Léleg mótmælamæting á Austurvelli.

Þar reyndist fámennara en væntingar stóðu til þegar Icesave samningnum var mótmælt í dag.  Það mætti ætla að landsmenn almennt sætti sig við að taka á sig þær fáránlegu fjárhagsbyrðar sem í þessum kexruglaða samningi felst.  

Þið um það gott fólk!  Nokkur okkar hinna mættu þó allavega til þess að mótmæla með nærveru okkar.  En máttur fámennisins er veikur og okkar mótmælastaða mun ekki bjarga okkur sjálfum, hvað þá ykkur hinum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Því miður er þetta á þeim tíma sem að flestir eru enn að vinnaog það er eitthvað sem að menn og konur halda í í dag. 'a morgun er vinstri sinnaður hópur buin að boða mótmæli það verður athyglisvert að sjá hvort að þar koma fleiri.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.7.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Aðalsteinn, ég ætla rétt að vona að þátttakan verði betri á morgun.  En það verður ekki það sama; tómt þinghús því þingmenn eru nú allir komnir í "heyskap". 

Ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum í dag með þátttökuna; þetta var síðasti dagur þingsins fyrir vikufríið, sem ætlað er m.a. til íhugunar fyrir Icesamninginn. 

Kolbrún Hilmars, 24.7.2009 kl. 20:22

3 identicon

Minnstu ekki á vonbrigðin ég er að hugsa um að drekkja sorgum mínum yfir íslensku þjóðinn í fyrsta sinn á ævinni og að sjálfsögðu með íslenskum bjór KALDA eini bjórinn sem ég hef fundið að er drekkandi, annars er þetta allt helv... vont en ég ætla að láta mig hafa það. Held það sé eitt flug eftir í kvöld, ertu með????

(IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 20:33

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvort ég væri til, en hálftími er of stuttur fyrirvari jafnvel fyrir flækinga eins og mig.  Á morgun kannski... 

Kolbrún Hilmars, 24.7.2009 kl. 20:56

5 identicon

hahahaha síjú

(IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 21:34

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Á leiðinni heimmí gær fór ég að efast um trú mína á íslenskri þjóð.  Þótt mótmælin hafi byrjað á vinnutíma þá kom enginn eftir klukkan fimm, en umferðin austur yfir Hellisheiði var mikil.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.7.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband