Dulbúin ósk um þjóðaratkvæðagreiðslu?

Vilji Alþingis á að endurspegla vilja þjóðarinnar, en það er ekki hægt um vik fyrir VG, sem hefur kaupslagað um stefnu sína í stjórnarsáttmálanum.  VG er í klípu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB gæti leyst vanda VG.


mbl.is Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hún kemur þegar samningurinn liggur fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2011 kl. 15:03

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fjóreyki, sú þjóðaratkvæðagreiðsla verður aðeins ráðgefandi, ekki afgerandi, eins og kom fram í þingumræðunni á sínum tíma.  

En almenningur er farinn að ókyrrast - ekki síst vonsviknir kjósendur VG.

Kolbrún Hilmars, 11.1.2011 kl. 15:17

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ríkisstjórnin mun fara eftir vilja þjóðarinnar.

Við ríkisstjórarmyndun þurfa báðir flokkar að gefa eftir og fá eitthvað í staðinn. Samfylkingin fékk ESB og VG fékk að banna ljósabekki, mellukaup, stripp, Helguvík og fleira skemmtilegt... þannig að VG eiga að vera sáttir með sitt.  VG fékk ekki hreinan meirhluta svo það er á hreinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2011 kl. 17:23

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fjóreyki, núverandi ríkisstjórn mun ekki fara eftir vilja þjóðarinnar - ef sá vilji gengur gegn vilja ESB flokksins.  ESB flokkurinn fékk 29.8% fylgi, en VG siðgæðisflokkur 21,7%.  Að óbreyttu mun ESB flokkurinn fara sínu fram - í skjóli meirihlutans innan stjórnar.

Ég hef  þó á tilfinningunni að flokksforysta VG vilji ekki enda í sögubókunum eingöngu vegna hinna  "skemmtilegu" baráttumála sem þú/þið nefnið og því hafi þingmanninum verið falið að koma því neyðarkalli á framfæri sem þessi umræða snýst um.

Kolbrún Hilmars, 11.1.2011 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband