29.3.2013 | 17:38
Afsakið - hlé
Vegna andláts elskulegrar móður minnar um síðustu helgi og þeirrar tafar sem páskahelgin veldur á öllum formsatriðum, jafnvel andlátstilkynningu, mun ég ekki blanda mér í þjóðmálaumræðuna fyrr en að lokinni útför á föstudag í næstu viku.
Eins og flestum er líklega orðið kunnugt hef ég lagt nafn mitt til á framboðslista Regnbogans og stend eftir sem áður heilshugar með framboðinu.
23.3.2013 | 18:45
Kjúklingar hvað?
Sundurliðaði innkaup eigin heimilis fyrir febrúarmánuð samkvæmt kassakvittunum. Niðurstaðan er eftirfarandi - sundurliðuð eftir tegundum:
20% = hreinlætisvörur (innfluttar)
15% = krydd og matgerðarvörur (innfluttar)
15% = íslenskur fiskur
0% = kjúklingar/svínakjöt (ath. tilviljun - er ekki bannvara)
50% = mjólk, brauð, egg, ostar, kjöt, grænmeti og kartöflur (ísl.framleiðsla)
Eins og sjá má af ofangreindu teldi ég mikilvægarara að SVÞ tækist að lækka verðið um 40% á þeim vörum sem samtökin sjá nú þegar um að flytja inn; á innfluttum hreinlætisvörum og kryddvörum.
Kjúklingur er ekki ómissandi - nema helst þá í ESB-matarverðs-áróðri.
![]() |
Gæti lækkað verð kjúklingakjöts um 40% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.3.2013 | 18:24
Góð hugmynd
að fresta þingfundum frá og með 22. mars. En alls ekki síðar!
Fyrir síðustu þingkosningar, vorið 2009, sat þingið þar til viku fyrir kosningar.
Í þetta sinn viljum við kjósendur fá frið til þess að fylgjast með og taka þátt í kosningabaráttu.
![]() |
Jóhanna leggur til þingfrestun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2013 | 15:07
Hvað er að frétta af Jökulsá á Brú?
Voru menn ekki að fagna því að fá þar nýja og tæra laxveiðiá þegar grugginu var beint í Lagarfljótið sem var einnig gruggugt áður?
Hvorugt fljótið hefur verið umtalað sem veiðivænt, þótt eflaust hafi eitthvað fiskifang slæðst til í Lagarfljótinu utarlega á Héraði - út við Hól og þar um slóðir.
En skiljanlegt að mönnum sé brugðið ef Lagarfljótsormurinn er hættur að láta sjá sig.
![]() |
Vatnasvæðið verulega laskað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2013 | 20:32
Óskiljanleg tvöfeldni
Sami hópur er spurður tveggja efnislega skyldra spurninga og svörin eru misvísandi.
70% segjast á móti ESB aðild, 30% meðmæltir.
Afgerandi afstaða.
44,5% vilja draga viðræður til baka, 43,5% ekki.
Ekki marktækur munur.
Hvað er eiginlega í gangi?
![]() |
Meirihluti áfram andsnúinn aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2013 | 16:31
Sagnfræðin tekur á sig mynd
Lögmál sagnfræðinnar er að hún er óskýranleg fyrr en eftir á. Á meðan atburðirnir gerast er hún eins og óraðað púsluspil og það er ekki fyrr en flestir bitarnir hafa ratað á réttan stað að sagnfræðin getur útskýrt heildarmyndina.
Margt og mikið hefur verið rætt varðandi þjóðmálin og í öllu uppþyrluðu moldviðrinu erfitt að greina á milli mikilvægra og ómerkilegra mála. Hvað þá að sjá tengslin milli einstakra mála. En þegar myndin skýrist, birtist okkur þrískipt áætlun stjórnvalda um að troða þjóðinni inn í ESB apparatið með góðu eða illu.
Fyrsta stigið var ESB umsóknin sjálf af hálfu alþingis - með þeim þjösnagangi að græta þurfti suma þingmenn til þess að samþykkja. Jafnframt alfarið hafnað að spyrja um vilja þjóðarinnar.
Næsta stig, eða Icesave tilraunin misheppnaðist að vísu en stjórnin átti annan gosa uppi í erminni sinni; stjórnarskrármálið.
Slæmt er að vinsælasta stjórnarskrárbreytingin, auðlindamálið, er gulrótin sem veifað er í þessu skyni, en verra að fólk sjái ekki samhengið. Hverju skiptir svo sem þjóðareign þegar henni hefur verið úthýst til Brussel?
ESB umsóknin, Icesave kúgunartilraunin og stjórnarskrármálið eru nú að renna saman í eitt og sama málið í púsluspilinu: Innlimun Íslands í ESB!
5.3.2013 | 18:00
New York er stórborg
en höfuðborg USA er hún ekki. Því hlutverki gegnir Washington, DC.
Þar sem nokkur vegalengd er á milli borganna tveggja, er fréttin því svolítið villandi varðandi veðurspána; hvort ætti lesandinn að fljúga til New York eða Washington?
![]() |
Rúmlega þúsund flugferðum aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |