Margir halda að tíminn hreyfist eftir línulegri forskrift.

En það er ekki rétt - það erum VIÐ sem hreyfumst en ekki tíminn.  Hversu margir hafa ekki fundið fyrir þeirri tilfinningu að eitthvað atvik sem þá hendir hafi gerst áður? 

Ég held að margir listamenn skynji þetta misræmi, ef til vill er það einmitt það sem list þeirra snýst um, hvort sem hún felst í orði eða verki.  Sem dæmi hér nefni ég eitt ágætt ljóðskáld sem var á sínum "hátindi" fyrir um það bil hundrað árum; Sigurð frá Arnarholti.  Auðvitað gæti ég nefnt fleiri jafnágæta listamenn fyrr eða síðar, en Sigurður á orðið í 1sta og síðasta erindi ljóðs síns - Í DAG:

Í dag er ég ríkur - í dag vil ég gefa
demanta, perlur og skínandi gull.
Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa,
unz sál þín er mettuð og barmafull.
Það er ókeypis allt,
og með ánægju falt -
og ekkert að þakka, því gullið er valt!

-------

Í dag er ég gamall - í dag er ég þreyttur,
drúpi nú yfir tæmdum sjóð.
Hvar er nú skap og hnefinn steyttur?
Hvar er nú öll mín forna glóð?
Vertu sæll! Ég er sár,
og mitt silfraða hár
í særokum litaðist hvítt fyrir ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Shakespeare zoomeraði þetta upp í einni setningu: "I wasted time, and now time doth waste me".

Ragnhildur Kolka, 20.5.2009 kl. 19:52

2 identicon

Já ef ekki Einstein hafði rétt fyrir sér eftir allt. Vel til fundið með texta Sigurðar. Spurning hvort ekki fleiri hlutir séu afstæðir. Allavega fær ljóðið hér að ofan svolitla aðra merkingu ef maður þvingar sig til að leggja aðra merkingu en hreina peninga í ríkidæmið sem Sigurður yrkir hér um. Krónólógískt gæti gætu þá erindin hér að ofan verið í annari röð. Hver segir ekki að við séum ríkari í dag enn við vorum í gær?

Thor Svensson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir athugasemdirnar Ragnhildur og Thor.  Mér finnst gaman að pæla í þessum hlutum þótt mig skorti fræðilega þekkingu á eðlisfræðinni. 

Málsins vegna ruglum við yfirleitt saman tveim hugtökum; tímanum og klukkunni.  Samt spyrjum við hvað klukkan sé en ekki hvað tíminn sé.  Klukkuganginn skiljum við vel því hann mælir hvað er að gerast hjá okkur miðað við sólarganginn  en tíminn sjálfur er utan við okkar hefðbundnu skynjun. 

Annað dæmi um huglæga tímaskynjun listamanns er Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar þar sem hann kveður til almættisins:  "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár / og þúsund ár dagur, ei meir".  Ég dreg í efa að Matthías hafi verið að hugsa um afstæðiskenningu Einsteins á þeirri skáldastundu. 

Síðan eru líka athyglisverðir rithöfundar sem skrifa skáldsögur um tæknifyrirbæri löngu áður en þau eru "uppgötvuð";  t.d.  kafbátar J.Verne og tunglför H.G.Wells. ? 

Kolbrún Hilmars, 21.5.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband