Fagna örygginu á Íslandi - en...

Í Mbl. dagsins er grein um sýrlenska 5 1/2 manna fjölskyldu sem hefur verið sameinuð á Íslandi, en fjölskyldunni hefur verið veitt svokölluð viðbótarvernd hérlendis.

Öryggið er samt ekki nóg.  Fjölskyldufaðirinn er atvinnulaus, konan ólétt, börnin þrjú ekki í skóla og fjölskyldan flutt á milli gistiheimila.

"Stjórnvöld segjast ekki geta hjálpað mér að finna íbúð, þau séu með langan lista af fólki sem þau þurfa að aðstoða" segir fjölskyldufaðirinn.   Og vinnu fær hann ekki heldur því hér er enga vinnu að fá.

Það er skömm að því að fólki sé boðið uppá þessi býti. 

Annað hvort er skjóli skotið yfir flóttamenn eða ekki!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2013 kl. 15:36

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Meðan íslendingar geta ekki séð um alla sína eiginn Ríkisborgara, þá á að loka fyrir hælisleitendur.

Get ekki séð af hverju hælisleitendur eiga að fara fram fyrir þá íslensku Ríkisborgara sem eru á lista fyrir íbúðar fyrirgreiðslu.

Við verðum að lifa í raunveruleikanum og íslendingar hafa ekki efni á að greiða fyrir kostnað hælisleitenda því miður. Charity starts at home.

Reinum að koma okkar eigin í almennilegt húsaskjól áður en við förum að annast annara landa vandamál.

Veit að þetta er KALT, en frá mínum sjónarhóli séð þá lifum við í raunveruleiknaum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 11.2.2013 kl. 17:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú það, Jóhann.  Lítið gagn í þeirri stefnu stjórnvalda að taka á móti öllum sem leita eftir hæli ef engar eru aðstæðurnar til þess að uppfylla grunnþarfir þeirra.

Ísland er auðvitað örríki og sem stendur bláfátækt í þokkabót.  Það sæmir ekki stjórnvöldum að lofa upp í ermina sína þótt velgjörðin líti vel út á pappírnum.

Kolbrún Hilmars, 11.2.2013 kl. 17:57

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk, Ásthildur.  Mér finnst að ef ekki er hægt að gera hlutina almennilega þá eigi að  sleppa þeim.

Kolbrún Hilmars, 11.2.2013 kl. 18:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nefnilega alveg hárrétt.  Maður býður ekki fólk í mat og gleymir að kaupa í matinn, og býður bara upp á ruður og vatn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2013 kl. 20:03

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Akúrat unfrúr,

Ég hefi verið mikið um alla Afríku, Indland, Bangladesh og Pakistan og fátæktin er gífurleg og það tekur á að horfa upp á það.

En þótt að Ísland mundi gefa allan sinn auð til að hjálpa þessu fólki, þá væri það eins og einn dropi af vatni í Þingvallavatn, því miður.

Ríkisstjórnin á ekki að vera þykjast að vera að gera góðverk og standa ekki við það. Fyrir utan það eins og stendur þá höfum við ekki einu sinni efni á því að hjálpa okkar eigin Ríkisborgurum. Eins og ég sagði áður Charity starts at home.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 11.2.2013 kl. 22:23

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Ég finn auðvitað til með fjölskyldunni sem fjallað er um í fréttinni, ekki síst vegna þess að við getum lítið fyrir hana gert.

Væntanlega eru þau öll mállaus á Íslensku, án vinnu, börnin ekki í skóla, o.s.frv. Það er líklegt að þau verði fyrir vonbrigðum með það sem bíður þeirra. Mikil hætta er á að þau einangrist hér og eignist ekki vini og kunningja.  Því miður.

Talað hefur verið um að möguleiki sé á að 300 hælisleitendur komi hingað í ár. Hvernig getum við tekið sómasamlega á móti þeim í þjóðfélagi þar sem margar fjölskyldur þurfa á matargjöfum að halda?

Heimurinn er gríðarstór. Gæti þessi tala 300 ekki eins orðið 3000? Hvað í ósköpunum gerum við þá?

Við verðum að ræða þessi mál af hreinskilni.

Ágúst H Bjarnason, 13.2.2013 kl. 12:05

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er erfitt að ræða þessi mál af hreinskilni, rasistastimpillinn vofir yfir hverju orði. 

En mér líst ekki á blikuna ef flóttamenn sem jafnvel njóta "viðbótarverndar" eru afgreiddir á þennan hátt.  

Kolbrún Hilmars, 13.2.2013 kl. 17:13

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndar hjálpaði ég fólki frá El Salvador að flytjast hingað, útvegaði þeim atvinnu, ég fékk svo íbúð á vegum bæjarins sem þeim var boðið í nokkra mánuði, safnaði svo fyrir allskonar innbúi sem nauðsynlegt var.  Allstaðar var vel tekið í málið og þau fengu það sem þau þurftu, síðan eru liðin meira en 10 ár og fólkið orðnir íslenskir ríkisborgarar og afskaplega yndislegt fólk.  Ef til vill þurfa einhverjir að taka sér tak og ganga í verkin, því það virðist ekki vera að stjórnvöld geri það, eftir þessu að dæma.  En málið er að það er fullt af fólki þarna úti sem vill leggja hönd á plóg, það þarf bara að bretta upp ermar og byrja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2013 kl. 17:48

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vel af sér vikið, Ásthildur.  En þetta var hægt að gera hér áður fyrr, sérstaklega úti á landi þar sem samfélagið studdi viðkomandi.  Vonandi er fólkið enn hjá ykkur fyrir vestan?

Reykjavík er ekki eins vistvænt, skiljanlega.  Fyrir það fyrsta eru málin ópersónuleg, og svo flytja allir flóttamenn til borgarinnar við  fyrsta tækifæri þótt bæjarfélögum úti á landi sé snúið við til þess að taka á móti þeim.  

Kolbrún Hilmars, 13.2.2013 kl. 18:26

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þau eru ennþá hér og vilja hvergi annarsstaðar vera.  Enda komin inn í samfélagið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2013 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband