Er ESB aðeins - Evrópskt Sæluríki Brussel?

Á BBC í dag er grein sem birtist undir "Features" eftir Matthew Price.  Sá er fréttaritari stöðvarinnar í Belgíu.  Valdir útdrættir úr greininni hljóða svo, lauslega þýddir af undirritaðri:

"Loksins nær Tania Godefroot fremst í röðina.  Lítri af mjólk, skaffaður af EU til þess að hjálpa fátækum, fer í pokann hennar.  Hún tekur nokkur egg, svolítið af öðrum vörum.  Ekki mikið en það munar um allt þessa dagana."

"Tania sér engin merki þess að ástandið sé að lagast:  "Það er minna af mat í boði vegna þess að sífellt fleira fólk leitar aðstoðar hér hjá matarbankanum." "

"Matarbankinn (The Food Bank) sem Tania leitar til er í borginni Ghent í N-Belgíu á Flanders svæðinu."

Þess má geta, sem líka kemur fram í greininni, að Tania er í fullu starfi, en er einstæð móðir og endar ná ekki saman.

Svona er ástandið í Belgíu, ekki fjarri aðsetri elítunnar í Brussel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góð fyrirsögn :-)

Ágúst H Bjarnason, 26.1.2013 kl. 00:45

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir, Ágúst 

Kolbrún Hilmars, 27.1.2013 kl. 16:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já skrýtið! er þetta öll dýrðin sem við getum ekki beðið eftir að komast í?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2013 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband