16.3.2016 | 16:03
Eiga þingmenn ekki að þekkja lögin?
Vita þeir virkilega ekki hvað "séreign" í hjúskaparsáttmála þýðir?
Sagði Sigmund vera kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2016 | 15:33
Furðuleg frétt
- eins og það sé Kanada sem ákveður hvort íslenskir ferðalangar fái að snúa heim úr fríi eða ekki.
Það er lágmark að það komi tvímælalaust fram í frétt og fyrirsögn að hverjum gagnrýnin snýr!
Fá ekki að koma til Íslands í gegnum Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2016 | 12:37
Auðvelt að varast
svona uppákomur með því að skila sjálfur álestrartölunum rafrænt - eins og a.m.k. Orkuveita Reykjavíkur býður sínum viðskiptavinum. Þá þarf ekki að opna fyrir óboðnum gestum sem kynna sig á fölskum forsendum í þessu skyni.
En einn er þó laus endinn; þegar starfsmaður frá OR bankar uppá til þess að spyrjast fyrir um nágranna, sem nýtir sér væntanlega ekki þá þjónustu. Slíkt ætti heldur ekki að líðast.
Lögreglu borist ábendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2016 | 14:47
Börn - eða unglingar?
Ég þekki það af eigin reynslu að börn 12 ára og yngri fá ekki að ferðast ein með flugi. Það þarf að merkja börnin sérstaklega og forsvarsmaður ber ábyrgð á því að einhver í áhöfn ásamt einhverjum í "landi" tekur við barninu á brottfararstað og skilar því af sér á áfangastað.
Þessi umræddu börn hljóta því að vera unglingar, líklega ekki yngri en 15 ára og líta jafnvel út fyrir að vera eldri. Unglingarnir þurfa ekki leikfangakassa eins og litlu börnin heldur allt aðra meðhöndlun og móttöku. Enda oft með lífsreynslu á við fullorðna.
Kerfið þarf greinilega að endurhanna eftir þörfum þessa sérstaka hóps!
Ætti ekki að vera okkur ofviða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2016 | 16:50
Óskhyggjan túlkar fréttatextann
Mislas fyrst svo: "mönnunum hefur síðan verið vísað úr landi", en þarna er reyndar skrifað "mönnunum hefur síðan verið sleppt úr haldi".
Auðvitað þurfa þessir menn að fá fleiri tækifæri til þess að gera upp sín mál. Enda fylgir líka að lögreglan sé óvön því að fást við það sem hún kallar "slagsmál milli fullorðinna manna".
Er ekki ástæða til þess að lögreglan fari nú í slagsmálaendurhæfingu og saksóknari með? Næsta frétt af gæti þá hugsanlega verið í takt við væntingar!
Kveikjan að slagsmálunum óþekkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2016 | 16:00
Hvað með leigjendur?
Venjan er að húseigendur eru skráðir fyrir mælum OR en leigjendur greiða alla notkun samkvæmt húsaleigusamningi og nota til þess innheimtuseðilinn sem OR hefur sent á heimilisfangið.
Er ætlunin sú að framvegis skuli skrá alla mæla á leigjanda en ekki húseiganda?
Einungis eldri borgarar fá álagningarseðil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2015 | 13:30
Óvenjulegt!
Sennilega eru milljarðarnir farnir að íþyngja sjóðnum.
0.13% af heildarlaunum hvers og eins eru smáaurar - en margt smátt gerir eitt stórt.
Ekki man ég eftir að nokkur annar sjóður hafi áður beðið um lækkun á framlögum.
Óskaði eftir lægra framlagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2015 | 13:15
Of fáar vinnandi hendur?
Ég get vel skilið að fjármálaráðherrann tali um vandamál. Ef tölur Hagstofunnar eru skoðaðar þá er aðeins 56% íbúa landsins í vinnu - þar með taldir í hlutastarfi.
Rúnnaðar af eru tölurnar; íbúar 330 þúsund, vinnandi 186 þúsund. Restin, 144 þúsund eru ýmist börn, aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir.
Hvað segja hagfræðingar; eru þessar tölur samfélagsvænar?
Fjölgun öryrkja raunverulegur vandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2015 | 14:47
Ég er sammála
Vigdís Hauksdóttir fer ekki dult með skoðanir sínar og enginn þarf að gruna hana um undirróðursstarfsemi. Slíkt virðist ekki fallið til vinsælda, hvorki hjá sam- né mótherjum í pólitík. En er þó ómetanlegur eiginleiki frá sjónarhóli kjósandans.
Þar sem undirrituð er hvergi flokksbundin, mun ég gefa henni atkvæði mitt næst ef hún verður áfram efst á lista í mínu kjördæmi.
Þetta fólk á að skammast sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2015 | 15:17
Af hverju fleiri kvendómarar?
Af gefnu tilefni þykir mér að með kröfunni um fleiri kvendómara sé að óbreyttu gefið í skyn að konur séu líklegri en karlar að sniðganga lögin í dómum sínum.
Auðvitað er sjálfsagt að jafnt kynjahlutfall sé í dómarastéttinni.
En ef í rauninni aðeins lögunum er ábótavant, væri þá ekki réttara að fjölga konunum á löggjafarþinginu - þar sem lögin eru sett sem dómurum er skylt að framfylgja?