Brjóstapúðamál

eru efst á baugi þessa dagana.  Sýnist sitt hverjum um hvort ríkissjóður eigi að kosta fjarlægingu þeirra gölluðu.  Sumir virðast ganga út frá því að stór hluti púðanna hafi verið settir upp eftir brjóstakrabbamein og/eða að sjúkratryggingar nái yfir alla púðana.

Nú hef ég engar tölulegar upplýsingar um hvernig þessar "púðaaðgerðir" eru tilkomnar; af nauðsyn eða fagurfræði.   En þar sem mér er málið svolítið skylt þá þætti mér fróðlegt að sjá raunverulegar tölur í því efni.

Miðað við það sem ég þó veit um brjóstaaðgerðir vegna krabbameins þá eru flestar þær konur sem ég þekki sem hafa valið brjóstauppbyggingu úr eigin líkamsvefjum.  Hinar eru fleiri sem hafa valið að fá sílikonpúða í brjóstahaldarann.  Ég er ein af þeim, en af áratugs reynslu myndi ég aldrei gangast undir aðgerð til þess að setja púðann undir húðina.  Það þarf nefnilega að skipta um þessa "utanborðspúða" í brjóstahaldarann á eins eða tveggja ára fresti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð spurning. Eftir því sem ég best veit fara aðgerðir vegna brjóstakrabbameins fram á sjúkrahúsum (Lsh?). Björn Zöega lét hafa eftir sér að þessir púðar hefðu ekki verið notaðir á skurðstofum spítalans. Af því dreg ég þá ályktun að ísetning PIP-púðanna hafi verið fegrunaraðgerð.

Ég tel ekki óeðlilegt að ríkið greiði fyrir skimun á púðunum svo verkið gangi fljótt fyrir sig, en með þeim fyrirvörum að innflytjandin og/eða framleiðandinn beri endanlegan kostnað.

Ragnhildur Kolka, 12.1.2012 kl. 10:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Framleiðandinn er víst flúinn eitthvert svo ekki verður um að ræða að hann borgi neitt, en hann gæti hafa sett tryggingar.  Tek undir að ég skil vel að ríkið komi hér inn með skimun og skipti út þeim púðum sem leka.  Aumingja konurnar sem hafa lent í þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 14:05

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innleggin, Ragnhildur og Ásthildur.   Já, þetta er í rauninni hið mesta vandræðamál.  Látum vera þótt ríkið slái til og kosti líka aðgerðir til þess að fjarlægja alla  púðana - en hvernig haldið þið að konurnar (440?) líti út á eftir? 

Varla er hægt að ætlast til þess að ríkissjóður kosti nýja púða ásamt innsetningarkostnaði  - við sem fáum ekki einu sinni niðurgreiðslur af tannviðgerðum sem eru þó ennþá meira útlitsmál en brjóstaumfangið

Kolbrún Hilmars, 12.1.2012 kl. 14:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli þær verði ekki bara að fara að þjálfa sig til að fá fyllinguna aftur.  Ég man þegar ég átti fyrsta barnið mitt og eftir brjóstagjöf voru þau eins og spæld egg um tíma, svo fylltust þau bara aftur og eru enn í góðu ástandi.  Nota aldrei brjóstahaldara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 15:36

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, þú ert þó heppin með það - að ekki sé nú talað um hið opinbera

Það sem mér mislíkar svolítið samt við þessa umræðu er sjálfsábyrgð einstaklingsins ef slys verða.  Brjóstapúðakonur, tóbaksneytendur, alkar, fitubollur og "what-not" eiga samkvæmt umræðunni að greiða eigin  sjúkrakostnað.  Þrátt fyrir að flestir greiða sinn skatt til sjúkratrygginga - og jafnvel ofurskatta vegna neyslunnar.

Hvenær kemur að manninum sem fer broddalaus út á gangstéttarsvellið, þrátt fyrir viðvaranir?  Á hann að kosta fótbrotið sitt vegna áhættuhegðunar?

Ég held að fólk þurfi aðeins að staldra við og hugsa málið.

Kolbrún Hilmars, 12.1.2012 kl. 16:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já Kolbrún þetta eru réttmætar pælingar hjá þér.  Hvar á að byrja og hvar á að enda, hvenær eigum við að fá aðstoð og hvenær ekki. Þetta er og verður alltaf spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 17:17

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nákvæmlega, það er nú spurningin. Ef við viljum halda okkar "norræna" velferðarkerfi með tilheyrandi skattlagningu, þá eiga ALLIR sem leggja til þess að fá sömu fyrirgreiðslu þegar um slys eða óhöpp er að ræða. Hverju nafni sem nefnist.

Ef ekki; þá getum við bara tekið upp ameríska kerfið - þar sem hver og einn kaupir sína sjúkra- og slysatryggingu í prívatkerfi. En þá á lika að fella niður skattlagningu almannakerfisins á móti.

Kolbrún Hilmars, 12.1.2012 kl. 18:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega.  Við erum á hraðferð þangað með þessari norrænu velferðarstjórn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 18:13

9 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eg hef ekki notad svona puda-en veit um konur sem gera  tad- virdast duga nokkud morg ar - tad er margt sem flutt er inn sem er ekki gott fyrir heilsuna - eftirlit virdist vera eins her og annad- ekkert !

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.1.2012 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband