Eru Japanir ábyrgir fyrir 9/11?

Eflaust finnst einhverjum þessi spurning "út í hött" -  en er það svo, sögulega séð? 

Þeir sem þekkja söguna vita að USA og þegnar þess  höfðu engan áhuga á erlendum stríðsrekstri  eftir björgunaraðgerðina í WWI. 

Einnig að hart var sótt af evrópskum (síðar bandamönnum) að USA endurtæki leikinn í WW2, en bandaríska þjóðin harðneitaði því að blanda sér í stríðsátök erlendis sem kæmu þeim ekkert við.

Þetta viðhorf breyttist á nokkrum klukkutímum eftir árás Japana á Pearl Harbour árið 1941:
Ef hlutleysi tryggði USA ekki frið,  þá þyrfti ríkið að beita öðrum aðferðum. 

Sérstaklega þeim sem teldust fyrirbyggjandi.   Sem heimsbyggðin hefur síðan fengið að kynnast síðustu 70 árin.

Gæti verið að 9/11´01 sé þannig bein og rökrétt afleiðing af 12/7´41?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Kolbrún; æfinlega !

Ekki ólíklegt; að þú hafir hitt nagla, þráðbeint; á höfuð hans.

Hins vegar; voru Þjóðverjar - Ítalir og Japanir, búnir að sverjast, til fóstbræðralags nokkurrs, áður, auk Rúmena og Ungverja, misminni mig ekki. 

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 16:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er rétt Óskar, en ég hefði haldið að Japanir hefðu talið hæfilegt að yfirtaka bresku nýlendurnar (hins viðurkennda óvinar) þarna eystra og hefðu vit á því að forðast það afl sem andstæðingunum myndi bætast með USA.

Ætli Hitler og Mússi hafi kunnað Japönum þakkir fyrir framtakið? Það fer engum sögum af því :)

Kolbrún Hilmars, 11.9.2011 kl. 17:09

3 identicon

Nei; rétt er það, Kolbrún.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 17:12

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, svo er auðvitað ekki útilokað að Hitler og Mússi hafi átt hugmyndina. Að þeir hafi óttast svo mikið að USA blandaði sér í Evrópustríðið að þeir hafi falið Japönum þessa aðgerð í því skyni að beina sjónum USA vestur á bóginn - og fórna þar með bandamanni sínum? Það fer heldur engum sögum af því :)

Kolbrún Hilmars, 11.9.2011 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband