Tvöföld sólarupprás

Fyrst reis sú gamla góða kl. 10:18 og síðan aukasól kl. 10:30 þegar svartnætti Icesave var aflétt.  Það hefur því heldur betur birt til í sálartetri okkar íslendinga  þennan morguninn.  

Þó er eitt ský sem grúfir enn yfir; ESB aðildarferlið.  Afsegjum það líka og fáum með því þriðju sólarupprásina.  Allt er jú þegar þrennt er...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 16:26

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er svo sannarlega góður dagur.

Svo megum við ekki gleyma sólinni sem reis klukkan 00:01 þegar pólfarinn okkar kom til landsins. Sumir nefna hana pólstjörnuna okkar. Vilborg Arna minnir okkur á hvernig sigrast má á erfiðleikunum með þrautseigju. Jafnvel þó þeir virðist óyfirstíganlegir.  "Per ardua ad astra"...

Nú tökum við fyrir næsta verkefni með bros á vör

Ágúst H Bjarnason, 28.1.2013 kl. 16:51

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt,  okkar skínandi nýja Pólstjarna að auki - var hún tilviljun eða boðberi?  

Kolbrún Hilmars, 28.1.2013 kl. 17:44

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eigum við ekki að  leyfa okkur að trúa því að þessi skínandi Pólstjarna sé boðberi betri tíma?  Nú sé bjartara framundan og að þjóðin muni nú þjappa sér saman með það að markmiði að bæta og styrkja þjóðfélagið. Nú vitum við að ekkert er okkur ómögulegt, að minnsta kosti meðan við varðveitum sjálfstæði okkar.

Sæfarar kölluðu Pólstjörnuna Leiðarstjörnu. Við skulum vona að hún beri nafn með rentu.  Eigum við ekki að  leyfa okkur að trúa því að þessi skínandi Pólstjarna sé boðberi betri tíma?  Nú sé bjartara framundan og að þjóðin muni nú þjappa sér saman með það að markmiði að bæta og styrkja þjóðfélagið. Nú vitum við að ekkert er okkur ómögulegt, að minnsta kosti meðan við varðveitum sjálfstæði okkar.

Sólin hefur skinið í dag í hugum allra Íslendinga.   Þetta hefur verið góður dagur.

Ágúst H Bjarnason, 28.1.2013 kl. 20:08

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já takk fyrir Kolbrún,við fögnum í dag og gott að líkja þessum tímamótum við sólarupprás og pólstjarnan hlýtur að merkja áframhaldandi sigurgöngu. Til hamingju öll.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2013 kl. 04:57

6 identicon

Þetta var sannkallaður gleðidagur :) Það kemur smá bjartsýni aftur og sérstaklega þar sem að þessi stjórn verður sennilega ekki kosin aftur.

Árný Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband