Of fáar vinnandi hendur?

Ég get vel skilið að fjármálaráðherrann tali um vandamál.  Ef tölur Hagstofunnar eru skoðaðar þá er aðeins 56% íbúa landsins í vinnu - þar með taldir í hlutastarfi.

Rúnnaðar af eru tölurnar; íbúar 330 þúsund, vinnandi 186 þúsund.  Restin, 144 þúsund eru ýmist börn, aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir.

Hvað segja hagfræðingar; eru þessar tölur samfélagsvænar?

 


mbl.is Fjölgun öryrkja raunverulegur vandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það sýnist mér nú blasa hér við.En af sjónarhóli mínum,sýnist mér alla vega að margir aldraðir gætu unnið minnsta kosti 3-6 árum lengur. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2015 kl. 13:44

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Helga, aldraðir gera það eflaust ef þeir geta hvort sem er.  En mér finnst mikilvægt að virkja unga fólkið sem á alla ævina framundan.

Kolbrún Hilmars, 14.12.2015 kl. 14:07

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo má geta þess að 6800 eru skráðir atvinnulausir þannig að svo virðist sem störfin vanti frekar en vinnuviljann.  Er virkilega orðið svona fráhrindandi að stofna til nýs atvinnurekstrar á landinu?

Kolbrún Hilmars, 15.12.2015 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband