27.2.2013 | 15:40
Misjöfn hræra í nautabökunum?
Eigi fyllingin að innihalda 30% nautakjöt og 70% eitthvað annað (?) þá er spurning hvort kjötið sé þyngra en hitt. Möguleiki að það setjist á botninn á hrærunni og sumar bökur hafi meira kjötinnihald en ætlað er en aðrar ekkert.
Sjálf kannast ég við þetta vandamál við ábæta- og marengsbotnagerð. Þá vill allt "draslið" setjast á botninn og mikið mál að passa upp á að jafnt hlutfall sé í öllum skömmtum.
![]() |
Ég bara skil þetta ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2013 | 16:45
Fetað í fótspor læmingja
Læmingjar eru reyndar ekki stjórnmálaflokkur heldur dýrategund sem fækkar sér reglulega með fjöldasjálfsmorði og hleypur fyrir björg í sjó fram. Af einhverjum enn óþekktum náttúrulegum orsökum.
En VG um það ef þeim líður betur í fámenninu á eftir.
Þó þykir mér þetta illa gert gagnvart nýkjörnum formanni og varaformanni - sem eflaust hafa engan hug á því að hlaupa fyrir björg eða í annarra flokka björg.
![]() |
VG vill ljúka ESB-viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.2.2013 | 15:39
Afgerandi "innanflokksdrættir" ?
Bæði í formanns- og varaformannskjöri VG tóku 249 manns þátt af 404 mögulegum.
Nýi formaðurinn fékk 245 atkvæði af 249 greiddum. 155 manns greiddu ekki atkvæði.
Nýi varaformaðurinn fékk 142 atkvæði af 249 greiddum. 155 manns greiddu ekki atkvæði.
Nú er bara spurningin hvort þessir 155 muni í apríl krossa við VG í kjörklefanum.
![]() |
Katrín fékk 98% í formannskjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2013 | 18:35
Mest mælda sandrok jarðar?
Þessi fullyrðing segir ekki neitt annað en að fátítt er að mæla "efnisflutninga sandefna með vindi".
Er trúlega of viðamikið verkefni, bæði á heimsvísu og tæknilega. Þær eru margar og sumar stórar sandeyðimerkurnar í heiminum, svo sem Sahara sem hefur löngum plagað löndin norðan við Miðjarðarhafið og eyjarnar vestur af í Atlantshafinu með "ómældu" sandroki.
Ég myndi sætta mig við að mælingarnar sem vísað er til yrðu réttnefndar; mesta mælda sandrok á Íslandi árið 2010.
![]() |
Mesta mælda sandrok jarðar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2013 | 15:01
Má ekki bjóða fátækum hvalkjöt?
Fátækir eiga betra skilið en afgangana sem hinum "ríku" er ekki bjóðandi.
Auðvitað er ljótt að henda mat, en mér þætti betra að fátækum yrði boðið ódýrt hvalkjöt, ferskt og heilnæmt sjávarmeti, en ódýrt hrossakjöt af vafasömum uppruna.
![]() |
Fátækir fái hrossakjötsréttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2013 | 17:15
Endalok VG?
Steingrímur J. Sigfússon ER flokkurinn.
Þótt honum hafi verið mislagðar hendur í ráðherraembætti/um og sem forystumaður flokksins í ríkisstjórninni, þá er enginn í núverandi þingliði og/eða flokksforystunni sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.
![]() |
Hvergi nærri hættur í pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2013 | 15:40
Utanríkisráðherra góður!
Á sama tíma og slegið er upp í heimsfréttunum að ESB hafi sest að samningaborði með USA fyrir tvíhliða samningagerð segir ráðherrann að ESB sé orðið hundleitt á EES og tvíhliða samningi við Sviss.
Auðvitað er ESB apparatinu önugt að eiga yfirhöfuð einhverja viðskiptasamninga við smáríki sem engu máli skipta það og eru sítuðandi í þokkabót!
Er ráðherrann með þessum orðum að boða aflagningu EES samningsins?
![]() |
ESB hundleitt á EES-samningnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2013 | 15:10
Fagna örygginu á Íslandi - en...
Í Mbl. dagsins er grein um sýrlenska 5 1/2 manna fjölskyldu sem hefur verið sameinuð á Íslandi, en fjölskyldunni hefur verið veitt svokölluð viðbótarvernd hérlendis.
Öryggið er samt ekki nóg. Fjölskyldufaðirinn er atvinnulaus, konan ólétt, börnin þrjú ekki í skóla og fjölskyldan flutt á milli gistiheimila.
"Stjórnvöld segjast ekki geta hjálpað mér að finna íbúð, þau séu með langan lista af fólki sem þau þurfa að aðstoða" segir fjölskyldufaðirinn. Og vinnu fær hann ekki heldur því hér er enga vinnu að fá.
Það er skömm að því að fólki sé boðið uppá þessi býti.
Annað hvort er skjóli skotið yfir flóttamenn eða ekki!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.2.2013 | 15:49
ESB þegnar hælisleitendur?
29 Króatar hafa leitað hælis á Íslandi á síðustu tveim mánuðum. Króatar, sem tilheyra nýjustu ESB þjóðinni.
Af hverju kemur fólkið ekki hingað til lands í atvinnuleit samkvæmt EES samningnum eins og aðrir ESB/EES þegnar ef atvinnuleysi er málið?
Hvaða harðræði er fólkið að flýja? Síðast en ekki síst - eru Króatarnir fullgildir "hælisleitendur".
Viðurkenni að ég er svolítið hissa á þessum fréttum.
![]() |
Margir Króatar vilja hæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2013 | 15:56
Dæmigerð viðbrögð kerfisins
... að vakta, að setja í nefnd, að meta þörf á möguleikum "mótvægisaðgerða".
Af hverju ekki einfaldlega að gera út alla tiltækar fleytur og hirða síldina á meðan hún er enn tæk sem mannamatur?
![]() |
Setja upp vöktun í Kolgrafafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |