Sagan endalausa.

Enn og aftur er Ísrael í sviðsljósinu. Svo hefur verið síðan í maí 1948 þegar Ísraelsríki var stofnað undir handarjaðri Sameinuðu þjóðanna.

Árið 1947 ályktuðu SÞ um skiptingu Palestínu milli þjóðarbrotanna tveggja; gyðinga og araba í því skyni að skapa eftirlifandi gyðingum Evrópu heimaland meðal kynbræðra sinna þar um slóðir eftir útrýmingarherferð nazista.

Í upphafi var hvorki landssvæðið álitlegt né þjóðfélagsskipun íbúanna nútímaleg; höfðu enda verið undir hæl nýlenduþjóða hátt í þúsund ár samfleytt. En þarna flykktust að gyðingar sem fluttu með sér vestræna tækniþekkingu og vestræn samfélagsviðhorf. Þeir lögðu til atlögu við eyðimörkina, upphaflega á einöngruðum ræktunarsvæðum, svonefndum kibbutz. Gyðingarnir breyttu sandflæmunum í gróðurvinjar með vatnsáveitum og fráveitum með aðstoð tækninnar. Þar með myndaðist það menningarlega hyldýpi sem skilur á milli hirðingjasamfélags og tæknisamfélags. Það er eiginlega algjör óþarfi að skella skuldinni á trúarbrögðin því arabar og gyðingar hafa yfirleitt komið sér saman þrátt fyrir þau. Það eru mismunandi menningarviðhorf sem aðskilur. Palestínuþjóðirnar tvær eru þó nú orðið samsekar; hvor um sig reynir allt til þess að fjarlægja hina og engin málamiðlun virðist möguleg.

Til þess að undirstrika mína einfölduðu söguskoðun á Palestínu hér að ofan vil ég minna á sambærilega aðgerð. Í október 1949 var stofnað annað nýtt ríki þar sem íbúarnir voru landfræðilega klofnir í tvennt. Þetta var DDR; þýska alþýðulýðveldið. Við þekkjum öll þá sögu og sögulokin líka.


Kæra Hanna Birna.

Ég hef móttekið bréf þitt með kurteislegri beiðni þinni um að ég gefi þér atkvæði mitt í borgarstjórnarkosningum morgundagsins.

Að mínum dómi hefur þú staðið þig vel í borgarstjórastarfinu síðustu tvö árin og sé ekkert sem mælir á móti því að þú fáir framhaldsráðningu sem slík.

Því miður er enginn valkostur á kjörseðlinum X-Hanna Birna. Þrátt fyrir það hef ég ákveðið að verða við beiðni þinni og krossa við X-D, því eins og þú bendir réttilega á er það þinn stafur á seðlinum.

Von mín er að sú krossun misskiljist ekki sem stuðningur við fjórflokkinn D. Stuðningur minn er þér ætlaður - persónulega.


Hér Séu Kratar - varúð!

Sennilega var Steinunn Valdís síðasti móhíkani Kvennalistans í röðum krata.

Solla er farin, Steinunn Valdís er farin, ein eða tvær voru fjarlægðar á ská, í sendiherrastöður hér eða þar. Engin þeirra er eftir í Samfó nema þá í kaffi og þjónustudeildinni.

Kvennalistinn átti um nokkra kosti að velja þegar hann lagði sig niður. Hluti kvennalistakvenna dró sig í hlé frá pólitík eða gekk til liðs við VG. Hinn hlutinn féll fyrir gylliboðum hins dauðvona krataflokks og gaf honum nýtt líf.

Nú þurfa kratarnir ekki lengur á kvennalistakonum að halda. Þeirri síðustu var fórnað í dag.


Of seint, of lítið.

Framtak Steinunnar er virðingarvert og nú er röðin komin að öðrum "bótaþegum".

Úr því sem komið er mun þetta frumkvæði og framtak þingmannsins þó ekki bjarga stöðu kerfisflokkanna í borginni.


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur engum á óvart.

Í sama anda langar mig til þess að koma á framfæri þeirri skoðun minni að Jóhönnu klæðir miklu betur hvítt en rautt.
mbl.is Skoða ekki styrki Steinunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamálið er meðferð tóbaks - ekki áfengis.

Þegar veitingastöðum var gert að úthýsa reykingafólki fluttist partíið út á götu - að hluta til.

"Vaxandi ónæði af skemmtistöðum" stafar ekki af þeirra innanhúss starfsemi - sem hefur lítið breyst í áranna rás. En auðvitað má (í tilraunaskyni?) stíga skrefið til fulls og banna líka áfengisneyslu inni á skemmtistöðunum.

Þá fyrst verður hægt að tala um almennilegt gangstéttarfjör!


mbl.is Þorleifur segir sig úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta vandamál fjórflokksins í hnotskurn:

að lofa "hugsanlegum" breytingum ekki fyrr en EFTIR kosningar?

Kjósendur forðast nú orðið að treysta á kosningaloforð, minnugir þess hvernig ónefndur stjórnarflokkur framkvæmir sín.


mbl.is Stolt af því að vera í baráttusæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig bregst fjórflokkurinn við þessum tíðindum?

Aðeins vika eftir - ég bíð spennt eftir að sjá hvort kerfisflokkarnir eigi einhverja mótleiki í stöðunni.

Það er of seint að iðrast og lofa bót og betrun. Skyldi einhvers staðar leynast nýtilegur lagalegur krókur?


mbl.is Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum er ég sammála samfylkingarfólki

og þá þykir mér verra að ég þurfi jafnframt að vera ósammála.

Ekki hef ég á móti því að gleðja börnin á þjóðhátíðardeginum - er meira að segja hlynnt því að svo sé gert alla daga ársins.

Mér finnst afstaða Stefáns honum til sóma, en Oddný hefur eitthvað misskilið tilgang þjóðhátíðardagsins ef hún telur að dagurinn sé eingöngu fyrir börnin.


mbl.is Varpi ekki skugga á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalatriðið vantar í fréttina.

Af hverju er kæruheimild ekki fyrir hendi?

Er ekki hægt að útskýra þetta á einfaldan hátt fyrir þau okkar sem hvorki þekkjum lögin né höfum tíma til þess að grufla í lagasafninu?


mbl.is Máli Sigurðar vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband