Hér er sitthvað athugavert.

Í fyrsta lagi sú ásökun að eignalánafyrirtækin hafi lánað fólki án þess að kanna greiðslugetu þess.
Ég hef alltaf skilið það svo að ef fólk reyndist ekki geta greitt þá stæði veðið (bíllinn sjálfur) fyrir sínu. Jafnframt að þótt "greiðslugetan" hefði verið könnuð, þá hefði sá útreikningur farið fyrir lítið eftir 100% hrun krónunnar.

Í öðru lagi að bílalán verði aðlöguð að verðmæti bifreiða - þá væntanlega sölugengi.
Hvernig í ósköpunum má það vera hægt án þess að kanna endursöluverð hverrar fyrir sig - og það á dauðum bílamarkaði?

Í þriðja lagi að ekki sé ástæða til þess að óttast lögsókn.
Ég efast um að þetta sé rétt fullyrðing og tel að það sé bara spurning um hvern Deutsche Bank (sem dæmi) mun lögsækja; yrði það að lokum aðeins enn einn óútfyllti tékkinn ríkissjóðs?

Ef félagsmálaráðherrann hefði sagt að ríkisstjórnin myndi færa niður íslenska gengið sérstaklega fyrir afborganir af gengislánunum, þá liti tillagan strax betur út. Með því móti gætu allir greitt lánin sín á þann hátt sem til var stofnað og hinn erlendi lánveitandi fengi sitt óskert til baka.

Væri ekki skárra að hengja þannig strax gengistapið á ríkissjóð og spara þjóðinni enn ein innheimtuleiðindin að utan?


mbl.is Óttast ekki lögsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Það er betra að ríkið skipti sér ekki að þessu því að það getur verið mjög dýrt ef þetta fífl hefur rangt fyrir sér með lögsóknina.

Það ætti frekar að færa verðtryggingun til ársbyrjunar 2008 á húsnæðislánum svo að allmenningur tapi ekki sparniðinum sínum en það er víst allt í lagi svo lengi sem þeir sem ekki eiga peninga í banka tapi.

Hannes, 14.3.2010 kl. 16:02

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Hannes, "long-time-no-see"

Verðtryggingin er stórt vandamál og að því mér skilst eru lífeyrissjóðirnir helsta fyrirstaðan fyrir því að hún verði leiðrétt.  Þeir eru helstu fjármagnseigendur í landinu og eru báðum megin við borðið að því leytinu til að önnur höndin gætir hagsmuna sama fólks og hin höndin arðrænir.

Ég trúi því ekki að nokkur maður falli fyrir þessu útspili félagsmálaráðherrans.  Einhver þarf að borga brúsann, og mér finnst eðlilegra að ríkiskassinn (sem á næga aura ef ESB er annars vegar) borgi en evrópskir bankar.

Kolbrún Hilmars, 14.3.2010 kl. 16:27

3 identicon

Það sem mér finnst athugavert við þetta úrspil hæstvirts ráðherra er að þarna er um enn eina mismunina að ræða. Enn og aftur er þeim reddað sem tóku lán fyrir neyslu. Ég vil fá að vita hvað á að gera fyrir þá sem söfnuðu fyrir hlutunum áður en þeir voru keyptir og eru nú að byrja missa tökin á tilverunni með hækkandi verðlagi, minnkandi launum eða engin í sumum tilfellum, áttu lítinn sem engan varasjóð en eru nú komin í greiðsluþrot af húsnæði sínu sem þó er kannski enn 20-30% eignarhlutur í en var kannski áður 40-50%  og eiga því ekki rétt á neinni niðurfellingu og eignin óseljanleg.

(IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 21:45

4 Smámynd: Hannes

Kólbrún. Hún er óvinur númer eitt og á henni þarf að taka fyrst því að hagsmuninir eru mun meiri þar en í bílalánunum.

Þetta er bara vængefið fífl eins og allir aðrir þingmenn sem hugsa bara um allmenningsálitið og eigið rassgat.

Lán á að setja í 3flokka.

Í 1 flokk eru húsnæðislánin. Þau á að færa niður eins og þarf þó að það komi illa við bankana.

í 2 flokk bílalán og þá þegar hóflegur bíll hefur verið keyptur á hóflegu láni.

í 3 flokk. lán fyrir sjóvörpumlúxusbílum eða önnur neyslulán og óðarfa lán t.d. fyrir hlutabréfum. Þessi lán á fólk að bera sjálft enda getur fólk sleppt því að kaupa sjónvarp en einhvers staðar þarf maður að búa.

Hannes, 14.3.2010 kl. 22:52

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innleggin, Silla og Hannes.
Þær  niðurfellingartillögur sem þegar hafa verið viðraðar mismuna allar fólki, alveg sama hvernig farið er að.  Ef um fullkomið réttlæti væri að ræða gagnvart lánþegum þyrfti að bakfæra öll lán miðað við vísitölu og gengi í mars 2008, en það var þá sem ballið byrjaði fyrst fyrir alvöru.  Ég hef samt engar tölur séð um hvað sú aðgerð myndi kosta, eða hugmyndir um hver gæti staðið undir þeirri aðgerð.  

Það er þó ljós punktur hvað varðar fasteignaverðið; "what goes down must come up" (svo ég svindli svolítið á orðatiltækinu :) )  Fasteignaverð mun nefnilega stíga aftur þegar eftirspurnarstíflan brestur, en hvort það nær hæstu "bóluhæðum" er óvíst.  Þeir sem skulda gengistryggð húsnæðislán verða samt "dauðir" áður en að því kemur.

Sennilega verður miklu erfiðara að leysa lána/skuldamál heimilanna en nokkurn tíma ríkisfjármálin - þótt slæm séu. 

Kolbrún Hilmars, 15.3.2010 kl. 17:55

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS:  Það þarf engan að undra að skjaldborgarloforð ríkisstjórnarinnar láti á sér standa. Hafi einhver einhvern tíma lofað upp í ermina sína þá var það einmitt þá!

Kolbrún Hilmars, 15.3.2010 kl. 19:42

7 identicon

Ég hef nú svo sem ekki farið fram á hið fullkomna réttlæti, svo stíf er ég nú ekki á meiningunni, en einu sinni hefði ég viljað sjá réttlætið ganga í þá áttina að þeir sem kunnu sér hóf og eyddu ekki um efni fram, ( lögðu fyrir áður en til kaupa kom og tóku þar af leiðandi ekki 100% lán) að þessu fólki væri ekki refsað sí og æ.

Svona var þetta þegar loðdýrabændum var "bjargað" þá var þeim rétt reipið sem höfðu fjárfest langt umfram getu og stærð búa, en við hin sem virkilega unnu vinnuna okkar  fengum ekki neitt. Ég hefði auðvitað átt að læra af reynslunni þá en ég var svo barnaleg að trúa að það hefðu verið einstök mistök sem menn mundu læra af og ekki endurtaka.

Þessi ríkisstjórn er ekki bara að endurtaka það heldur margendurtaka gjörninginn aftur og aftur og snýr svo hnífnum í sárinu lika svona sem bónus til handa okkur sem höfum alltaf sýnt ráðdeild.   Ég er satt best að segja orðin verulega reið vegna þessa,  því það er klárt mál að margir  þeir sem eru "verst" settir núna eiga ekki skilið neitt annað  en  að missa allt sitt.  Allar gjörðir hafa sínar afleyðingar skildi maður ætla,  en nú er verið að kenna börnum okkar að eftir því sem þú bruðlar og stelur meira frá öðrum því meira ertu metinn af ríkinu og alltaf aðstoð að fá ef þú hagar þér svo. 

Ég neita að trúa því að ekki sé til betri aðferð en það sem talað hefur verið um, það hlýtur að vera hægt með öllu þessu upplýsinga flæði og samkeyrslum á tölvugögnum að  hægt sé að finna þá sem eiga svo sannarlega að fara bara á hausinn, og svo hina  sem sýndu ráðdeild. 

(IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 23:00

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Silla mín, ég sé ekki fyrir mér að tap almennings muni nokkurn tíma bætt. 

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, og er enn, að þeir efnaminni eigi að hafa tækifæri til þess að eignast þak yfir höfuðið með 100% láni.  Margir eru þannig settir að geta ekki safnað fyrir vænni útborgun til íbúðakaupa á meðan þeir þurfa að greiða húsaleigu, hlutfallslega háa miðað við launin.  Myndu samt spjara sig ágætlega með afborganir til 40 ára. Sama má segja um bílakaupin; það er ekkert að því að kaupa bíl á 100% láni ef fólk ræður við afborganirnar.

Það sem gerðist með hruninu var í rauninni að öll skynsamleg greiðsluplön fólks kollsteyptust - alveg sama hvort lán þess voru 100%, 80% eða 50% af upprunalegu kaupverði.  Auðvitað má segja að því sem viðkomandi lögðu fram meira eigið fé þess stærra sé tap eigin fjármuna, en hinir munu tapa jafnmiklu þegar upp er staðið, fólk hleypur ekki svo létt frá skuldbindingunum. 

Vandamálið með niðurfellingar og leiðréttingar fyrir alla jafnt er augljóslega: hver á að borga?  Heildartap almennings er svo gífurlegt að það dygði ekkert annað en heilt kraftaverk til þess að bæta allt tjónið.

Bankarnir dúlla sér við að hygla útrásarliðinu, ríkisstjórnin dúllar sér við að bæta sköttum á alþýðuna.  Ég hef engar skjaldborgartillögur séð sem ekki er einfaldlega millifærsla úr einum vasa alþýðunnar í annan.   Hvað þá einlæg fyrirheit um að ná þeim fjármunum til baka sem stolið hefur verið af þjóðinni.

Kolbrún Hilmars, 16.3.2010 kl. 18:01

9 identicon

Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að eiga kost á 100% húsnæðisláni, og ef skuldin er ekki önnur á auðvitað að aðstoða, en við vitum það báðar að gríðarlega stór hópur fólks tók svo bílalán því til viðbótar eftir að greiðslumat fór fram og því var ekki gert ráð fyrir meiri skuldsetningu en fólk gerði það samt, slíku átti að redda með auka vinnu.  Það voru því margir sem voru skuldsettir langt umfram getu, því um leið og þú átt ekki borð fyrir báru upp á 2-5 mánuði án þess að allt fari í kalda kol eru búin að skuldsetja þig of mikið.

Svo ekki sé minnst á þá sem áttu kannski fullt að peningum fyrir en tóku samt 100% lán og eru svo að fá niðurfellingar núna þó ekki sé nokkur þörf á því fyrir það fólk bara vegna þess að verðbólgan er búin að setja lánið 130% yfir markaðsverð eða meira.  Nei ég veit að ekki verður til hið fullkomna réttlæti en það er til fólk sem hefur það mikið verra í dag, þó það hafi nurlað  árum saman nokkrum krónum til að geta keypt sér íbúð  án þess að skuldsetja sig um og of, þessi hópur fittar hvergi inni í þeim aðgerðum sem nú eru í gangi.  Til er hópur sem er svo merkilega settur að eiga enn kannski 5% í húsi sínu, búið að missa vinnuna en afborganir hækkað um tugi prósenta, þetta fólk sem sýndi örlitla fyrirhyggju í lífi sínu er nú refsað harðlega og gróflega. En miðað við aðgerðir banka og ríkisstjórnar þá mun slíkur hópur ekki verða til í  framtíðinni því engin mun verða svo vitlaus aftur að spila rétt eða reyna gera sitt besta með það sem að það vinnur sér inn.  Að rétta vangann einu sinni og nú tvisvar er mælir sem telst fullur hjá mér í það minnsta, ég læt ekki taka mig í óæðri endann oftar, það er á hreinu.

(IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 22:26

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Seint svara sumir - að vanda ´

Allir húseigendur hafa tapað jafnt á verðhruni húseignanna.  Þar með mestu af eigin fé þeir sem ekkert skulduðu.  Hinir tapa minna af eigin fjárfestingu hlutfallslega eftir því sem áhvílandi skuld er hærri, þeirra tap myndast heldur með skuldinni sjálfri.

Gengistryggðu lánin tóku skellinn strax; verðtryggðu lánin munu ná hinum smátt og smátt eftir því sem gengishrunið kemur meira inn í neysluvísitöluna.  

Nú eru þeir best settir sem ekkert eiga og ekkert skulda! 

Kolbrún Hilmars, 17.3.2010 kl. 16:32

11 identicon

næstum allir hafa tapað jafnt nema þeir sem tóku stöðu gegn krónunni.

En sumir eru rétthærri en aðrir hvað varðar aðstoðina.

(IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 21:38

12 Smámynd: Hannes

Það sem fer mest í taugarnar á mér persónulega er að skítseyðin sem skulda miljarða fá miljarða afskrifað og fá að halfa fyrirtækjunum sínum á meðan allmeningur má rotna í skuldasúpu.

Það var einn auðmaður sem sagði að það væri óábrg meðferð fjármuna að borga skuldir sínar. Hann átti tvö féleg sem fjarfesti annað tapaði en hitt græddi. Hann lét bankann sitja uppi með tapið en fékk gróðan í hinu.

Verstu þjófarnir eru lífeyrissjóðirnir ásamt verkalýðsfélögunum.

Ég veit ekki með ykkur en ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af vopnaðari uppreisn.

Hannes, 17.3.2010 kl. 22:43

13 Smámynd: Jón Óskarsson

Við megum ekki alltaf falla í þá sömu gryfju eins og Sigurlaug hér að framan að þegar einhver úrræði koma að þá sé verið að mismuna aðilum.  Það er sama hvað gert er, vont eða gott, það getur aldrei komið öðru vísi út en misvel á milli aðila.  

Ég vil minna á tvennt sem gert var sem virkilega mismunaði fólki.  Í fyrsta lagi að ríkið dældi inn peningum og það engum smá fjárhæðum (á við gjaldþrot Seðlabankans) til þess að rétta af hrun peningamarkaðssjóða og annarra slíkra peningalegra eigna.  Fyrir því voru engar forsendur og gert í einhverju ógurlegu fljótræði og vanhugsuð aðgerð.    Annað sem mismunar er sú leið að fólk gat árið 2009 tekið út eina milljón og nú árið 2010 1,5 milljónir til viðbótar út úr séreignarlífeyrissjóðnum sínum.  Þetta var vissulega gott fyrir þá verst stöddu því þarna losnaði um fjármuni sem hægt var að nýta til að lifa af í hruninu.  En á móti kom að þar með var líka verið að ganga á framtíðarlífeyrir viðkomandi fólks.  Það sem hinsvegar gerðist (og þar kem ég að mismuninum) var að þeir sem ekkert þurft á þessum peningum að halda, höfðu ennþá góðar tekjur og voru skuldlitlir tóku líka út úr þessum sjóðum og nýttu sjálfsagt í neyslumynstur  ársins 2007.

Það er því þannig að alltaf verður mismunur á því hvernig úrræði koma út fyrir fólk.  Fólk sem haft hefur aðhald og ráðdeild í sínum fjármálum frá unga aldri er alltaf í betri stöðu en aðrir, en það fólk má heldur ekki öskra og æpa sí og æ þegar rétta á hjálparhönd til þeirra sem sjá ekki til sólar fyrir skuldum.

Hannes: Við höfum svipað álit á félagsmálaráðherra sem ég nefni reyndar "and-félagsmálaráðherra".   Á bílalánunum þarf hins vegar að taka eins og öðrum lánum.  Það er þannig að grundvallaratriði er að hafa þak yfir höfuðið en við búum í það strjálbýlu landi og með lélegar almenningssamgöngur að óhjákvæmilegt er að eiga bíl til afnota fyrir hvern fullorðinn mann á vinnumarkaði.   Það er hins vegar mikill munar á því hvort fólk var að kaupa sér Skóda fólksbíl eða Porsche jeppa.   Fjöldi fólks keypti á árunum 2005-2008 bíla sem kostuðu á bilinu 1,5 til 3 milljónir og slíkt verð getur varla talist lúxusbílaverð.   Einstaklingar höfðu í mörgum tilfellum ekki það lausafé sem þurfti til að staðgreiða þessar bifreiðar og tók bílalán (ótal tegundir þar á ferð) við kaup á bílunum og það sem ekki er minna algengt var að fólk yfirtók lán sem þá þegar voru búin að vera áhvílandi á bifreiðinni um einhvern tíma.   Á árinu 2008 varð hrun gjaldmiðilsins gagnvart öðrum myntum, verðbólga óð af stað og síðan kom bankahrunið og atvinnuleysi ofan í allt þetta.   Afleiðingin varð sú að lán á ofangreinda bíla fóru upp í 3 til 8 milljónir.

Þessu fólki þarf að koma til bjargar og það átti að gera strax við hrun.  Það var hægt að gera þá strax með einfaldri lagasetningu sem hefði fært öll vísitölutryggð lán aftur til ákveðins mánaðar og þágildandi vísitala verið látin ráða ferð og gengistryggð lán verið fest við ákveðið gengi og/eða upphafsgengi ef það kom til síðar.

Það sem hefur gerst er að fólk er búið að greiða óhugnanlegar fjárhæðir í afborganir, verðbætur, gengismun og vexti og flestir hafa reynt að halda í bíla og íbúðir sem lengst.  Gengið hefur verið hart fram í innheimtu bílaskulda og bílar teknir miskunnarlaust af fólki, verðmetnir niður úr gólfinu, búinn til himinhár viðgerðarkostnaðarreikningur jafnvel á bíla sem voru nýskoðaðir og fullkomnu lagi og fólk látið sitja eftir bíllaust með himinháar skuldir.   Þetta er ekki fólk sem ber ábyrgð á hruninu, þetta er ekki fólk sem var óábyrgt í sínum fjárfestingum.  

Það er alls ekki gefið að þeir sem lent hafa í því að á þeim hafi verið brotið með ólöglegum lánum, harkalegri innheimtu og öðru slíku geti átt nokkra von til þess að fá skaðabætur eða tjón sitt bætt.  Bíllinn er horfinn og kemur ekki aftur, lögfræðikostnaður og annar innheimtukostnaður verður seint endurgreiddur og fari svo að fjármögnunarfyrirtækin fari í þrot þá verður ekki hægt að sækja skaðabætur á einn né neinn, nema kannski félagsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi sem og viðskiptaráðherra núverandi og fyrrverandi sem reynt hafa fram að þessu að tala máli fjármagnseigenda og lánveitenda en ekki viljað setja sig inn í né skilja vanda skuldara.

Það er auðvitað ekki réttlæti í því að ætla að eyða miklum fjármunum í að bjarga þeim sem keypti "Gameover" bíla en aðgerð sem ég nefndi hér að framan hefði komið í veg fyrir að flest venjuleg heimili hefðu lent í vandræðum út af bílum.  Þeir sem aftur keyptu dýru bílana hefðu hvort sem er lent í vandræðum með þá vegna fallandi launatekna og hárra afborgana sem höfðu verið þannig frá byrjun (sumir keyptu bíla árið 2007 og borguðu 250-300þúsund á mánuði í afborganir).   Þeim hópi hefði ekki þurft að bjarga neitt frekar með aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins.

En nú þegar loks á að fara að taka á þessum málum þá eru þau komin í algjöra vitleysu og aðstæður virkilega orðnar mismunandi - sumir ennþá með bílana en búnir með allt sparifé til þess að reyna að hanga á því að greiða og margbúnir að skuldbreyta, aðrir hafa misst bílana og sitja upp með kröfur og eru við það að missa aðrar eignir vegna innheimtuaðgerða út af litlum nettum fjölskyldubílum.

Það er hinn ískaldi veruleiki.

Jón Óskarsson, 18.3.2010 kl. 10:44

14 identicon

Við megum ekki alltaf falla í þá sömu gryfju eins og Sigurlaug hér að framan að þegar einhver úrræði koma að þá sé verið að mismuna aðilum.  Það er sama hvað gert er, vont eða gott, það getur aldrei komið öðru vísi út en misvel á milli aðila.  

Held þú hafir ekki alveg skilið það sem ég var að meina Jón, ég hef ekki fallið í neina gryfju,  en það fer ósakplega í taugarnar á mér þegar alltaf sama hópnum er hjálpað þ.e þeim sem lifðu um efni fram,  til viðbótar þeim sem gerðu sitt besta.

Fólk sem haft hefur aðhald og ráðdeild í sínum fjármálum frá unga aldri er alltaf í betri stöðu en aðrir, en það fólk má heldur ekki öskra og æpa sí og æ þegar rétta á hjálparhönd til þeirra sem sjá ekki til sólar fyrir skuldum.

Ertu þá að meina að við sem sýnum aðhald og ráðdeild eigum bara að brosa og bjóða hina kinnina til þeirra sem aldrei kunna með fé að fara??? Nei þakka þér fyrir, ég tek ekki þátt í slíku lengur, það er einfaldlega komið að örðum en mér. Ég hef ekki lifað mínu lífi í aðhaldssemi til þess eins að þeir sem svíkja og pretta geti haft það áfram hugguleg.  Þeir taka það til sín sem eiga.

Auðvitað er líka verið að aðstoða fleiri sem virkilega þurfa á því að halda og allt gott um það. En ég mun aldrei sætta mig við að þegar um svona björgunnar aðgerðir er um að ræða að ekki sé hægt að vinsa skussanna út úr dæminu með allri þeirri upplýsingatækni sem við höfum yfir að ráða. Það er einfaldlega slæmt fordæmi sem verið er að setja með því og tími til komin að menn láti af slíku en framkvæmi ekki alltaf sömu mistökin aftur og aftur og aftur.

Hitt er svo annað mál að þegar algert hrun er um að ræða,  hvort ekki sé eðlilegra að hafa jafnræðisregluna sem aðal reglu svo ekki sé að koma upp slíkt mismunun.

(IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 11:33

15 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég á nákvæmlega við það Sigurlaug að "jafnræðisreglan" á að ríkja.   Það er sama hvað gert er það kemur öllum annað hvort að einhverju leiti til góða eða veldur öllum skaða (sbr. skattahækkanir undanfarið).

Eftirábjörgunaraðgerðir í stað fyrirbyggjandi aðgerða sem strax var krafist af skynsamlega þenkjandi fólki við hrun og fyrir hrun eru aldrei að skila sama árangri.

Hætta á mismunum er meira í eftirábjörgun en varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir eins og ég nefndi varðandi vísitölu og gengi.

Meginþorri hinna venjulegu íslendinga var "ekki" að lifa um efni fram.  Það að endurnýja heimilisbíl, endurnýja heimilistæki eða kaupa sér fasteign sem hentar fjölskyldustærð er ekki að lifa um efni fram í mínum huga.  

Hjón sem tóku 50% lán fyrir fasteign eru í dag í hugsanlega meiri vandræðum, en önnur hjón sem tóku 100% lán.  Þess vegna er breyting á vísitölu og höfuðstól lána með verðbótum að koma fleiri aðilum til góða. 

Sá hópur sem í mestum vandræðum í dag er sá hópur sem ennþá hefur ekki verið gert neitt fyrir.  Það eru ekki alltaf mestu vandræðin að skuldir séu meiri en eignir.  Það er greiðslugetan sem er vandamál.

Jón Óskarsson, 18.3.2010 kl. 11:56

16 identicon

Get verið sammála þér með jafnræðisregluna en skil þá ekki hvað þú varst að finna að því sem ég var að reyna að segja.  Sýnist við þá að mestu vera sammála. 

(IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 13:58

17 Smámynd: Jón Óskarsson

Dómharkan var svolítið mikil í byrjun Sigurlaug að mínu mati, en eftir því sem þú skrifar meira þá nálgumst við :)  Það hefst ekkert upp úr því að "dómstóll götunnar" taki fólk af lífi án dóms og laga eins og mjög margir gera á blogginu.  Það er nauðsynlegt að tala af yfirvegun og vel athuguðu máli um það sem er í gangi.  Koma með rökstuddar tillögur og ábendingar og láta í ljósi skoðanir sínar en varast að hafa þær of einhliða og of þröngt hugsaðar. 

Við eigum hins vegar síður en svo að taka því sem að okkur er rétt af hálfu stjórnmálamanna þegjandi og hljóðalaus og án athugasemda og okkur ber sem kjósendum að veita þeim aðhald. Og það mikið meira aðhald en þeir hafa áður kynnst.

Jón Óskarsson, 18.3.2010 kl. 16:39

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þið eruð alveg frábær, Jón og Sigurlaug - góð umræða

Lausi endinn liggur hjá þér, Hannes,  þú nefnir uppreisn og því miður hef ég heyrt þetta sjónarmið úr fleiri áttum - þeim virðist sífellt fjölga sem ekki sætta sig við plástraskammta og yfirklór stjórnvalda ofan á bankadekur við fjármálakrimma. 

Við því hef ég aðeins eitt svar; ég vona að ríkisstjórnin hundskist til þess að segja þjóðinni sannleikann - umbúðalaust! 

Kolbrún Hilmars, 18.3.2010 kl. 17:16

19 identicon

það verður alveg sama hve reið ég verð, ofbeldi tek ég ekki þátt í, hvorki til að eyðileggja eigur annara eða beita líkamlegu ofbeldi. Ég gæti hins vegar hugsað mér að gerast hústökukona á alþingi og hafa þetta eins og Flintstone, bera liðið út bara

(IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband