15.1.2011 | 14:54
Hvað kostar ESB pakkinn?
Nú hafa landsmenn haft um það bil eitt og hálft ár til þess að kynna sér djásnin í "gjafa"pakka ESB. Því hlýtur að vera farið að sjást í botninn, en þar hlýtur reikningurinn fyrir pakkann að leynast. Víst er að ekki var sá reikningur efst eða utan á eins og gildir almennt um innflutta pakka.
Þar sem ég hef hingað til hvorki heyrt né séð hvað þjóðin þarf, um aldur og ævi, að greiða fyrir pakkann, er mér nú spurn:
Hvert verður árlegt aðildargjald Íslands til ESB ef af aðild verður?
Hvernig verður það aðildargjald reiknað?
Einhver hlýtur að geta svarað þessum tveimur einföldu spurningum, ekki síst þeir sem þykjast kunna að verðmeta allt annað sem pakkanum viðkemur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.1.2011 | 18:26
Frábær ljósmynd
Svo mega menn tala sig bláa um að sígaretta eða flugeldur hafi kveikt í.
Hver býður betur?
![]() |
Eldhringur í Vatnsmýrinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2011 | 14:33
Dulbúin ósk um þjóðaratkvæðagreiðslu?
Vilji Alþingis á að endurspegla vilja þjóðarinnar, en það er ekki hægt um vik fyrir VG, sem hefur kaupslagað um stefnu sína í stjórnarsáttmálanum. VG er í klípu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB gæti leyst vanda VG.
![]() |
Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2010 | 14:17
Ísland í dag!
Vinkona mín skrifaði á fésbókarsíðu sína í morgun:
"Það var brotist inn hjá mér í nótt. Ég spurði þjófinn að hverju hann væri að leita og hann svaraði "víni og peningum". Svo við fórum bæði að leita..."
Takk fyrir raunsannan brandara, Hrönn
27.12.2010 | 18:32
Mismælin eru stórslys
því skilaboðin sem sænski kóngurinn vildi koma á framfæri munu hverfa í gagnrýninni á útreikninginn - ekki staðreyndina.
![]() |
Svíakóngur reiknaði vitlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2010 | 16:22
Tvískinnungur þingmanna ríður ekki við einteyming
Alþingi hefur sett þau lög að staðgöngumæðrun sé ólögleg. Samt samþykkti Alþingi - í flýti - að veita barni íslenskan ríkisborgararétt sem vegna laganna er fætt af erlendri staðgöngumóður, þar sem staðgöngumæðrun er lögleg.
Vita þingmenn Alþingis hvort þeir eru að koma eða fara?
Að þessu sögðu óska ég hinum nýbökuðu foreldrum til hamingju með soninn!
![]() |
Enn vegabréfslaus á Indlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2010 | 16:05
Athyglisvert
Hafa Skotar ekkert við það að athuga að utan-ESB-ríkið Noregur deili með þeim makrílkvótanum?
Auðvitað vantar alveg allar kvótatölur í þessa frétt, þ.e. hver fær hverju úthlutað úr hvaða heildarkvóta. En það breytir þó ekki þeirri staðreynd að makríllinn er svo aðgangsharður á Íslandsmiðum að hann svo gott sem hoppar upp í fjörusteina.
Svo hirðir hvalurinn sitt - það mætti kannski bjóða Skotum hvalveiðikvóta í sárabætur?
![]() |
Skosk stjórnvöld krefjast aðgerða gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2010 | 13:12
Þar fór það!
Írar samþykktu Lissabon sáttmálann í 2. umferð eftir að þeim voru gefnar tvær undanþágur frá sáttmálanum. Önnur var undanþága fyrir herþátttöku írskra þegna í ESB hernum - hin að þeir fengju að halda fóstureyðingalöggjöf sinni.
Nú þegar hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt af írskum aðra undanþáguna.
Það hefur oft verið bent á það að varlega skyldi treysta undanþágum viðvíkjandi ESB aðildarskilmálum í viðræðum íslenskra við apparatið. Þetta mál bendir til þess að hinir sömu hafi eitthvað til síns máls.
![]() |
Bann við fóstureyðingum dæmt ólöglegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2010 | 16:15
Höfnum Icesave 3!
Samninganefndin síðasta hefur skilað af sér. Þá er líka fullreynt að lengra verður ekki komist með pólitískri samningaviðleitni. Og þar með viðleitni íslensku ríkisstjórnarinnar til þess að semja um að skuldaábyrgð á fjármálasvikum einkaaðila verði velt á íslenskan almúga - sem almenningur mun aldrei samþykkja.
Vissulega er útgáfa 3 verulega betrumbætt frá hinni "glæsilegu" útgáfu, sérstaklega vaxtaþátturinn, en dugir ekki til. Óvissuþættirnir eru of margir til þess að við getum leyft okkur að samþykkja hana. Ég fylgdist með beinni útsendingu þegar samninganefndin skilaði áliti sínu og það sem stakk mig mest var að í hinu greinargóða yfirliti sem Buchheit gaf um forsendur og framkvæmd, var að í nær hverri setningu setti hann fram EF. Ef þetta þá verður ef hitt. Á öllum þessum "efum" var samningurinn byggður. Sem er gjörsamlega ófullnægjandi hvað viðskiptasjónarmið varðar, en gæti þóknast pólitískum.
Þó er óþarfi að agnúast út í samninganefndina sjálfa; hennar hlutverk var að sinna þessari pólitísku samningatilraun og hún skilaði því með sóma.
6.12.2010 | 18:46
Skemmdarverk?
Salmonellusmit á íslenskum kjúklingabúum eru orðin 50 á þessu ári. Sem voru nær óþekkt fyrirbæri fyrir aðeins 3 árum. Enda er eftirlit með matvælaframleiðslu hér á landi með því strangasta sem gerist.
Er einhver hagsmunaaðili vísvitandi að brjóta niður íslenska framleiðslu til þess að greiða fyrir innflutningi frá erlendum kjúklingaverksmiðjum?