Gjá hefur myndast milli þings og þjóðar

sagði sjálfur forsetinn fyrir fimm árum þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin.

Margir bíða í ofvæni eftir þeirri víðáttu-samlíkingu sem hinn sami forseti mætti nota á mánudaginn kemur þegar Icesavesamningurinn verður lagður á forsetapúltið honum til undirskriftar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held nú að gjáin sé öllu stærri og breiðari nú og já það verður fróðlegt að sjá hvað kallinn gerir.

(IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 19:21

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Blessuð vinkona. Gjáin fyrrnefnda er eiginlega bara smásprunga miðað við þetta mál.

En sjáum til hvort forsetinn okkar notar ekki helgina til þess að rifja upp jarðfræðina sína...

Kolbrún Hilmars, 28.8.2009 kl. 21:14

3 identicon

Við skulum rétt vona að hann geri það

 Vildi að þú værir komin hér með mér í rauðan opal fljótandi

(IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Grand Canyon USA er sagt á við músarholu miðað við glúfrin á Mars - einhver mætti senda forsetanum myndir frá öllu sólkerfinu líka - rétt svona til þess að hann hafi tiltækan almennilegan samanburð við "gjána"

Rauður ópall - haha 

Kolbrún Hilmars, 28.8.2009 kl. 21:58

5 identicon

Sé á blogginu að sumir trúa því að hann neiti að skrifa undir, ég þori ekki að gera mér slíkar vonir, maður er búin að verða svo oft fyrir vonbrigðum

(IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 22:07

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er sannfærð um að forsetinn neitar að skrifa undir.  Það eina sem ég bíð spennt eftir að heyra er einmitt það sem ég hef verið að bögga aðra bloggara með; hvaða jarðfræðilega samanburð mun hann nota - í þetta sinn -  til þess að rökstyðja neitunina! 

Kolbrún Hilmars, 28.8.2009 kl. 22:30

7 identicon

Mikil er trú þín vinkona

(IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:35

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jamm, bjartsýnin ætlar mig lifandi að drepa...

Kolbrún Hilmars, 29.8.2009 kl. 00:01

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Forsetinn kvittar alla vega ekki upp á þetta með vinstri hendi og ber þá væntanlega fyrir sig að hann hafi litla stjórn á þeirri hægri.....!

Ómar Bjarki Smárason, 29.8.2009 kl. 01:09

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Ómar, þarna kemur þú með alveg nýjan vinkil; skyldi forsetinn vera örvhentur? 

Kolbrún Hilmars, 29.8.2009 kl. 01:29

11 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er spurning, því hann virðist alltaf bera fyrir sig vinsti öxlina þegar hann fellur af hestbaki..... það liti nú í sjálfu sér betur út fyrir vinstri sinnaðan mann að vera brothættari hægra megin.....

Ómar Bjarki Smárason, 29.8.2009 kl. 01:37

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hmmm, örvhentur forseti með brotna vinstri öxl skrifar væntanlega ekki undir neitt næstu 2-3 vikurnar.  Einhver hrossabóndinn vildi svo kannski bjóða honum í úreiðartúr daginn sem hann losnar við gifsið - já, ég sé þarna góða möguleika á að tefja undirskriftamálið...

Kolbrún Hilmars, 29.8.2009 kl. 01:49

13 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Við búum nú í lýðræðisríki (reyndar spurning hvort það lýsir því ekki betur að skrifa það með einföldu....), þannig að ef stjórnvöld halda að forsetinn verði óþjáll má alltaf senda hann í opinbera heimsókn til útlanda og þá kemur það væntanlega í hlut þríeykisins að skrifa undir lögin fyrir hönd forsetans..... Við höfum einfaldar lausnir á öllu, Kolbrún.....

Ómar Bjarki Smárason, 29.8.2009 kl. 11:13

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrædd um að þetta dugi ekki Ómar.  Ég sé allavega ekki Jóhönnu og Ástu R neita og veit ekki um Hæstaréttarforseta - hvernig ætli reglurnar séu annars?  Þarf þríeykið allt að vera sammála  eða ræður meirihluti þess?

Kolbrún Hilmars, 30.8.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband