24.2.2011 | 16:05
Lofsvert forvarnarstarf fjármálaráðherra
og aðeins hið besta mál að þessar útlensku gullgæsir komist ekki til landsins.
Enda er fjármálaráðherrann og hans fólk að skera upp herör gegn aðskotadýrum í íslenskri náttúru og því vel við hæfi að láta heimaslátrun nægja.
![]() |
IATA: Ekki drepa gullgæsina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2011 | 12:34
Prófmál?
Það virðist athyglisverður valkostur að fara þessa leið með Icesave. Ekki er að sjá annað en að forseti EFTA dómstólsins sé spenntur fyrir því að takast á við þetta mál.
![]() |
EFTA-dómstólinn líklegastur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2011 | 18:22
Eitthvað hér sem ekki gengur upp!
Skrifað er "Breskir og hollenskir stjórnmálamenn vilji ekki láta skattgreiðendur sína standa eina undir kostnaðinum sem af hruni Landsbankans hlaust."
Ef allt er með felldu þá munu tryggingasjóðir bankakerfisins þarlendis bera tjónið - ekki almenningur. Í öllu falli ekki í því formi sem íslenskum skattgreiðendum er ætlað.
Í framhaldinu má spyrja: Hvað varð um iðgjald Landsbankans til tryggingasjóða í UK og Hollandi?
![]() |
Aðrir gætu fengið hugmyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 13:43
Tvíræð "viðurstyggð"
Því í þessu tilviki gefur ríkissjóður 101.000 þúsund með annarri hendinni en tekur svo strax til baka 46.000 í tekjuskatt. Ef til vill líka réttinn til greiðslu á barna- og vaxtabótum.
Hluti af tvíræðninni er svo líka að af 800.000 þúsund krónum greiðir launamaðurinn rétt um 280.000 krónur í tekjuskatt til ríkissjóðs og nýtur þó ekki neinna bóta.
Fjórir 200.000 króna launamenn, greiða hver 34.000 í tekjuskatt sem X4 gera 136.000 í skattinn, sem er þeim síðan endurgreitt - og jafnvel gott betur, í formi barna- og vaxtabóta.
Hvort skyldi á endanum vera ríkiskassanum hagkvæmara; að hafa heilan hálaunamann eða fjóra hlutastarfsmenn í einu og sama starfinu?
Þannig má endalaust velta fyrir sér þessu með viðurstyggðina.
![]() |
Viðurstyggileg móðgun við landsmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2011 | 17:28
Launahækkun eða yfirvinna?
Það er erfitt að dæma um þessa ákvörðun Kjararáðs ef forsendurnar vantar. Þýðir þessi "álagshækkun" t.d. að dómarar hafi hingað til ekki fengið greidda yfirvinnutíma?
Upphæð álagsins, kr. 101.000 samsvarar því að "venjulegur" launamaður með mánaðarlaun 500.000 vinni 17,5 yfirvinnutíma á mánuði - u.þ.b. 4/5 úr klukkutíma per vinnudag. Sá hinn sami yrði ekki kátur ef sú yfirvinna fengist ekki greidd og myndi leita réttar síns hjá stéttarfélaginu.
Ef tilfellið er að dómurunum sé ekki greitt fyrir yfirvinnu, hefði þá e.t.v. verið heppilegra að úrskurður Kjararáðs hefði hljóðað svo: Dómarar fá greidda yfirvinnu vegna óvenjulegs álags - tímabundið?
![]() |
Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2011 | 14:53
Hver er upphafsmaðurinn?
Miðað við fréttina er vitað hver hann er. Þá sýnist líka "vinahópur" hans þekktur.
Verða nöfn upphafsmanns og samsærisfélaga birt? Eða þurfum við að bíða eftir réttarhöldunum?
![]() |
Árásir á vefsíðu tilkynntar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2011 | 13:47
Bæði menn og mýs
hafa skráð sig á undirskriftalistann kjosum.is. Mýsnar verða væntanlega strikaðar út af listanum.
En menn ekki. Þeir geta því haft áhrif á framtíðarhorfur sínar með því að skrifa nafn sitt á listann.
12.2.2011 | 16:00
Munum Jörund!
Jörundur Hilmarsson, þáverandi dósent í málvísindum við Háskóla Íslands, átti stóran þátt í stuðningi íslenska ríkisins við sjálfstæðisyfirlýsingu Litháen. Svo stóran þátt að Litháar skipuðu Jörund heiðurskonsúl Íslands í þakklætisskyni.
Því miður lést Jörundur langt fyrir aldur fram, en hann hefði annars verið verðugastur þess að afhjúpa minningarskjöldinn. Væntanlega hefur utanríkisráðherrann minnst Jörundar við þetta tilefni?
![]() |
Afhjúpaði minningarskjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 18:34
Sýnd veiði en ekki gefin!
Því einmitt í næstu viku standa vonir til þess að almenningi gefist kostur á því að taka af skarið með undirskriftasöfnun gegn Icesave. Eins og síðast.
Miðað við síðustu hagfréttir úr hinum ýmsu áttum er íslenska ríkið á barmi gjaldþrots jafnvel þótt ríkisábyrgð vegna Icesave verði ekki bætt í skuldahauginn. Þetta vitum við öll sem kunnum að lesa, almúginn líkt og þingmenn.
Þótt þingmenn bralli sín á milli dugir það skammt ef þjóðin tekur af þeim valdið. Eins og síðast.
![]() |
Icesave samþykkt í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2011 | 16:28
Síðbúin lexía
Það er nokkuð seint að ná 12 ára aldrinum og hafa aldrei lært að sýna öðrum kurteisi og tillitssemi. Vel má vera að skokkarar liggi vel við höggi, en þeir eiga að fá frið með sitt jafnt og haltir og skakkir.
Miðað við að skokkarinn hefur ekki gefið kost á sér og því ekki tjáð sig um sína hlið og hvað fram fór í þessu einelti, þykir mér fullsnemmt að skera úr um hver veittist að hverjum.
En 12 ára eiga krakkar að hafa lært sitt lítið af hverju um mannleg samskipti.
![]() |
Skokkari réðist á 12 ára dreng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |