Það var þá þakklætið!

Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháa þegar þeir voru að slíta sig frá USSR. Öll íslenska þjóðin studdi það mál og ætlaðist ekki til endurgreiðslu í neinni mynd.

En þar sem aðeins tæpur þriðjungur þjóðarinnar vill aðild að ESB, hvað eru þá Litháar að hugsa? Hugsanlega eru þeir illa upplýstir, en ef þeir vilja launa okkur greiðann á þennan hátt; þá er það sama og þegið!


mbl.is Ísland gangi í ESB árið 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segðu!!! Nei og aftur NEI.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 22:01

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það fyrsta sem Litháar gerðu eftir að þeir losnuðu frá Soviet var að hrofa til ESB.

sem hefur reynst þeim mjög vel.

udnir Sovet voru þau ekki sjálfstæð þjóð en innan í ESB eru þau sjálfstæð þjóð í samvinnu við lýðræðisríki.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2011 kl. 22:50

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sleggja&hvellur, hvenær og hvernig verður þjóð sjálfstæð?

Gæti nokkuð verið að undirokuð smáþjóð á meginlandinu, innan um árásargjarna nágranna, upplifi "sjálfstæði" á annan hátt en undirokuð smáþjóð, öllum gleymd og almennt afskipt, úti í miðju ballarhafi?

Kolbrún Hilmars, 29.8.2011 kl. 23:23

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já það gæti vel verið Kolbrún.

mér þætta það bara nokkuð líklegt.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2011 kl. 23:32

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Dalia Grybauskaitė, forseti Litháens kom ílla undirbúin til Íslands. Það er taktleysi, nánast dónaskapur, að segjast vonast til að Ísland gagni í ESB 2013, á sama tíma og  stuðningur við ESB á Íslandi, hefur hrunið úr 70% í 30%.  Það var fyllilega eðlilegt að Litháar gengu í ESB, að tengjast Evrópuríkjum.  Eftir að hafa rætt við ríkistjórnina hefur runnið upp fyrir forsetja Litháens  að hér ríkiti kommúnistastjórn og með inngöngu í ESB væri hægt að bjarga þjóðinni undan þessari áþján. Þjóðin mun gera byltingu innan tíðar, þá verður hamarinn og sigðin, sleggjan og hvellurinn sökkt á hafsbotn.

Sigurður Þorsteinsson, 30.8.2011 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband