Hitasótt eða hagsmunir?

Samfylkingin hefur nú í allmörg ár predikað ágæti ESB á kostnað umheimsins og reynt að telja okkur almúganum trú um að eingöngu ÞAR sé hjálpræðið að finna.

Síðan dúkkar upp innanhúss vinur Samfylkingar frá Kína - sem er fjarri því að tengjast hinu ágæta ESB - veifandi seðlabúnti og vill eignast hlut af Íslandi.

Ögmundur nefnir aðeins tilfinningahita í þessu sambandi, enda kurteis maður.

En mér er spurn; hversu mikið þarf hitastigið að hækka til þess að eyða hugsjónum og umbreytast í hagsmuni?


mbl.is Fleiri andvígir kaupum Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Á meðan ég man; hef sjálf selt útlendingi íslenska eign!

Stuttu fyrir síðustu aldamót seldi ég ungri þýskri konu íbúðarhúsnæði.  Sú hafði búið hér á landi tiltölulega skamman tíma en var barnshafandi eftir íslenskan sambýlismann.  (Tek fram að söluverðið var eitthvað undir ásettu verði fasteignasalans og ef eitthvað var þá tapaði ég frekar en græddi á sölunni )

Það sem er hins vegar athyglisvert, svona eftir á að hyggja,  er að hún þurfti að fá leyfi Dómsmálaráðuneytisins til þess að kaupa íbúðina þrátt fyrir EES samninginn.  Einnig þrátt fyrir að húsnæðið stendur á leigulóð borgarinnar.

Mér varð hugsað til þessara kaupa því margir hafa haldið fram að samkvæmt EES sé allt opið og frjálst.   Var einhverju breytt síðar í þessum EES samningi?

Kolbrún Hilmars, 14.11.2011 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband