30.4.2012 | 18:48
Er verkalýðsdagurinn 1. maí orðinn baráttudagur ESB?
Annað gat ég ekki skilið af viðtali forystumanns ASÍ við Bylgjuna síðdegis.
Viðkomandi hafði meiri áhuga á góðum samningum við ESB um "framtíð íslensks landbúnaðar" en kjaramálum umbjóðenda sinna.
Nú hefur íslenskur landbúnaður spjarað sig ágætlega í meira en 1000 ár - en verkafólk þarf alltaf að vera á tánum. Sama hver viðsemjandinn er!
Ef forystan áttar sig ekki á því af hverju hún er þarna, á hún að segja af sér.
28.4.2012 | 17:03
Gæti nú orðið svolítið snúið fyrir Merkel
- var hún ekki búin að lýsa yfir stuðningi við framboð Sarkozys?
Aðeins mannlegt ef Hollande léti Merkel hafa svolítið fyrir hinu góða samstarfi.
![]() |
Mun eiga gott samstarf við næsta forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2012 | 19:10
Á alþjóða sjávarútvegssamfélagið lögheimili hjá ESB?
Ef svo er, af hverju þarf ESB þá að fá heimildir til þess að beita ríki utan ESB refsiaðgerðum fyrir ósjálfbærar fiskveiðar?
Eru talsmenn ESB að missa sig í umræðunni eða er rangt eftir þeim haft?
![]() |
Vilja refsiaðgerðir gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2012 | 20:20
Gleðilegt sumar!
Þakka ykkur öllum; bloggvinum, blogglesendum og þrætuvinum fyrir að þrauka með mér langan og leiðinlegan vetur.
Vonandi verður komandi sumar ykkur öllum gjöfult, gott og gæfuríkt.
16.4.2012 | 18:37
Hæðnin leynir sér ekki
og má ekki á milli sjá hvors lands ráðherrar mega taka hana til sín.
Breski orkumálaráðherrann Hendry "is rubbing his hands in anticipation" og mun í næsta mánuði vera "on a mission" á Íslandi.
Þar sem hann fær góðar móttökur því íslensk stjórnvöld eru "very keen. You bet they are".
Eða svo segir "Trusted Source"...
![]() |
Betra að leita til Íslands en Rússlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.4.2012 | 18:05
Tíðarandinn breytist
Fyrir 10 þúsund árum hefðu nágrannar líklega ráðist inn í garð húsráðenda til þess að stela reykta kjötinu.
Fyrir 1000 árum hefðu nágrannar reynt að semja við húsráðendur um vöruskipti til þess að njóta góðs af reykta kjötinu.
Í dag hringja nágrannar í slökkviliðið! Þeir eru sennilega ekki nógu svangir...
![]() |
Reyndu að reykja kjöt í holu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |