Skrýtið reikningsdæmi

Ef að meðaltali fóru 548 bílar hvern sólarhring á síðasta ári um göngin, þá er útreikningurinn einfaldur; 548 bílar x 365 sólarhringar = 200.020 bílar.

Samt segir í fréttinni að bílarnir hafi verið "nærri" 400.000. Ekki batnar dæmið þegar fullyrt er að heil milljón manns hafi verið um borð í bílunum.

Það segir að í hverjum bíl (miðað við 200.020 bíla) og í hverri ferð bílsins hafi verið að jafnaði 5 farþegar. Afar ótrúverðug ágiskun - svona miðað við reynsluna annars staðar.


mbl.is Hálf milljón um Héðinsfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Tæplega 400 þús bílar fóru fram og til baka um göngin á síðasta ári, það samsvarar því að rúmlega 1milljón manns hafi farið um göngin, fram og til baka“ (http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/2800).

Jón Óðinn Reynisson (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 19:53

2 identicon

Hvað það er nú fallegt að sjá hversu margir nota sér þessa "ALFARARLEIÐ"

Skiptir engvu máli hvernig það er reiknað, eigum við ekki bara að segja að það var rúta með 40 manns, sem fór í hvert skipti í gegnum göngin. Þá lítur þetta miklu betur út "Jón Óðinn Reynsson"

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 20:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er trix hjá stjórnvöldum til að réttlæta Vaðlaheiðargöngin.  Það þarf að gera eitthvað átak í fréttum til að fólk samþykki að fara í þau.  Eftir því sem mér skilst er samt líklegt að allavega yfir sumartíman fari fólk heldur venjulega leið sökum fegurðar landsins og góðs vegar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2012 kl. 12:45

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vegagerðin hefur lagfært tölurnar sínar:

Athugasemd sett inn 14. janúar:

Nú hefur uppgötvast að villa hefur slæðst inn í útreikninga Vegagerðarinnar sem veldur því að skilja má frétt um Héðinsfjarðargöng á þá leið að ein milljón manna hafi farið um göngin.. Hið rétta er að göngin eru tvenn en reiknast sem ein því var umferðin óvart lögð saman fyrir bæði göng, í útreikningum Vegagerðarinnar um fjölda bíla. Hið rétta er að það fóru um 500þús manns í gegnum bæði göngin og 200 þús. bílar. Þessu hafa sjálfsagt talnaglöggir menn tekið eftir sé horft til meðalumferðina á dag þ.e. 548 (bílar/sólarhring) margfaldaðir með 365 dögum gefur rétt rúmar 200þús bíla. Þetta á einnig við um umferðina í júlí, þ.e. hún var þá tæpir 35 þús. bílar en ekki um 70 eins og sagt var frá í fréttinni. Allar hlutfallstölur og aðrar upplýsingar standa þó óbreyttar í fréttinni.


Um leið og þessu er komið á framfæri biðst Vegagerðin innilega afsökunar á þessari leiðu villu.

Það er hið besta mál, því eflaust hefðu hinar röngu tölur verið notaðar í áróðursskyni.

Ekki það að gjarnan mættu vera göng í gegnum öll fjöll á landinu ef menn vissu ekki hvað þeir ættu að gera við alla þessa afgangspeninga.

Tek undir með þér, Ásthildur, fólk í sumarfríi vill einmitt njóta landslagsins.

Sjálf hef ég einu sinni farið um St.Bernhard göngin milli Ítalíu og Sviss, 13 km löng. Hef alltaf saknað þess að hafa misst af útsýninu hátt uppi í Alpafjöllunum, en þar er líka hægt að velja gamla veginn yfir fjöllin.   

Kolbrún Hilmars, 15.1.2012 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband