Er verkalýðsdagurinn 1. maí orðinn baráttudagur ESB?

Annað gat ég ekki skilið af viðtali forystumanns ASÍ við Bylgjuna síðdegis.

Viðkomandi hafði meiri áhuga á góðum samningum við ESB um "framtíð íslensks landbúnaðar" en kjaramálum umbjóðenda sinna.

Nú hefur íslenskur landbúnaður spjarað sig ágætlega í meira en 1000 ár - en verkafólk þarf alltaf að vera á tánum.  Sama hver viðsemjandinn er!

Ef forystan áttar sig ekki á því af hverju hún er þarna, á hún að segja af sér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg furðulegt hvernig verkalíðshreyfingin lætur Gylfa draga sig á asnaeyrunum, að hún skuli ekki losa sig við hann með einhverjum hætti.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 21:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með ykkur báðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2012 kl. 10:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir samstöðuna og gleðilegan 1. maí.

Núna rétt í þessu var "skrúðganga" mótorhjólakappa að aka hér eftir götunni, eflaust einhver hundruð hjóla - en ég taldi ekki.  Sumir með íslenska fánann blaktandi.

Með í hópnum var eitt fjórhjól,  eitt "vagnfyrirbæri" og eitt reiðhjól.  

Kolbrún Hilmars, 1.5.2012 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband