Launahækkun eða yfirvinna?

Það er erfitt að dæma um þessa ákvörðun Kjararáðs ef forsendurnar vantar. Þýðir þessi "álagshækkun" t.d. að dómarar hafi hingað til ekki fengið greidda yfirvinnutíma?

Upphæð álagsins, kr. 101.000 samsvarar því að "venjulegur" launamaður með mánaðarlaun 500.000 vinni 17,5 yfirvinnutíma á mánuði - u.þ.b. 4/5 úr klukkutíma per vinnudag. Sá hinn sami yrði ekki kátur ef sú yfirvinna fengist ekki greidd og myndi leita réttar síns hjá stéttarfélaginu.

Ef tilfellið er að dómurunum sé ekki greitt fyrir yfirvinnu, hefði þá e.t.v. verið heppilegra að úrskurður Kjararáðs hefði hljóðað svo: Dómarar fá greidda yfirvinnu vegna óvenjulegs álags - tímabundið?


mbl.is Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt, hingað til hafa dómarar ekki fengið greitt fyrir yfirvinnu.

D.Friðriks (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 19:02

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir þessa staðfestingu, D.Friðriks.

Síðan segi ég bara "I rest my case" - því það eru að minnsta kosti 19 manns sem líta þetta kjaramál öðrum augum en ég geri :)

Kolbrún Hilmars, 18.2.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband