Ljóta ruglið

Það þarf að vera alveg skýrt hvort þessi skattlagning beinist að eigendum orlofshúsa almennt eða þeim sem selja út gistingu í atvinnuskyni.

Stéttarfélög eru skráð fyrir orlofshúsaeign vegna framlaga félagsmanna sinna, sem eru hinir raunverulegu eigendur. Gjaldtakan vegna "leigunnar" er svo hugsuð á sama hátt; endurgjald sem ætlað til þess að standa undir rekstrarkostnaði.

Á meðan þeir einstaklingar sem fjáðari eru og hafa ráð á því að eignast sín eigin prívat orlofshús sleppa við gistináttaskatt, er alveg gjörsamlega út í hött að skattleggja hina sem einungis geta eignast hlut í einu slíku nema sem sameignarorlofshús. Skiptir engu máli hver formlega annast reksturinn.

Ég átti ekki von á því að stéttarfélögin gleyptu þessa skattlagningu svona mótmælalaust.


mbl.is Hækkar leigu á orlofshúsum um 100 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Einarsson

Þessi skattur sem slíkur er kannski allt  í lagi. Þeir sem eru svo moldríkir að éiga einhverstaðar einhvern einka fúakumbald, þurfa að greiða allskonar gjóld og skatta af þeim. Það sem er hinsvegar allvarlegt umhugsunarefni í þessu er að hérna er verið að tvískatta, sem er brot á öllum venjulegum lögum og reglum, stjórnarskr ofl. Að leggja á opinbert gjald sem er þeirrar tegundar að verða skilgreint sem skattur og síðan annan skatt ofan á skattinn, svona gera menn ekki.

Hilmar Einarsson, 29.11.2011 kl. 18:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hilmar, þá áttu við að fyrst er lagður á gistináttaskattur og síðan er lagður á hann virðisaukaskattur. Sammála þér - svona gera menn ekki.

En ég er svo stéttarfélagslega þenkjandi að hugsa líka til þess hvernig félögin eiga að höndla þetta nýja viðskiptaumhverfi. Nú þurfa þau að útvega sér VSK-númer og haga sér eins og þau séu komin í "bisness". Svo kostar þetta líka vinnukrafta hjá skattinum að halda utan um þessi VSK-skil frá félögunum! Eins og ég sagði - tómt rugl!

Kolbrún Hilmars, 29.11.2011 kl. 18:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er eiginlega löngu hætt að furða mig á ríkisstjórninni og holum hennar til að græða, ég bíð núna bara eftir að þau hætti, get varla beðið ef satt skal segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband