Frábær árangur náðist gegn hnatthlýnun í Köben.

Strax daginn eftir ráðstefnulokin eru helstu fréttir þessar:

Síberíukuldi í Evrópu, allt suður til Spánar
Óveður í USA allt suður að 40 breiddargráðu; kuldamet slegin í DC og nágrenni
Fótboltavellir í Suður Englandi ýmist frosnir eða á kafi í snjó
Farþegalestir stöðvast í Chunnel vegna hitastigsmunar innan og utan ganganna
Óveður og kuldi á Íslandi, banaslys vegna ísingar
Kuldahæð yfir Grænlandi bjargar íshellunni frá bráðnun

Hver vill halda því fram að þetta sé tilviljun...?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú gerist háðið æði napurt

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.12.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Satt er það Heimir og ég veit hvað þú átt við þarna.  En ég ætla að láta það standa, einfaldlega vegna allra þeirra mannslífa sem við höfum tapað gegnum aldirnar fyrir kulda og harðæris af hans völdum. 

Kolbrún Hilmars, 19.12.2009 kl. 16:46

3 identicon

(IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:49

4 identicon

Langar að benda á góða kvikmynd um öfgarnar í veðurfari, en hún heitir The Day after Tomorrow. Hún er mjög öfgakennd varðandi hvað breytingarnar gerast á stuttum tíma en hugsunin á bakvið söguna er raunsæ...  þ.e.a.s. hvernig breytingarnar verða. 

Umgjörð ráðstefnunnar er einnig jafn öfgamikil og umrædd mynd. Enda eru allir leiðtogar og fulltrúar landanna fluttir í eyðslumiklum biðfreiðum og einkaþotum...  og hvað ætli fari mikið pappírsmagn til spillis og mikið af náttúrulegum verðmætum í þokkabót sem mætti sparast ef nútíma og sparsamari tækni væri einfaldlega nýtt í þetta, þ.e.a.s. síma- og netsamband.

Viskan (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 02:47

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitin Silla og Viska.  Eins og ég sagði í fyrra bloggi væri  þessi "global-warming" ráðstefna öll hin skemmtilegasta  - ef ekki væru mannslíf í húfi.

Nú þegar frostið nær allt að 20 gráðum í Evrópu og víðar - sem er afburða árangur gegn hnatthlýnun - munu menn þurfa að kynda kolaverin á fullu til þess að forða fólki frá því að krókna í hel í rúmum sínum.   Með þeim afleiðingum að stórauka þarf mengun til bjargar mannslífum.  Já, það er vandlifað...

Kolbrún Hilmars, 20.12.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Viska, sóunarkvótanum var ekki bara eytt í ráðstefnugesti - ef ég man rétt þá mættu einhverjir mótmælendur á svo mengandi farartæki að það var tekið úr umferð...

Kolbrún Hilmars, 20.12.2009 kl. 15:27

7 identicon

Talandi um mótmælendur, það hlægilegasta sem ég hef heyrt eru Greenpeace samtökin, en þau hafa einmitt mótmælt með hinum mengunarmestu faratækjum sem hægt er að hugsa sér. Með gömlum og úr sér gengnum skipum gagnvart hvalveiðum víðsvegar á hnettinum og eru þess vegna að "dreifa" mengun um alla jarðir og höf, og þ.a.l. drepa lífríkið á þeim svæðum sem þau sigla um en segjast samt vera "björgunaraðilar" um lífið í sjónum... er hægt að ímynda sér meiri þversögn...

Viskan (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 11:04

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Góð. Gleðilega jólahátíð nafna. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.12.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband