Jóakim Önd á atvinnuleysisbótum

Látum vera þótt eignamenn sem engan arð hafa af eignum sínum, til dæmis ef þær eru geymdar undir kodda eða í peningatanki, kunni að eiga rétt á atvinnuleysisbótum missi þeir starfið, en mér er fyrirmunað að skilja hvernig þeir sem hafa jafnframt tugi milljóna í tekjur njóti bótaréttar.

Þarf enn einu sinni að endurskoða lög um atvinnuleysistryggingar?


mbl.is 3.632 eiga 750 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk sem á pening og fær fjármagnstekjur fær ekki atvinnuleysisbætur, veit ekki alveg hvernig fólk er að fá það út, maður sér fólk út um alla netheima röfla yfir því.

Svo þetta með hálaunafólkið, finnst þér rangt ef hálaunafólk missir vinnuna að það fái atvinnuleysisbætur eins og aðrir?

Dæmi, maður með miljón á mánuði missir vinnuna í október, er búin að fá 10 milljónir í laun það árið, á hann ekki að fá atvinnuleysisbætur eins og aðrir?

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 13:32

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

KLUKKAN 17 Í DAG (FIMMTUDAG) MÆTA HEILBRIGÐISSTARFSMENN FRÁ SUÐURNESJUM Á AUSTURVÖLL TIL ÞESS AÐ MÓTMÆLA - ÉG HVET ALLA TIL ÞESS AÐ MÆTA Á STAÐINN OG SÝNA SAMSTÖÐU.

Ríkið (nema Katrín Júlíusdóttir) hefur kaffært Suðurnesin - komið í veg fyrir uppbyggingu -

Núna mæta starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar og mótmæla niðurskurði -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.10.2010 kl. 13:35

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjöggi,  einfalt svar mitt er NEI.  Það þarf að tekjutengja bótaréttinn - ofan frá. 

Tryggingagjaldið er nú 8.65% af launum.  Reglurnar eru þær að bótatímabilið er 3 ár og skilyrðin 12 mánuðir í starfi.  Ef við ætlum að útdeila réttindunum réttlátlega miðað við framlag hvers og eins, þá endist bótaréttur launamannsins með 300 þúsundin í heila tvo mánuði!   Ertu að mæla með því?

Ólafur - "duly noted" 

Kolbrún Hilmars, 21.10.2010 kl. 14:18

4 identicon

Bótarétturinn er tekjutengdur ofan frá, þeir sem eru með margar milljónir í laun fá 180 þú fyrstu þrjá mánðina og síðan 145 þús eins og hinir.

Svo skil ég ekki hvað þú ert að meina með venjulega launamanninn, ertu að segja mér að hann sé búin að leggja inn laun fyrir 2 mánuði með því sem hann greiðir í atvinnutryggnigasjóð? ég er ekki að leggja það til og hvernig færðu það út þótt mér finnist að hálaunafólk eigi rétt á atvinnuleysisbótum eins og aðrir þegar þeir missa vinnuna.

Finnst þér virkilega sanngjarnt að eitthver verður atvinnulaus að hann fái EKKI atvinnuleysisæbtur, af því að hann var á svo háum launum þegar hann var með vinnu?

Svo má ekki gleima því að hálaunamaður með milljón á mánuði borgar nægilega mikið í atvinnutryggingastjóð til að borga 7-8 atvinnuleysisbætur. Það er þessvegna sem þessi láglaunamaður getur verið á bótum í meira en 3 mánuði.

Svo verður þessi hálaunamaður atvinnulaus, þá á hann ekki að fá neitt, þrátt fyrir að bera búin að borga margar milljónir í atvinnutryggingastjóð´. Ég er ekki að tala um að hann fái milljónir í atvinnuleysisbætur, bara jafnmikið og hinir, eins og það er í dag.

Á hverju á hálunamaðurinn að lifa ef hann missir tekjurnar sínar?

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 14:31

5 identicon

Ein einföld spurning, maður sem hefur verið í vinnu í 20 ár með milljón á mánuði, á hann ekki að fá átvinnuleysisbætur þegar hann missir vinnuna? Þá er ég að tala um engar bætur?

Þú verður að muna, hann færi bætur tegdar við tekjur í 3 mánuði (hæst 240 þús), síðan fær hann 145 þús eins og lágtekjumaðurin.)

Þessi maður er líka búin að borga ca 20 milljónir í atvinnutryggiasjóð, en fær til baka á tveimur árum atvinnulaus 3,6 milljónir, á meðan láglaunamaðurinn fær á þessum tveimur árum 3,3 milljónir. Finnst þér þetta ekki sanngjarnt? Mér finst þetta ótrúelga sanngjarnt. Hvernig getur þetta ekki verið sanngjarnt?

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 14:44

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjöggi, ég hef engar áhyggjur af því að hálaunamaðurinn spjari sig ekki, þ.e.a.s. ef hann hefur sýnt einhverja fyrirhyggju. 

En miðað við tölurnar vegna 2009 höfðu þessir 323 hálaunabótaþegar 7400 milljónir í tekjur, eða að meðaltali 23 milljónir á árinu.   Það tekur meðaljóninn 5 ár að hala inn sambærilegar tekjur.

Kolbrún Hilmars, 21.10.2010 kl. 14:55

7 identicon

En segum að þessi hálaunamaður hafi farið á hausinn við að missa vinnuna og misst allt sitt eins og svo margir aðrir, á hann þá bara fara betlandi um göturnar?

Er þetta svona vinstri jöfnður, velferðarkerfið bara fyrir suma?

Hálunamaðurinn fær að borga fultl af peningum í atvinnutryggingasjóð, en fær engar bætur ef hann þarf á þeim að halda?

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 15:00

8 identicon

En eigum við þá ekki að láta hálaunfólk líka fara að borga fyrir þá læknisþjónustu sem það fær eða borga fyrir að hafa börnin sín í skóla?

Þá getur þetta hálaunafólk borgað fullt af sköttum en fær ekki að njóta þeirra eins og aðrir, er það ekki þa sem þú villt?

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 15:04

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjöggi, getum við ekki hætt þessu hálaunakjaftæði og komið okkur niður á jörðina?

Þessi háu laun tíðkast hvort sem er ekki á almennum vinnumarkaði og ekki skrýtið að allir þínir hálaunamenn gangi nú atvinnulausir. 

Hvað ég vil skiptir ekki máli í þessu samhengi

Kolbrún Hilmars, 21.10.2010 kl. 15:19

10 identicon

auðvitað skiptir það máli hvað þú villt. Svo er ég á jörðinni, það ert þú sem átt erfitt með að halda þig á jörðinni út af eitthverri gremju sem er að hrjá svo marga íslendinga í dag.

Ég meina ef fólk með há laun á ekki að fá atvinnuleysibætur, afhverju á það að fá að nota aðra hluta velferðakerfinsins?

Hvað áttu við með mínir hálaunamenn, ég er ekki með há laun og hef aldrei haft há laun eða þekkt marga með há laun. Mér finnst bara að fólk eigi að fá aðgang að velferðakerfinu alveg sama hvað það er með í laun, eitthvað sem þú ert greinilega á móti.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 15:30

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjöggi, af hverju ætti ég ekki að vera haldin gremju?  Við erum öll haldin gremju af hinum ýmsu ástæðum - þú líka fyrir þína misskildu hálaunamenn

En þú ert að rugla saman tveimur óskyldum félagslegum þáttum:

Velferðarkerfið er byggt upp af skattfé borgaranna, þess njóta allir jafnt hvort sem þeir greiða til þess mikið, lítið eða ekki neitt.

Atvinnuleysisbótakerfið var stofnað sem kjarasáttmáli launafólks og vinnuveitenda, eðli sínu samkvæmt allt annað fyrirbæri, en þó hugsað sem jöfnunarkerfi innan sinna marka. 

Kolbrún Hilmars, 21.10.2010 kl. 16:14

12 identicon

Auðvitað er atvinnutrygingakerfið hluti af velferðakerfinu, ekki vera með svona bull. Atvinnutryggingar eru byggðar upp af skattfé borgara og það njóta allir sama réttar. Það væri náttúrlega soldið vitlaust að fara geiða eitthverjum atvinnutryggingar er hann hefur aldrei haft atvinnu, það væri eins og að fara greiða fullfríksum manni öorkubætur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 16:20

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjöggi, rangt! Atvinnuleysistryggingasjóður er ekki byggður upp af skattfé borgaranna. Hann er kostaður af okkur launþegum, sem nemur nú 8.65% af launum okkar og launagreiðendum er gert að skila til sjóðsins.

Ég hefði ekkert á móti launahækkuninni sem framlaginu næmi ef tryggingagjaldinu yrði breytt í nefskatt. Ef svo yrði gert, mætti með réttu kalla atvinnutryggingarnar hluta af velferðarkerfinu.

Kolbrún Hilmars, 21.10.2010 kl. 16:32

14 identicon

þetta eru gjöld sem allir þurfa að borga, hvað kallar maður gjöld sem allir þurfa að borga annað en skatt? 8.65% af kostaði við launþega rennur til atvinnutryggingasjóðs í formi skattts. Ef atvinnutryggingasjóður þarf ekki að nota alla peningana fara þeir í eitthvað annað og ef atvinnutryggingasjóði vantar meiri pening kemur hann frá ríkissjóði. Eins og er er atvinnutyggingasjóður aðeins fjármagnaður að litlum hluta með framlögum atvinnurekenda.

Allt sem fer í eitthvað sem mætti kalla velferð eða í að passa upp á velferð borgara er hluti af velferðakerfinu, ekki síst þegar það er kostað með peningum sem koma úr ríkissjóði. Ertu að segja mér að það sé ekki hluti velferðar að fá greiðslur úr atvinnutryggingasjóði þegar fólk missir vinnuna?

Erlendis eru atvinnutryggingasjóðir taldir til velferðarkefisins.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 16:54

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjöggi, ef - ef...?  Það má vel vera að ríkissjóður hafi misnotað aðstöðu sína gagnvart atvinnuleysistryggingarsjóði á velferðartímum.  Svona líkt og yfirmenn lífeyrissjóða gerðu gagnvart innstæðum sjóðsfélaga.  En það breytir því ekki að samkvæmt lögum og kjarasamningum áttu allar slíkar innstæður og tryggingar launþega að njóta friðhelgi.

Svo ertu að furða þig á því að ég sé gröm?

Kolbrún Hilmars, 21.10.2010 kl. 17:04

16 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Þetta kallast siðleysi.

Magnús Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 23:18

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt, Magnús. Löglegt en siðlaust.

Reyndar voru atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrir einhverjum X mörgum síðari breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar.

Ég tel fulla þörf á því að taka slíkar tekjutengingar upp aftur eins og ástandið er í dag.

Það eru uppi hugmyndir um að lengja bótatímabilið úr 3 árum í 4 til 5 ár, en ég hef ákveðnar efasemdir um réttmæti þess. Vinnumarkaðurinn er ekki líklegur til þess að standa undir því og þá þarf ríkissjóður að greiða hallann. Nær væri að nýta fjármunina þá til þess að skapa atvinnutækifæri.

Kolbrún Hilmars, 22.10.2010 kl. 16:42

18 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Skil hvað þú meinar, Kolbrún.  Allir eiga jafnan rétt til atvinnuleysisbóta.  Spurningin hér er máske, ÞURFA hálaunamenn bætur, missi þeir atvinnu sína um tíma.  Mér dettur svona í hug að þeir gætu átt feita varasjóði hafi þeir verið fyrirhyggjusamir, líkt og Jóakim Önd?  Og því þá að sækja fé til kreppuþjáðs þjóðfélagsins bara vegna þess að þeir eiga rétt á því?  Í því felst spurningin um siðleysi þeirra.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.10.2010 kl. 18:21

19 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Hár rétt hjá þér Kolbrún það eru atvinnutækifæri sem þarf. Kolbrún ég sé að þú ert fædd á Flateyri við Önundarfjörð og móðurætt að vestan og föðurætt að austan eins og ég ? mitt nafn er Magnús Gunnarsson fæddur 0701-1967.

Magnús Gunnarsson, 22.10.2010 kl. 18:59

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigríður, jafnvel háalvarleg málefni á borð við  atvinnuleysisbótarétt geta átt sér bráðskemmtilegar hliðar

Magnús, sæll frændi    Ég fletti þér upp í Íslendingabók, og kemur ekki á óvart að við eigum sameiginlegan langa+afa og ömmu úr Eiðaþinghá.  Greinilega meiri skyldleiki þar en að vestan.

Ég þorði ekki að setja inn í bloggupplýsingarnar skapgerðareinkenni ættanna minna (vildi ekki móðga nánustu ættinga :) ) en ég  er sannfærð um að sérviskuna hef ég að austan og þrjóskuna að vestan.  Kannast þú við þetta úr þinum ættum?

Kolbrún Hilmars, 22.10.2010 kl. 20:02

21 identicon

Svona til fróðleiks þá er Vinnumálastofnun búin að taka upp kerfi sem byggist á endurgreiðslu á ofgreiddum bótum frá bótaþegum, svona eins og tíðkast hjá TR í dag.  Mér þykir sennilegt að þarna hafi upphaflega komið sú gagnrýni gagnvart tekjuháum einstaklingum, en þora samt ekki selja það dýrara en ég keypti það

Þetta minnir líka óneitanlega mikið á þá  umræðu sem skapaðist þegar fæðingarorlofssjóður var að tæmast vegna tekjutengingar hjá hálaunuðum feðrum.  Sú reynsla hefði átt að nýtast við greiðslu atvinnuleysisbóta frá upphafi en hefur greinilega ekki verið nýtt sem skyldi.

Brynja (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 20:45

22 Smámynd: Sigrún Óskars

þetta er víst löglegt en algjörlega siðlaust að mínu mati.

Annars þarf að fara vel yfir atvinnuleysistryggingar á Íslandi - munið þið eftir útlendingnum sem búið var að reka úr landi fyrir eitthvað saknæmt sem hann gerði og svo uppgötvaðist að hann var búin að vera hér á landi í einhverja mánuði og á ATVINNULEYSISBÓTUM. Það er eitthvað að, sem þarf að laga.

Sigrún Óskars, 22.10.2010 kl. 23:11

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigrún, það þarf greinilega að laga betur til, því það hefur komið í ljós að brotalöm er í afgreiðslu atvinnuleysisbóta.  Dæmigert fyrirbæri sem þú nefnir.   

Eins og Brynja nefnir en eyrnamerkir ekki rétt , þá hefur Vinnumálastofnun seint og um síðir fengið betri aðstöðu til þess að kanna réttmæti bótagreiðslna og í kjölfarið kippt nokkrum hundruðum manna út af greiðsluskrá.  Þeir voru ýmist í fangelsi, að vinna svart eða hreint alls ekki staddir á landinu.   Ekki er ólíklegt að enn leynist nokkrir slíkir refir á fullum bótum.

Kolbrún Hilmars, 23.10.2010 kl. 11:51

24 identicon

Ísland hefur því miður ekki mjög þróað eftirlitskerfi varðandi "ríkisspenann"  eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. T.d. hafa Danir tekið sín bótamál algjörlega í gegn og sent innflytjendur umvörpum heim ef og þegar upp kemst um bótasvik og misnotkun. Við eigum þess vegna gríðarlega mikið eftir ólært í þessum málum og megum taka hin Norðurlöndin til fyrirmyndar hvað þetta varðar. 

Brynja (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 16:02

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég veit nú ekki hvort Norðurlöndin sem slík eru til fyrirmyndar :) En vissulega hafa Danir nú dottið í tölfræðina og fundið út að 41% af nýbúum þeirra séu á framfæri innfæddra og sent suma til baka heim til sín. Sérstaklega þó norðurlandabúana við misjafnar undirtektir frændþjóðanna. :)

Það er þó alls ekki víst að lengra að komnir nýbúar hafi upphaflega gert ráð fyrir því að fá þessa þjónustu á norðurlöndum og óþarfi að atast út í þá fyrir mislukkaðan velvilja.

Finn Söeborg skrifaði árið 1958 óborganlega bók "Med aabne arme" sem fjallar um hvernig landar hans meðhöndluðu flóttamanninn Krejn. Forsjárhyggjan, afskiptasemin og hjálpsemin sem Krejn mætti á danskri grund varð að lokum til þess að hann flúði aftur; HEIM!

Kolbrún Hilmars, 24.10.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband