Góð hugmynd

að fresta þingfundum frá og með 22. mars.  En alls ekki síðar!

Fyrir síðustu þingkosningar, vorið 2009, sat þingið þar til viku fyrir kosningar.

Í þetta sinn viljum við kjósendur fá frið til þess að fylgjast með og taka þátt í kosningabaráttu.


mbl.is Jóhanna leggur til þingfrestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kosningabaráttu hverra?

Kosningasýndarmennsku fulltrúa braskaranna?

Guðjón Sigþór Jensson, 21.3.2013 kl. 18:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðjón, kosningabaráttu allra - allt að 20 framboða.  Ein vika dugir ekki fyrir kjósandann til þess að skoða þau öll.   Eða einmitt eins og þú nefnir réttilega; að hafa tíma til þess að gera greinarmun á alvöru og sýndarmennsku.

Síðast gafst okkur ekki tími til þess.  Svo fór sem fór...

Kolbrún Hilmars, 21.3.2013 kl. 18:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við þurfum auðvitað tíma til að skoða framboðin öll 20 eða hvað sem þau verða nú mörg á endanum.  Held samt að þingið mætti vinna fram að páskum.  Þó ég voni að þeim takist ekki að festa sjávarútvegsfrumvarpið í sessi og nokkur slík mál sem skaða okkur frekar en hitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2013 kl. 22:13

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, það er ekki að sjá að nein stærri málin hafist í gegn hvort sem er.

Auk þess eru stjórnarflokkarnir vísir til þess að nota tímann til þess að þrýsta í gegn minni málum sem flokka má sem kosningavíxla - í þeirra eigin þágu.  Sum mál eru þess eðlis að  erfitt gæti orðið fyrir næstu ríkisstjórn að vinda ofan af þeim.

Kolbrún Hilmars, 22.3.2013 kl. 15:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er alveg rétt hjá þér. Það er bara verið að plotta í bakherbergjum og semja kosningavíxla. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2013 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband