Misjöfn hræra í nautabökunum?

Eigi fyllingin að innihalda 30% nautakjöt og 70% eitthvað annað (?) þá er spurning hvort kjötið sé þyngra en hitt.  Möguleiki að það setjist á botninn á hrærunni og sumar bökur hafi meira kjötinnihald en ætlað er en aðrar ekkert.

Sjálf kannast ég við þetta vandamál við ábæta- og marengsbotnagerð.   Þá vill allt "draslið" setjast á botninn og mikið mál að passa upp á að jafnt hlutfall sé í öllum skömmtum.


mbl.is „Ég bara skil þetta ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er eftirlitið framkvæmt?

Er bara sogað efst í búnkanum, og síðan laagoo.

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:03

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, nú veit ég ekki, Jóhanna.  En ef ég hef rétt fyrir mér með hræruna þá er ekki jafn gott eftirlit í verksmiðjunni og eldhúsinu mínu hér heima 

Kolbrún Hilmars, 27.2.2013 kl. 16:14

3 identicon

Eins og ég skil þetta þá fanst ekkert dýraprótein í bökunum. Það þýðir ekkert kjöt, enginn safi, ekki neitt. Ef kjötið snerti sósuna og var hrært þó ekki nema einu sinni þá hefði fundist allavega eitthvað af dýrapróteinum í sósuni.

Kristinn Kristmundsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:59

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þá er málið komið af kæruleysisstiginu á næsta stig, Kristinn.  Sem heitir Vörusvik!

Og kominn tími til þess að yfirheyra starfsfólkið á staðnum.

Kolbrún Hilmars, 27.2.2013 kl. 17:10

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Vörusvik eru meiri en í Borgarnesi..

Vilhjálmur Stefánsson, 27.2.2013 kl. 17:16

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vilhjálmur, það gæti verið eitthvað meira á ferðinni þarna en aðeins vörusvik.  Ef eigandinn kaupir nautakjöt frá Sláturfélaginu, getur sýnt innkaupanótur sem seljandinn staðfestir, þá er spurning hvað verður um nautakjötið?

Áttu annars við að eitthvað svona "gruggugt" sé viðtekin venja víðar?

Kolbrún Hilmars, 27.2.2013 kl. 17:38

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt ábending á minu mati. það er aleg möguleiki að hræran hafi mistekist oþh. Og hugsanlega flýtir við framleiðsluna eða einhver mistök sem leiða til þess að í afmörkuðum hluta reynist skortur á kjötefninu.

Til að meta þetta þarf þó meiri upplýsingar. Hvernig nákvæmlega framleiðslan fer fram o.s.frv. Maður spyr sig td. hve mikið magn er um að ræða í hverri blöndu.

það hefði líka verið tilefni til að taka fleiri prufur. þ.e. kanna fleiri pakningar sömu tegundar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 20:03

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt, Ómar.   Auk þess er ekki nóg að opna eina pakkningu eða tvær utan úr búð, heldur þarf að mæta á staðinn og fylgjast með framleiðslunni frá a til ö.

Ef einhver lætur t.d. nautakjötið hverfa á vinnslustiginu þá er ekki endilega víst að eigandinn  sé samsekur.

Kolbrún Hilmars, 27.2.2013 kl. 20:56

9 identicon

Ég vil taka það fram að ég er dóttir eiganda fyrirtækisins og ég veit fyrir víst að í uppskriftinni er nautakjöt. En mér finnst að það hefði mátt taka sýni úr annarri böku með annan framleiðsludag til samanburðar áður en svona er birt, það geta alltaf orðið mistök í framleiðslu. Hefur það ekki komið fyrir flesta að gleyma lyftiduftinu eða eggjunum í kökuna sem er verið að baka.

Mér finnst það frábært að það sé fólk til sem hrópar ekki strax "vörusvik" en vill að nánari upplýsingar séu til staðar.

Jóna Magnea (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 23:10

10 Smámynd: Jens Guð

  Um daginn sagði ég inn á bloggi Axels Jóhanns frá skemmtilegri sögu af soya "kjöti".  Það er ágætt að endurtaka hana hér:  Kunningi minn,  heildsali,  seldi soya "kjöt".  Það er mjög ódýrt í samanburði við raunverulegt dýrakjöt.  Helstu viðskiptavinir hans urðu matsölustaðir.  Aðallega pizza veitingahús.  Soya kjötið var notað til að drýgja nautahakk á pizzur.  Sömu veitingahús notuðu ódýrt svokallað ostlíki í stað raunverulegs osts.  Viðskiptavinir fundu engan mun.  Ég ætla að óreyndu að þetta sé ennþá í gangi.  Kunningi minn er ekki lengur að selja soya kjöt en aðrir tóku við keflinu.  Soyakjöt er að uppistöðu til selt til matreiðslufyrirtækja.  Fæstir eða engir sem eru endanlegir kaupendur pizza eða annarra nautakjötsrétta vita að þeir eru að neyta soya "kjöts" en ekki nautakjöts. 

Jens Guð, 28.2.2013 kl. 00:41

11 identicon

Þetta er samt ekki alveg sambærilegt Jens Guð þar sem að í innihaldslýsingu nautabakanna stendur bæði vatn og soyaprótein (taktu eftir að það er ekki verið að halda því fram að það sé soyakjöt). Svo það er ekki vísvitandi sem það er verið að svindla á fólki eins og þegar það er ekki tekið fram í innihaldslýsingu að soya sé til staðar. En í þessu tilviki er um mannleg mistök að ræða þar sem að í einni hræru hefur líklega gleymst að bæta nautahakkinu út í kjötfyllinguna.

Jóna Magnea (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 06:59

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitið, Jóna og Jens.  Nú lítur út fyrir að þessu bökumáli ljúki með kæru heilbrigðiseftirlitsins fyrir "blekkjandi upplýsingar".  Þá upplýsast væntanlega allar orsakir fyrir kjötskortinum. 

Að mínu mati er þó skárra að í vöruna vanti kjöt en að í hana sé bætt einhverju annars óseljanlegu holdi.  Svo sem af öpum - eins og fréttir herma frá Afríku.

Við erum svo heppin að hér gildir bann við kjötinnflutningi - og að eiga tiltölulega einhæft dýraríki.  

Kolbrún Hilmars, 28.2.2013 kl. 17:37

13 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Magnea,  takk fyrir upplýsingarnar.  Ég var ekki að beina frásögn minni beint á fyrirtækið Gæðakokkar.   Ég þekki ekkert til þess fyrirtækis. 

Jens Guð, 1.3.2013 kl. 01:07

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eins konar eftirmáli:  Jens kom hér að ofan með innlegg um soya(bauna)afurðir. 

Sem er reyndar afar merkilegt framlag í hungruðum heimi.  Svo virðist sem þessa jurt megi framreiða í "allra-kvikinda" líki og sé bæði næringarrík og holl.  Ekki skemmir að jafnt kjötætum og grænmetisætum líkar vel við.

Á einhverju verður fólk að nærast og ekki verra að það smakkist vel.  Allra best er þó að neytendur viti hvað þeir láta ofan í sig.

Kolbrún Hilmars, 2.3.2013 kl. 16:01

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hef alltaf verið dálítið á varðbergi þegar ég hef keypt tilbúna útlenska rétti. Ég hef stundum freistast til þess, en vel heldur íslenskt. Stundum heldur maður reyndar að grænmetið sem maður er að kaupa sé íslenskt, allavega þar til sætur froskur eða græn könguló sprettur upp úr pokanum. Þá fer maður að lesa smáa letrið fyrir neðan íslensku fánalitina; "Skolað úr íslensku vatni" stendur þar. Það er greinilegt að litlu sætu froskarnir og grænu köngulærnar kunna vel að meta að baða sig úr íslensku vatni.

Íslenskt skal það vera, hvort sem kjötið er á sínum stað eða ekki...

Ágúst H Bjarnason, 2.3.2013 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband