29.8.2011 | 23:58
Nytsamir andstæðingar
Gamla slagorðið var "Ísland úr Nató - herinn burt!" Herinn fór reyndar af sjálfsdáðum, en Nató er hér þó ennþá. Líklega fer það af sjálfsdáðum líka.
Vinstri menn vilja alltaf segja sig úr einhverju. Það er líklega þess vegna sem þeir styðja ESB aðildina - til þess að geta svo seinna sönglað "Ísland úr ESB".
![]() |
Einhugur í VG um úrsögn úr NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2011 | 20:42
Það var þá þakklætið!
Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháa þegar þeir voru að slíta sig frá USSR. Öll íslenska þjóðin studdi það mál og ætlaðist ekki til endurgreiðslu í neinni mynd.
En þar sem aðeins tæpur þriðjungur þjóðarinnar vill aðild að ESB, hvað eru þá Litháar að hugsa? Hugsanlega eru þeir illa upplýstir, en ef þeir vilja launa okkur greiðann á þennan hátt; þá er það sama og þegið!
![]() |
Ísland gangi í ESB árið 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2011 | 16:14
Fjármagnseigendur farnir að örvænta?
Það er hið besta mál. Mín vegna mega þeir hafa þetta eins og Jóakim Önd og geyma gullið sitt bara í peningatönkum - ávöxtunarlaust.
Það óskynsamlegasta sem ungt fólk getur gert við núverandi aðstæður er að kaupa sér íbúð á lánum. Það er ekki náttúrulögmál að unga fólkið okkar þurfi að undirgangast ævilangan skuldaþrældóm.
Auðvitað missa fjármagnseigendur spón úr aski sínum, en fáránlegast af öllu er svo ef ríkissjóði er ætlað að gegna hlutverki flautuleikarans. (The Pied Piper)
![]() |
Hjálpi ungu fólki að kaupa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2011 | 14:37
Sá á kvölina sem á völina - eða svo er sagt
Hvort borgar sig að þiggja 15.000. kr aukalaunagreiðslu eða fá frídag frá vinnu í staðinn?
Nú þarf ég að velja og eins og alltaf þarf þá að vega og meta hagsmunina:
Við beina launagreiðslu þarf launagreiðandinn að borga 17.600 að meðtöldum launatengdum gjöldum. Sjálf fengi ég útborgað nettó 8.600. að frádregnum sköttum og skyldum.
Valið varð mér ekki eins erfitt og málshátturinn segir - aukafrídagar koma sér alltaf vel.
21.8.2011 | 17:44
Hann lamdi mig fyrst
...er algeng afsökun systkina þegar foreldrarnir þurfa að stilla til friðar.
Í þessu tilviki virðist augljóst hver lamdi hvern fyrst. Hvernig mun svo alþjóðasamfélagið bregðast við þegar afskipta þess er óskað af upphafsmanninum sem fær á snúðinn að launum og kann ekki vel að meta?
Hvernig myndu foreldrar úrskurða?
![]() |
Vilja þrýsting á Ísraela |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.8.2011 | 16:53
Eða öfugt...
![]() |
Gera úlfalda úr mýflugu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2011 | 18:48
Hvar er ferðaskrifstofan?
Í svona leiguflugi er AA að fljúga fyrir ferðaskrifstofu, og Iceland Express ætti að vera ofaukið í þessu dæmi. Það væri ekki verra að fá upplýsingar um hvaða ferðaskrifstofur bjóða viðskiptavinum sínum upp á þvílíka þjónustu.
Svona upp á framtíðarviðskiptin.
![]() |
Vélin fer í loftið kl. 23 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2011 | 16:58
Herskyldan hlýtur að hafa verið afnumin!
Óskandi að jafnaldrar mínir í USA hefðu haft þennan valkost þegar þeir áttu tug þúsundum saman bara um tvennt að velja: að flýja til Kanada sem brennimerktir hugleysingjar, eða láta slátra sér í Vietnam forðum.
Allir hefðu unnið sér það til lífs, og sæmdar, að kyssa vin sinn á almannafæri!
![]() |
Enga samkynhneigða í herinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |