10.11.2015 | 16:15
Er perception management
eða skynhrifsstjórnun (eins og ég kýs að þýða hugtakið) stunduð hér á landi?
Svokallaðir PMs (skynhrifsstjórar) sem stunda slíkt hafa yfirleitt hagsmuni af. Í grófustu mynd búa þeir til staðreyndir og selja þær almenningi sem heilagan sannleika.
Stundum nægir að afbaka sannleikann en skynhrifsstjórnun getur leitt til þess að meiriháttar lygi verður svo fljótt og algjörlega meðtekin að engin einasta leið er að leiðrétta málið seinna.
Múgæsing er þekkt fyrirbæri - sé hún vísvitandi sköpuð er um skynhrifsstjórnun að ræða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2015 | 13:04
Líkt á komið með dönskum og íslenskum
Hér sem þar er einmitt reynt að draga úr landsframleiðslu með viðskiptabönnum og samtímis er aukinn stuðningur við flóttafólk.
Þessi þingmaður hefur nokkuð fyrir sér, en - líklega óvart :)
Hvað á þingmaðurinn eiginlega við? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2015 | 14:58
Þessi sinnaskipti
verða aldrei trúverðug erlendis nema einhvers afsögn fylgi í kjölfarið.
Ætlar að draga tillöguna til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2015 | 14:15
Hver nýtur hagræðis af evrunni?
Skiljanlegt að bretar vilji að staðið verði við samkomulagið 2010; að evruríkin sjálf sjái um björgunaraðgerðir vegna evrunnar, þegar og ef þeirra er þörf.
Varla bera bretar nokkra ábyrgð á öðrum gjaldmiðlum en eigin pundi, hvað þá EFTA ríkin. Eitthvað hefur samt verið rætt að þeim beri líka að taka þátt í evru-björgun vegna hagræðis af aðgangi að innri markaði ESB.
Það hagræði fer fyrir lítið ef með fylgir skuldaábyrgð á 18 evruríkjum!
Vill ekki að breskt skattfé renni til Grikkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2015 | 14:30
Nógu mikið reiðufé
gæti orðið vandamál, allt eftir þörfinni. Það er nefnilega bannað að ferðast með reiðufé umfram ákveðið magn innan ESB. Þrátt fyrir hið margrómaða frjálsa flæði fjármagns hefur fólk verið handtekið með evrubúntin í brjóstahaldaranum eða nærunum.
Mig minnir að mörkin séu EUR:10.000 - en örugglega veit þetta einhver betur en ég. :)
Taki með sér nógu mikið reiðufé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2015 | 16:46
Ófullnægjandi niðurstaða
Var Rögnunefndinni uppálagt að reikna ekki með núverandi flugvelli sem valkosti?
"Væri starfsemin flutt" - þá "eitthvað". En hvað ef starfsemin verður EKKI flutt?
8% lengri tími í sjúkraflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2015 | 18:12
Hvað ER þjóðernishyggja?
Hafa menn áhyggjur af þeirri þjóðernishyggju sem er grundvöllur velferðarkerfis vesturlanda þar sem afmörkuðum svæðum (löndum) hefur tekist að koma á skattheimtu- og greiðslukerfum sem virka fyrir íbúana?
Eða hafa menn áhyggjur af því að þessi þjóðernissinnuðu velferðarkerfi færi út kvíarnar með vopnavaldi á hendur nágrönnum? Svona líkt og gerðist stundum á síðustu öld.
Af hverju hafa menn ekki áhyggjur af því að þessi þjóðernissinnuðu velferðakerfi séu komin í varnarstöðu gagnvart utanaðkomandi áreiti? Er ef til vill orðið tímabært að leggja þau niður?
Það hlýtur að vera sitt hvað; þjóðernishyggja með áreiti eða þjóðernishyggja í vörn!
Uppgangur þjóðernishyggju áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2015 | 15:21
Sprengingar, líkamsárásir, morð og íkveikjur
í Svíþjóð virðist daglegt brauð og alltaf herma fréttir að það séu "þekkt glæpagengi" sem eiga í hlut.
Af hverju líðst þetta ástand? Varla vona menn að meint glæpagengi útrými hvert öðru!
Bílsprenging við Gautaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2015 | 16:04
Hvað gerist
ef lög verða sett á hjúkrunarfræðinga? Fara þeir þá allir til Noregs?
Verður þá fyllt upp í skörðin hérlendis með hjúkrunarfræðingum frá fv. USSR löndum?
Þá vaknar líka spurning um það af hverju enn er eftirspurn eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum í Noregi þegar austur-evrópskir (og danskir) hjúkrunarfræðingar eru á lausu? Er það menntunin? Er það tungumálið? Er það frændhyglin?
Spurning á spurningu ofan! En þar sem við erum nú aðilar að EES samningnum þá gætu í rauninni allir vinnandi íslendingar elt hæstbjóðanda og flutt sig á milli landa að geðþótta - og að eftirspurn, auðvitað.
Eða hélt einhver að EES væri ekki gagnkvæmt og þýddi aðeins að íslenskt samfélag fengi ódýrt og hreyfanlegt vinnuafl að utan?
Spark í maga hjúkrunarfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2015 | 17:04
Að rífa niður kerfið
er ef til vill ekki svo galið. Það er ekki ný hugmynd en flestir guggna á því þegar þeir gera sér grein fyrir hvað þarf til.
Fyrst þarf að stöðva opinbera kerfið. Leggja niður alla samfélagslega þjónustu, senda alla ríkisstarfsmenn heim, hætta að innheimta skatta - eða einfaldlega að leggja niður alla opinbera þjónustu.
Þetta allt gæti verið þess virði til þess að hreinsa til í opinbera geiranum, en það fæst ekki með því að skipta aðeins um mennina í brúnni.
Rífa niður kerfið og byggja nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |