16.3.2009 | 18:41
Vonin mín hefur marga fýluför farið
sagði skáldið. Ég get ekki annað en tekið undir þau orð, því fyrir um það bil viku síðan lýsti ég ánægju minni með sígandi lukku með hækkun gengisskráningar íslensku krónunnar. En í dag var svartur mánudagur - gengi krónunnar féll um tæp 6%.
Ástæður fyrir fallinu gætu verið þrjár:
Vangaveltur um lækkun stýrivaxta Seðlabankans í vikunni.
Nýkjörin Seðlabankastjórn minnihlutans á þingi.
IMF frestar frekari greiðslum til "stóra lánsins" - gefið er í skyn að sjóðurinn treysti ekki landsstjórninni.
Hver sem ástæðan er; hvort sem allar þessar ástæður séu samvirkandi eða einhver ein sérstök þeirra valdi, þá eru þetta EKKI góðar fréttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég myndi veðja á lækkun krónunar vegna væntinga um stýrivaxtalækkun. Það er mér áhyggjuefni ef ráðist verður of hratt og geyst í lækkunarferlið því afleiðingarnar af mistökum þar geta verið skelfilegar.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2009 kl. 09:20
Ég get nú ekki sagt að 0,5% lækkunn sé að fara hratt í hlutin.
(IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:21
Það er sagt að þrýst sé á Jóhönnu að lækka stýrivextina um allt að 8% í fyrstu atrennu í stað 0,5% lækkunar. Óvissan um hvað verður veikir gengisskráninguna.
Las annars smágrein í Fréttablaðinu í morgun, þar sem skuldinni er "að hluta" skellt á útgreiðslu erlendra skuldbindinga - en það var nú líka sagt í síðustu viku þegar krónan tók smádýfu.
Kolbrún Hilmars, 17.3.2009 kl. 09:42
0,5% lækkun er kannski tímabær, og kannski væri betra að bíða í mánuð, ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það. En það að lækka stýrivextina strax niður í 12%, 8% eða 5% eins og sumir eru að slá um sig myndi hafa alvarlegar afleiðingar. Mjög líklegt væri að gengi krónunar veiktist töluvert við slíkar tilfæringar með þeim afleiðingum að greiðslubyrði erlendra lána myndi aukast og innfluttar vöur hækka sem aftur skilaði sér svo í hærri verðbólgu og verðbólguþrýsting og svo framvegis...
Jú Kolbrún, var ekki talað um það að þetta væru vaxtatekjur erlendra handhafa krónubréfa? Nú mega þeir flytja vaxtatekjur úr landi.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2009 kl. 09:49
Það er rétt hjá þér, Axel, þessar greiðslur fara úr landi og verður því skipt í erlendan gjaldmiðil. En þessar tilfærslur voru fyrirsjáanlegar og ættu ekki að valda gengishruni núna.
Ég er sammála þér með að stórfelld lækkun stýrivaxtanna í einni aðgerð er varhugaverð, einmitt af þeim ástæðum sem þú nefnir.
Kolbrún Hilmars, 17.3.2009 kl. 10:20
Þetta er allt gert svo flókið að ég held að rétt sé að nota aðferð sonarins en hann spurði hvort ekki væri bara einfaldast að núllstilla allt helvítis batterýið
(IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.