13.3.2009 | 17:21
Útópía - draumalandið - ESB?
Þrátt fyrir fjármálahrunið og afleiðingar þess fyrir íslenskan almenning sýnist mér að ESB aðild muni verða kosningamálið í næsta mánuði.
Þeir sem aðhyllast aðild lofa gulli og grænum skógum og að við fáum að lifa í vellystingum praktuglega eilíflega amen innan ESB. Bara ef við kjósum rétt!
Nú veit ég ekki hvað viðkomandi hafa fyrir sér þarna, en ég sakna þess að veðurfarið sé ekki innifalið í kaupunum. Ég er a.m.k. afar þreytt á því að fá bara 3 almennilega góðviðrisdaga á sumri. Ég vildi fá jafnmarga góða daga og þeir hafa þarna suður frá, eða minnst 90 daga af þeim 180 "líklegu" sem vel viðrar. Sem þýðir auðvitað 87 góðviðrisdagar í viðbót hér á norðurhjara.
Því miður eru litlar líkur á því að mitt draumaland verði suðræn veðurparadís í náinni framtíð. En við gætum hugsanlega bætt okkur það upp með því að skapa hér samfélagsparadís - utan ESB.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2009 kl. 14:40 | Facebook
Athugasemdir
Ertu á fésbókinn ðaddnakjellinginþín af hverju finn ég þig ekki.
En varðandi færslu þína, þá hefur ermin kannski ekki verið nógu löng fyrir öll loforðin sem þegar er búið að lofa, og hafa sennilega ekki talið sér fært að hafa veðurfarið þar innifalið, því taka allir eftir þegar búið er að svíkja.
(IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:23
Fésbók hvað? Ég hef fengið nokkur tilboð um fésbókarvináttu en er svolítið efins varðandi persónuupplýsingarnar þar - sting alltaf tánni nið´r í vatnið áður en ég hoppa útí
Varðandi færsluna mína
: Ég myndi aldrei samþykkja ESB aðild nema veðurfarið væri innifalið í pakkanum...
Kolbrún Hilmars, 13.3.2009 kl. 18:50
Nú er ég ekki sammála, nú skal eggið fara að kenna hænunni
eða þannig sko, þar sem þú átt stóran þátt í því eða sök , eftir því hvernig á það er litið að ég fór að staulast til að lesa í gegnum Lissabon ruglið, en jæja hvað með það þá kemur þetta ekki einu sinni til greina ÞÓ veðurfarið fylgi með, þetta er ekki einu sinni þess virði, og hana nú.
sagði eggið.
(IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:50
Silla mín, það hefur lengi verið deilt um hvort kom á undan; hænan eða eggið
Fyrir mínn part sé ég ekkert aðlaðandi við ESB aðild þegar ekki er jafnframt boðið upp á ljúfara loftslag en yrði hreint ekki hissa ef áróðursmenn bættu því á loforðalistann sinn...
Kolbrún Hilmars, 14.3.2009 kl. 12:03
Nú getum við þó verið sammála, það kæmi mér heldur ekki á óvart svona ef þeir fara í það að reynda lengja ermarnar.
(IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 16:45
Mundu svo bara að kjósa L-listann!
Kolbrún Hilmars, 14.3.2009 kl. 16:56
Stend alltaf við það sem ég lofa, ég sagði á blogginu í haust að mig minnir að ég mundi kjósa þann lista sem fyrst gæfi út að ekki kæmi til greina að ganga í ESB, nú er sá listi komin fram og engin hefur jafnað það ennþá allavega
(IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.