Ljóta ruglið

Það þarf að vera alveg skýrt hvort þessi skattlagning beinist að eigendum orlofshúsa almennt eða þeim sem selja út gistingu í atvinnuskyni.

Stéttarfélög eru skráð fyrir orlofshúsaeign vegna framlaga félagsmanna sinna, sem eru hinir raunverulegu eigendur. Gjaldtakan vegna "leigunnar" er svo hugsuð á sama hátt; endurgjald sem ætlað til þess að standa undir rekstrarkostnaði.

Á meðan þeir einstaklingar sem fjáðari eru og hafa ráð á því að eignast sín eigin prívat orlofshús sleppa við gistináttaskatt, er alveg gjörsamlega út í hött að skattleggja hina sem einungis geta eignast hlut í einu slíku nema sem sameignarorlofshús. Skiptir engu máli hver formlega annast reksturinn.

Ég átti ekki von á því að stéttarfélögin gleyptu þessa skattlagningu svona mótmælalaust.


mbl.is Hækkar leigu á orlofshúsum um 100 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskildi fjármálaráðherrann þetta með kolefnisgjaldið?

Hélt hann ef til vill að þessi ETS skattur væri ætlaður þjóðríkjum Evrópu sem stjórntæki heima fyrir?

En þar sem ráðherrann hefur nú tilkynnt að hann leggi tvísköttunaráformin til hliðar, þá er greinilegt að einhver hefur sagt honum að kolefnisgjaldið er tekjulind ESB apparatsins en ekki íslenska ríkisins.

Umhverfisráðherrann hefur ef til vill misskilið þetta eitthvað líka þegar hann afsalaði sér - fyrir hönd Íslands, réttmætum hluta "kolefniskvóta" landsins í Kaupmannahöfn hér um árið?


mbl.is Hætt við hækkun kolefnisgjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk gengið af göflunum og forsætis líka?

Og það fyrir einn lítinn milljarð? Það var þá fjárfestingin!

Öll loforð um frekari fjárfestingu eru nákvæmlega það sem þau eru; loforð.


mbl.is Andvíg ákvörðun Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng fyrirspurn leiðir af sér rangt svar

Miðað við "Ísland í dag" myndi landið áreiðanlega verða nettógreiðandi til ESB.

En hvað verður EFTIR inngöngu, þegar aðalatvinnuvegurinn verður kominn í hendur ESB? Fullyrt hefur verið að 30% tekjur sjávarútvegsins, sem byggist á flökkustofnum, verði strax úr sögunni. Hvað verður svo um hin 70% þegar við höfum misst yfirráðin?

Nær hefði verið að spyrja hver staðan yrði EFTIR aðild og aðlögun.


mbl.is Ísland verði nettógreiðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur

Auðvitað á að loka svona verksmiðjum ef þær menga svo út frá sér að lífríkið í nágrenni þeirra er í stórhættu.

Hvers konar fólk heldur skattleggja megi mengunina í friðþægingarskyni? Verður mengunin þolanlegri lífríkinu ef einhver þriðji aðili getur makað krókinn sinn?


mbl.is Loka ef skattur verður lagður á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur Fjórflokksins

Nýlegar samþykktir landsfunda afleggjara hans, X-S, X-VG og nú X-D, staðfesta að engir þeirra hafa áhuga á því að breyta eða bæta eitt né neitt. Tilgangslaust hjal í formi yfirlýsinga má telja víst að verði gleymt, eða hreinlega svikið, þegar kemur að ísköldu hagsmunamati afleggjaranna. Formannskjör stærsta stjórnarandstöðuflokksins virkar svo eins og upphrópunarmerki í þessu samhengi.

Það er kominn tími á að hrinda þessari samofnu hagsmunaklíku.


mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar á að draga mörkin?

Það er ekki nýtt að íslenskir karlar flytji inn erlendar eiginkonur og níðist á þeim, í skjóli fáfræði þeirra - vonandi þó í undantekningartilfellum.

En myndi túlkaþjónusta og íslenskukennsla koma í veg fyrir þann vanda sem Tamimi bendir á, eins og í þessu skilnaðartilfelli? Hvað ef konurnar sjálfar eru sáttar í sambúðinni og treysta maka sínum eins og gengur og gerist til þess að leysa öll "opinber" málefni. Jafnvel íslenskar konur gætu lent í sambærilegu; "ekkert mál elskan, skrifaðu bara nafnið þitt hérna!"

Er tilgangurinn að lögleiða opinber afskipti af blönduðum hjónaböndum? Það er einmitt það sem Alþingi fæst við; að setja lög um eitt og annað. Hvað segir Persónuverndin við því?


mbl.is Var fráskilin án þess að vita það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert er lykilorðið!

Mörður mætti hafa meira ímyndunarafl. Ef við gefum okkur að fjórflokkurinn verði einn um hituna eftir næstu þingkosningar þá er alls ekki ósennilegt að XD og XS lendi í stjórnarmyndunarviðræðum.

Verður þá ekki yndislegt að sjá formanninn Ekkert semja við hugsjónina Ekkert?


mbl.is „Herra Ekkert berst við frú Ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitasótt eða hagsmunir?

Samfylkingin hefur nú í allmörg ár predikað ágæti ESB á kostnað umheimsins og reynt að telja okkur almúganum trú um að eingöngu ÞAR sé hjálpræðið að finna.

Síðan dúkkar upp innanhúss vinur Samfylkingar frá Kína - sem er fjarri því að tengjast hinu ágæta ESB - veifandi seðlabúnti og vill eignast hlut af Íslandi.

Ögmundur nefnir aðeins tilfinningahita í þessu sambandi, enda kurteis maður.

En mér er spurn; hversu mikið þarf hitastigið að hækka til þess að eyða hugsjónum og umbreytast í hagsmuni?


mbl.is Fleiri andvígir kaupum Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru stríðsglæpir hættulegir heilsunni?

Miðað við alla þá alvarlegu kvilla sem hrjá Mladic virðist atferli hans miklu áhættusamara en hin meinta neysla óhollustufæðis. Enda þjást grunsamlega margir "sakabræður" hans af hinu sama.

Heilsuverndarsamtök mættu því gjarnan leggja áherslu á þennan áhættuþátt þegar þau reka áróður sinn fyrir bættu heilsufari fólks.


mbl.is Mladic of heilsuveill til að mæta í réttarsalinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband