyðingum snarfækki í kjölfarið." 

Hvernig í ósköpunum á ég að hafa áhrif á þá sem nauðga.  Ekki dettur mér í hug að gera slíkt en þú lætur þetta hljóma eins og allir karlmenn séu nauðgarar.  Er þá ekki alveg eins hægt að segja að þetta sé mæðrum að kenna víst að synir þeirra hafa svona litla virðingu gagnvart konum að þeir fremji nauðganir.

Einar (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 16:42

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér heimsóknina, Einar.  Ég leiði hjá mér að svara persónulegum skotum og ætla alls ekki að svara í sömu mynt.

En ef til vill vanmeturðu sjálfan þig og kynbræður þína ef þú telur að þið getið ekki haft áhrif á þá karla sem nauðga? 

Kolbrún Hilmars, 31.1.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband