Tvískinnungur þingmanna ríður ekki við einteyming

Alþingi hefur sett þau lög að staðgöngumæðrun sé ólögleg. Samt samþykkti Alþingi - í flýti - að veita barni íslenskan ríkisborgararétt sem vegna laganna er fætt af erlendri staðgöngumóður, þar sem staðgöngumæðrun er lögleg.

Vita þingmenn Alþingis hvort þeir eru að koma eða fara?

Að þessu sögðu óska ég hinum nýbökuðu foreldrum til hamingju með soninn!


mbl.is Enn vegabréfslaus á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Góðann daginn. Mér langar að leggja orð í belg.  

Hvað er hér á ferðinni?

Indversk staðgöngumóðir vil ganga með barn og selja það + þjónustuna við að ganga með barnið. Hún tekur við greiðslu fyrir þetta.

Íslensk móðir vil kaupa barnið og þjónustuna.

Þetta hefur (og ekki að ástæðulausu) verið bannað með lögum á Íslandi.

Hvernig stendur á því að íslenska ríkið styður með beinum hætti við þetta? Þeir skýla sér á bakvið það að þetta sé leyft á Indlandi.

Að styðja við barnakaup af þessu tagi er að mínu áliti siðleysa og endar í algjörri vegleysu. 

Fyrir það fyrsta er óbein viðurkenning á staðgöngumæðrun afar óheppileg af framkvæmdavaldi dómsmála, þegar sjálf lög landsins banna hana. Og ekki bara viðurkenning á staðgöngumæðrun heldur fyrir umtalsverða peningafúlgu.

Í öðru lagi er barninu veitt ríkisborgararéttur með sérstökum lögum frá Alþingi. Þeim hópi sem er veittur ríkisborgararéttur með þessum hættifær hann aðeins með tilhliðrunum sem felur í sér að sniðganga lög um íslenskan ríkisborgararétt. Semsagt allir þeir sem þar fengu ríkisborgararétt hér um daginn uppfylla strangt til tekið ekki réttindin.

Þarna framkvæmir ráðuneyti mannréttinda og dómsmála þrennt slæmt á einu bretti:  brýtur lög, veitir fordæmi og mismunar fólki. 

Voru menn ekki að hampa því hér um daginn að allir skyldu vera jafnir fyrir lögum,  og nú væri lokið öllum sérstökum fyrirgreiðslum sem menn hafa loksins byrjað að kalla sínu rétta nafni: Spillingu ?

Guðmundur Pálsson, 23.12.2010 kl. 17:39

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Vita þingmenn Alþingis hvort þeir eru að koma eða fara?"

Nei, greinilega ekki.

Björn Birgisson, 23.12.2010 kl. 17:44

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, eins og þú  tíundar skilmerkilega hér að ofan, setja kjörnir fulltrúar okkar á þingi lög sem ekki einu sinni þeir sjálfir  fylgja.  Svo kvarta þeir yfir því að almúginn beri ekki virðingu fyrir lögunum

Björn, ég er farin að efast um að  þingmenn vorir, margir hverjir, séu með öllum mjalla 

Kolbrún Hilmars, 23.12.2010 kl. 19:27

4 identicon

Það getur vel verið að þetta hafi verið ólöglegt en ég geri fastlega ráð fyrir því eðlilegast sé að refsingin beinist gegn einhverjum öðrum en barninu.

Halldór Berg Harðarson (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halldór, um hvaða refsingu ert þú að tala? Það hefur engum verið refsað að ég best veit, en ef einhver á það skilið þá eru það þingmenn sem semja og samþykkja einhver vanhugsuð lög með vinstri hendinni og brjóta síðan sömu lögin með þeirri hægri.

Kolbrún Hilmars, 23.12.2010 kl. 21:56

6 identicon

það er nú miskkilningur hjá Guðmundi að það að vera staðgöngumóðir feli í sér að einhver sé að selja barn ......

það sem felst í því að vera staðgöngumóðir er að hún selur aðgang að legi sínu þar sem komið er fyrir frjóvguðu eggi sem hún leyfir síðan að vera þar í 9 mánuði eða þangað til eggið er orðið að barn.

og það að gera staðgöngumæðrun að glæp er fyrra því þar eru akkúrat engin fórnarlömb

Þorvaldur H Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 21:57

7 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það er nú enmitt það sem það er kæri Þorvaldur þegar maður fer að kynna sér málið. Þetta er "baby business" og drifkraftur þeirra viðskipta er sterkur. Ég held við áttum ekki alveg á þessu. Þetta hefur svo margar hliðar aðrar en þessar saklausu og fallegu sem okkur verður starsýnt á í fyrstu.

Guðmundur Pálsson, 23.12.2010 kl. 22:57

8 identicon

Hvaða hliðar eru það Guðmundur??

einu hliðarnar sem ég sé eru þessar:

staðgöngumóðirinni vantar pening, er með laust leg og leigir út legið í 9 mánuði

fólkið sem ekki getur eignast barn á pening og frjóvgað egg nota bene ekki frá staðgöngumóðurinni og leigir legið hjá henni.

fólkið fær barnið sem það hefur þráð í flestum ef ekki öllum tilfellum lengi, og allt annað reynt áður og staðgöngumóðirin fær pening til að hugsa um sig og sína 

 Ef þú getur bent mér á fórnarlambið í þessu eða einhverjar aðrar hliðar Guðmundur heimilislæknir þá endilega komdu með þær 

Þorvaldur H Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 23:28

9 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það fást nýru í sömu búð.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.12.2010 kl. 23:30

10 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þorvaldur! Besta lausnin væri auðvitaða að fá leg úr nokkrum indverskum stúlkum og græða í íslenskar kýr. Þá þarf ekki þessar lagaflækjur.

Og eins og þú segir er erfitt að koma auga á fórnarlömbin í því, nema kanske kýrnar.

Sjáum hvort Guðmundur heimilislæknir hafi nokkuð við það að athuga.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.12.2010 kl. 23:39

11 Smámynd: A.L.F

Konan leigði út leg sitt, frjóðgaða eggið sem var sett upp hjá henni var frjóðgað með sæði föðursins, hann á því tilkall til barnsins alveg eins og ef hann hefði sængjað hjá indversku konunni og barnað hana, drengurinn á íslenskan föður og á rétt á því að fá íslenskan ríkisborgararétt.

Hvort þessið aðferð sé siðlaus eða ekki er í raun auka atriði þar sem lífræðilega séð er drengurinn komin af íslensku bergi hvort sem það sé 100% eða 50%.

Alþingi hefði því seint komist upp með það að neita drengnum um ríkisborgararrétt, en þeir hefðu geta tafið það með tilheyrandi lélegri auglýsingu á sig,

A.L.F, 24.12.2010 kl. 02:23

12 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Kolbrún: þú vilt sem sagt meina að lögsagnarumdæmi Íslands nái yfir Indland?  Hér er nákvæmlega ekkert ólöglegt á ferðinni því blessað fólkið fékk aðstoð við að stofna til fjölskyldu í landi þar sem það er löglegt með þessum hætti og kemur Íslandi ekkert við nema að nýfæddi drengurinn er Íslendingur eins og ALF réttilega bendir á og á fullan rétt á að fá íslenskan ríkisborgararétt.  Málið er einfaldlega það að íslensk yfirvöld eru ekki komin lengra í að aðstoða fólk í þessari stöðu en það væri hægt með því að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi sem velgjörð og undir eftirliti. Ég bendi góðfúslega á að staðgöngumæðrun sem velgjörð hefur verið lögleg í Bretlandi í áratugi og er einnig leyfð á sömu forsendum í t.a.m. Hollandi, Grikklandi, Kanada, Bandaríkjunum og víðar með góðum árangri. 

Sveinn Sigurður Kjartansson, 24.12.2010 kl. 03:40

13 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Málið er flókið bæði siðferðislega og læknisfræðilega. Reynslan hefur sýnt að þær konur sem gera þetta eru oft fátækar konur í erfiðri stöðu, einhleypar, litaðar eða af lægri stétt. Oft er leitað er til landa sem hafa önnur siðferðisviðmið og litið er framhjá t.d. kvenréttindum.

Varðandi peningahliðina er reyndin sú að oft eru greiddar stórar fjárhæðir ( þó lagt hafi verið upp með velgjörðarstarfsemi) en þær fara jafnan eftir "gæðum" mæðranna og öryggi samninga.

Fjölbyrjur eru taldar betri því þær hafa meðgöngureynslu. Sum hvít pör í bandaríkjunum velja svarta móður því að minni líkur eru á því að hún tengist barninu og sjái sig um hönd eftir 9 mánuði. Þessu er yfirleitt stjórnað af miðlurum sem oftar en ekki eru lítil en sjálfstæð fyrirtæki lögfræðinga og lækna sem sjá um samningahlið og almennt kontróll. 

Á bernskudögum staðgöngumæðrunar var oft um að ræða samninga upp á eina A4 síðu en nú er oft um stóra skilmálabók að ræða því að mörgu er að hyggja:

Barnið gæti reynst vanskapað við sónarskoðun annað hvort seint eða snemma á meðgöngu. Eða litningapróf ekki eins og við var að búast. Hvað ber þá að gera?

Hér eru nokkur dæmi um algengs fylgikvilla á meðgöngu og við fæðingu sem gætu gert málið erfitt viðfangs:

Móðir gæti fengið háþrýsting eða sykursýki sem ógnar lífi barnsins eða móðurinnar. Meðgöngueitrun gæti komið upp og valdið því að taka þarf barnið með keisara löngu fyrir tímann. Konan fær tvíbura eða fylgjublæðingu sem ógnar lífi beggja. Konan fæðir sitjanda, er með þrönga grind og fær framfall á naflastreng sem veldur súrefnisskorti hjá barni og alvarl. skaða. Eru menn tilbúnir að taka öllu því sem getur gerst?

Staðgöngumóðir þarf á meðgöngu að fylgja reglum samnings varðandi mataræði, lyfjagjafir, alkóhólneyslu, akstur, öryggisbelti, sund, líkamsæfingar, kynlíf á meðgöngu o.s.frv.

Það er enginn að segja að þetta sé ekki hægt en það er erfitt að horfa framhjá því að þetta er afar sérstök söluvara.

Einnig þarf að huga að jafnræðisreglu varðandi lög um þetta á Íslandi. Það er ekki hægt að velja úr hóp sem má sinna þessu og leyfa eingöngu systrum eða vinkonun að gera þetta. Það brýtur jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.  Það verður eitt yfir alla að ganga. Einnig huga að því að karlmenn munu sækjast eftir því að eignast barn upp á eigin spítur og í valdi peninga utvega sér "leg" og börn.

 

Guðmundur Pálsson, 24.12.2010 kl. 08:30

14 identicon

Guðmundur

 ég sé ekki að nokkurt af þessum vandamálum sem þú nefnir þurfi að teljast vandamál EF staðgöngumæðrun er gerð lögleg og fólk hefur möguleika á að gera með sér löglega samninga sem ná yfir allar þessar aðstæður og fleiri sem þú nefnir

Enn að halda því fram að verið sé að selja börn eins og þú gerðir hérna áður er fráleitt og þú ættir að vita það.

ég er kannski svona siðferðilega brenglaður enn ég get ekki séð nokkurn hlut að þessari aðferð við að eignast barn, önnur aðferð er að ættleiða hvað segið þið siðferðilega þenkjandi fólkið um það er þá verið að selja barn ?? Finnst siðferðilega þenkjandi "góðu" fólki kannski að fólk sem ekki geti eignast börn á eðlilegann hátt að það fólk eigi einfaldlega ekki rétt á að eignast barn?

Þorvaldur H Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 09:47

15 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég hef í bili ekki fleiru við þetta að bæta um staðgöngumæðrun. Málefni drengsins er auðvitað mikil neyð þegar svona langt er komið. Hefði ekki verið hægt að leysa málið með því að ættleiða hann?

Guðmundur Pálsson, 24.12.2010 kl. 11:16

16 identicon

Nei nú hefuru ekki meiru við þetta að bæta Guðmundur Enn afhverju finnst ÞÉR það eitthvað siðferðilega réttara að ættleiða barnið núna ?

Barnið er líffræðilegt barn föðurins Afhverju á hann að þurfa að ættleiða barnið?

Ef sett verða lög (sem reyndar stefnir allt í) sem leyfa staðgöngumæðrun á íslandi með að sjálfsögðu stífum reglum þá á þetta ekki að vera nokkurt einasta vandamál og vonandi minni kostnaður enn ættleiðing sem kostar margar margar milljónir 

Þorvaldur H Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 11:29

17 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Staðgöngumæðrun, líffærasala, leiga á börnum til "kynlýfsathafna" og staðgöngueiginkonur. Þetta fæst allt hjá sama kaupmanninum.

Það verður tæpast treyst á siðferði í þessum málum meðan meirihlutinn horfir á málið eins og Þorvaldur H Gunnarsson.

Sveinn! Í siðuðum löndum hafa menn verið dæmdir fyrir að misnota börn erlendis.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.12.2010 kl. 12:24

18 identicon

jahá Kristján ég hélt þegar ég las skrif þín frá í gærkveldi að þú hefðir kannski fengið þér einu til tveimur of mörg snafs með skötunni enn þú ert greinilega bara svona hlandvitlaus

Það að ætla að tengja staðgöngumæðrun við barnaníð og líffærasölu er með því heimskulegra sem ég hef lesið 

ég er eiginlega bara svo hneikslaður á þessari samlíkingu hjá þér að ég velti fyrir mér úr hvaða pitti þú ert kominn því ekki hefur það verið gáfulegt uppeldið.

Þorvaldur H Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 12:49

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur öllum fyrir fjöruga umræðu.   Ég hef ekki tíma til þess að svara hverjum og einum á þessum aðfangadegi, en þykir þó flestir ræða efnið málefnalega þótt ekki séu alltaf sammála.  Skil þó ekki hvað barnaníð og líffærasala kemur málinu við 

Mín von er að þingmenn taki bannlög um staðgöngumæðrun til endurskoðunar, það gæti komið í veg fyrir svona vandræðauppákomur í framtíðinni. 

Sjálfsagt þarf að setja einhverjar reglur til þess að koma í veg fyrir lagaflækjur eftirá, en mér þykir alltaf hæpið að miða lagasetningar eingöngu við siðfræði hvers tíma. 

Óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar.  

Kolbrún Hilmars, 24.12.2010 kl. 13:47

20 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Skil þó ekki hvað barnaníð og líffærasala kemur málinu við" 

Það sáu ekki hinir hreinu Aríar þegar Gyðingum var eytt eða Gyðingar nú þegar Palestínufólk er drepið. Fávísi og heimska er undirstaða kúgunnar.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.12.2010 kl. 14:31

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kristján, innleggin þín hafa því miður ekki verið málefnaleg.  Sbr: "Það fást nýru í sömu búð".   Mér þykir þú gera lítið úr fólki sem langar til þess að eignast börn en getur það ekki án aðstoðar.  Síðustu athugasemd þína skil ég ekki heldur 

Ég vona að þú sért nú kominn í gott jólaskap og eigir ánægjulegar stundir með fólkinu þínu. 

Kolbrún Hilmars, 24.12.2010 kl. 16:25

22 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Ég held því fram að réttlætið sé ekkert annað en það sem kemur hinum sterka vel."  (Platon)

Hver er sterkari aðili þessa máls? Inverska konan? Sá sem keypti hana? Menn og konur hafa alskonar langanir, á að uppfylla þær hvað sem það kostar? Já, sé réttlætið hins sterka. 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.12.2010 kl. 16:52

23 Smámynd: Jón Óskarsson

Lagt var upp með umræðu um tvískinnung þingmanna og það er einmitt það sem málið snýst um, ekki önnur atriði sem hér hafa verið nefnd.  Það er nefnilega óþolandi með öllu að ef eitthvað mál fær sérstaka umfjöllum í fjölmiðlum, t.d. þetta mál, einhver einn hælisleitandi eða annað í þeim dúr, þá er rokið til og viðkomandi mál "kippt í liðinn", og það oftar en ekki á skjön við aðrar afgreiðslur hliðstæðra mála.   Þessi tvískinnungur er með öllu óþolandi og ólíðandi í stjórnkerfi landsins.  Stefnuleysi þingmanna og úrræðaleysi er algjört og endurspeglast í svona skyndilausnum.  Það þarf að hafa skýrar reglur og lög um sem flest og fylgja þeim síðan hvort sem mönnum líkar betur eða verr, en ekki beygja og sveigja reglurnar eftir því hvernig vindurinn blæs.  Oftar en ekki er líka verið að eyða dýrmætum tíma Alþingis í að ræða það sem til umræðu er í einhverjum fjölmiðli í stað þess að sinna brýnum málum, svo sem skuldavanda heimila og fyrirtækja, koma hjólum atvinnulífsins í gang og annað þess háttar.  Að ég tali nú ekki um að setja lög og reglugerðir sem taka á allskonar málum og vandamálum, og taka sig til og vanda þær lagasetningar í stað sí endurtekins klúðurs í lagasetningum.

Jón Óskarsson, 25.12.2010 kl. 00:14

24 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

5. gr. almennra hegningalaga segir:  "Fyrir verknað, sem íslenskir ríkisborgarar eða menn, búsettir á Íslandi, hafa framið erlendis, skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum"

Samk .l. nr 55/1996 er staðgöngumæðrun bönnuð samk. 5 gr.

Það er því ljóst að fólkið verður handtekið strax og ákært. Annað er enn einn tvískinnungurinn.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 25.12.2010 kl. 00:49

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru bara þykjast lýðræðissinnar sem eru að reyna að henda Stjórnarskránni og setja Biblíunna og Móralisman í staðinn...

Ef kona er blönk og vill eiga barn fyrir einhvern annan, er það fasismi að banna henni réttin að ákveða það sjálf. Hvort som gerir það eingöngu vegna peninga eða af því hún vill gera fólki greiða. Sama hvort konan er íslensk eða indversk.

Það er verið að gera allt ljótt semk borgað er fyrir með peningum. Móralistarnir á Íslandi eru að ganga ansi langt. Móralistar eru valdafrík sem vefja saman góðmennsku og sinni ótrúlegu sjúku þörf á að drottna og stjórna allt og öllum í kringum sig.

Oft ekki húsum hæft inn á heimilinnu, enn getur setið á þingi og talað fallega um hvers vegna á að banna allt mögulegt. Minnir mig mest á kirkjupresta Móralistana og sjúka kynhegðun.

Það er til fólk árið 2010, sem krefst að litið sé á það sem fullorðið, sem er á bólakafi að mælast til að allt þjóðfélagið sé rekið með húsreglum barnaskóla, er með eindæmum.

Móralistar í nafni mórals sem vísar sig oftast vera algjörlega innistæðulaus. Sérstaklega þegar vitnað í blöndu af kristni og einhverri amatörsálfræði, verður útkoman óhugnanleg.

Fólki finnst oft allt í lagi að veiðileyfi sé gefið á lýræði og frelsi, ef bara hægt er að finna nógu góðan málstað sem réttlætir ruglið og Móralistarnir mata fólk með kjaftæði og og notar þögla hótun um "bannlýsingu", ef maður jánkar ekki þvælunni.

Staðgöngumæðralögin hlustar engin á, þau virka ekki í raunveruleikanum og voru sett til að hálf geggjaðir feministar hættu að væla, og nokkrar súperstjörnur úr trúargeggjunninni okkar þegðu...hafa annars margir verið dæmdir eftir þessum lögum?

Nei engin, og mun aldrei verða...

Óskar Arnórsson, 25.12.2010 kl. 01:43

26 Smámynd: Hörður Þórðarson

Gaman að lesa þessa umræðu. Mér finnst innlegg Óskars sérstaklega gott:

"Móralistar í nafni mórals sem vísar sig oftast vera algjörlega innistæðulaus. Sérstaklega þegar vitnað í blöndu af kristni og einhverri amatörsálfræði, verður útkoman óhugnanleg"

Þetta eru orð að sönnu.

Hörður Þórðarson, 25.12.2010 kl. 22:16

27 identicon

Það er alltaf erfitt að setja sig í spor annara.

Hvað myndir þú gera ef að konan þín lenti í bílslisi og misti legið og barnið ykkar?

A) lifa barnlaus og ein það sem eftir er ævinar. 

B) Hefja nýtt líf og stofna nýja fjölskildu. Já með staðgöngu móður. 

Ég las eitt sinn í NewDeli Times athyglisverða grein konu sem hafði 2 verði staðgöngumóðir. 

Maðurinn yfirgaf hana og hún hafði gifst niðurfyrir sig og hafði því ekki fjölskyldu til að stiðja við sig.  Börninn henar 2 fóru hungruð í rúmið og höfðu ekki möguleika á að menta sig. Þá ákvð hún að taka málin í sýnar hendur og gerðis staðgöngu móðir. Nú eru þau orðin 15 og 12 og eru í einkaskóla. Mín skoðun er að hún hafi ákveðið að hætta að vera fórnarlamb.

Þegar okkur skortir upplýsingar til að standa í sporum fólks, leiðir það oft til mjög fljótfærnislegrar skoðana myndana. 

talk2matty (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband