10.10.2011 | 18:15
Óvíst að þetta sé rétt mat hjá Lilju
Þeir sem hafa tekið þátt í skoðanakönnunum af þessu tagi vita hver spurningin er: "Muntu kjósa einhvern eftirtalinna stjórnmálaflokka, eða EITTHVAÐ annað".
Flestir (sem á annað borð taka afstöðu) hugsa með sér hver fjórflokksins sé skárstur og svara í samræmi við það.
Það fæst engin gagnleg niðurstaða í þessum skoðanakönnunum fyrr en alvöru valkostir verða í boði.
Eða hver var niðurstaðan í skoðanakönnun um borgarstjórnarkosningarnar - þeirri síðustu, ÁÐUR en Besti varð valkostur?
![]() |
Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2011 | 16:58
Eru þau gleymd "Árin sem aldrei gleymast" ?
Ég lagðist í upprifjun um helgina; valdi úr bókaskápnum bók Gunnars M. Magnússonar (útg.1965) sem fjallar um fyrri heimstyrjaldarárin (1914-1918). Það voru komin allmörg ár síðan ég las þessa bók síðast og hafði gott af upprifjuninni, því einu og öðru hafði ég gleymt.
Að mestu leyti fjallar bókin um lífið á Íslandi á stríðsárunum og öllum þeim hræringum sem hér voru í þjóðfélaginu á þessum tíma. Sennilega muna þó margir fullveldismálið, stjórnarskrármálið, fánamálið, áfengisbannið, kosningarétt kvenna, stofnun Eimskipa, Spönsku veikina og Kötlugosið.
Þau mál sem ég sjálf hafði eiginlega alveg gleymt, hefur hins vegar meira með styrjaldarástandið sjálft að gera, þ.e. ytri aðstæður og afarkosti sem þjóðinni voru settir, án þess að landið sjálft væri hernumið.
Gunnar skrifar: "Árið 1916 gripu bretar inn í allar siglingar íslendinga, stöðvuðu skip er sigldu á vegum landsmanna og vildi eigi leyfa sölu íslenskra afurða til Norðurlanda og Hollands, buðust hins vegar til þess að kaupa afurðir íslendinga. Þar með höfðu bretar að mestu ákvarðað viðskipti íslendinga við Evrópulönd. Voru þá íslendingar tilneyddir að gera sérstaka samninga við breta".
Seinna, eða árið 1917, "gerðu bandamenn í styrjöldinni og englendingar fyrir þeirra hönd, kröfur um að íslendingar afhentu togaraflota sinn til Bandamanna. Gengu íslendingar að þessum kröfum."
Ekki þarf að taka fram að húsbóndinn; danski kóngurinn, sagði ekki múkk!
Annað atriði, sem margoft kemur fram í frásögn Gunnars, er framkoma þýsku kafbátasjómannanna.
Íslensk skip sigldu með fisk og aðrar vörur til Bretlands öll stríðsárin, og misstu þar mörg skip og einnig mannslíf. En þeir þýsku höfðu þó þann háttinn á (lengst af) að stöðva skipin, kanna farminn og ef hann var ætlaður bretum (sem höfðu sett hafnbann á Þýskaland) létu þeir áhöfn og farþega fara í bátana og sökktu síðan skipunum. Þessi riddaramennska þýskra var ekki endurtekin í seinna stríðinu - að mér hefur skilist.
Þau mega ekki gleymast - þessi ár!
7.10.2011 | 16:47
Góða helgi!
Þetta segi ég undantekningarlítið í kveðjuskyni að áliðnum föstudegi og óska viðmælanda mínum þar með alls góðs um komandi helgi.
Líkt og þegar ég segi: Góða nótt, Góðan dag, Gott kvöld, Góða ferð, við viðeigandi tækifæri sem ég vandist á strax í barnæsku - og það eru þó nokkrir áratugir síðan.
Nú eru uppi fáeinar, en háværar raddir um að óskin um Góða helgi sé af hinu illa, því uppruna hennar megi rekja til USA. Það má vel vera rétt þetta með upprunann en sumum er bara ekki sama hvaðan gott kemur.
Ég endurtek því kveðjuna í tilefni föstudagsins og óska öllum blogglesendum mínum Góðrar helgar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2011 | 13:38
Hvaða gagn gerir EES samningurinn?
Í morgun heyrði ég ávæning af umræðunni á Bylgjuna í bítið. Hafi ég tekið rétt eftir voru Gylfi ASÍ og Tryggvi Þór að ræða þjóðfélagsmálin og þ.á.m. útflutning íslensks hráefnis.
Lokaorð umræðunnar átti Gylfi, þar sem hann sagði að íslendingar ættu engan aðgang að mörkuðum til þess að selja fullunnar sjávar- og landbúnaðarafurðir.
Ef það er rétt að EES samningurinn dugi okkur aðeins til þess að selja hráefnið óunnið, hver er þá tilgangur hans?
1.10.2011 | 15:14
Skjöldur samkvæmt fyrirmælum yfirboðara
... en kváðu fyrirmælin líka á um hvernig skjöldurinn skyldi snúa?
Það er nefnilega ágreiningur um hvern þarf að vernda gagnvart hverjum.
Táknrænt hefði skildinum verið snúið öfugt.
![]() |
Skjöldur milli þings og þjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2011 | 13:12
Indian summer
![]() |
Spá hitabylgju í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2011 | 16:42
Alltaf gaman að eyða aurum annarra
7.7 milljarðar evra nema uþb 1230.000.000.000. íslenskra króna á genginu 160/-.
Framkvæmdastjórn ESB virðist hafa þessi auðæfi til ráðstöfunar, en engan þarf að undra að einhverjum ótilteknum fjárfestum þurfi að gefa róandi.
![]() |
Flýta greiðslu til Grikklands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2011 | 16:34
Eru Japanir ábyrgir fyrir 9/11?
Eflaust finnst einhverjum þessi spurning "út í hött" - en er það svo, sögulega séð?
Þeir sem þekkja söguna vita að USA og þegnar þess höfðu engan áhuga á erlendum stríðsrekstri eftir björgunaraðgerðina í WWI.
Einnig að hart var sótt af evrópskum (síðar bandamönnum) að USA endurtæki leikinn í WW2, en bandaríska þjóðin harðneitaði því að blanda sér í stríðsátök erlendis sem kæmu þeim ekkert við.
Þetta viðhorf breyttist á nokkrum klukkutímum eftir árás Japana á Pearl Harbour árið 1941:
Ef hlutleysi tryggði USA ekki frið, þá þyrfti ríkið að beita öðrum aðferðum.
Sérstaklega þeim sem teldust fyrirbyggjandi. Sem heimsbyggðin hefur síðan fengið að kynnast síðustu 70 árin.
Gæti verið að 9/11´01 sé þannig bein og rökrétt afleiðing af 12/7´41?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.9.2011 kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2011 | 16:14
HVER eru þessi ótilteknu skilyrði ESB?
![]() |
Ísland ekki nægilega undirbúið í landbúnaðarmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2011 | 23:58
Nytsamir andstæðingar
Gamla slagorðið var "Ísland úr Nató - herinn burt!" Herinn fór reyndar af sjálfsdáðum, en Nató er hér þó ennþá. Líklega fer það af sjálfsdáðum líka.
Vinstri menn vilja alltaf segja sig úr einhverju. Það er líklega þess vegna sem þeir styðja ESB aðildina - til þess að geta svo seinna sönglað "Ísland úr ESB".
![]() |
Einhugur í VG um úrsögn úr NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |