30.10.2011 | 16:16
Upptalningu að 7 milljarða markinu
má fylgjast með á heimasíðu OPT: optimumpopulation.org
Reyndar er ýmsan annan tengdan fróðleik þar að finna.
Þegar þetta er skrifað telur mannfjöldi jarðarinnar u.þ.b. 6.999.941.500
Ath: ef vísunin hér að ofan dugir ekki má reyna: populationmatters.org
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2011 | 19:24
Hugsanavilla eða óskhyggja?
Öll þau mannréttindi sem Mannréttindayfirlýsing SÞ lýsir yfir, í 30. liðum, miðast við eigið samfélag viðkomandi "allra".
Það stendur hvergi í yfirlýsingunni að einstaklingar geti ferðast að vild um heiminn og gert sömu kröfur á önnur samfélög að hentugleika.
Vel má vera að SÞ þurfi að endurskoða mannréttindayfirlýsingu sína til þess að aðlagast þeim breytingum sem orðið hafa síðan 10. desember, 1948. En þar til það verður gert mun mönnum reynast erfitt að sækja þennan mannrétt sinn hjá sér óskyldum þjóðum.
![]() |
Norðmenn koma illa fram við sígauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2011 | 15:22
Hreint alveg ótrúleg viðbrögð
Ummælin í fréttinni eru höfð eftir þingmanninum sem ásamt flokki sínum studdi ekki neyðarlögin á sínum tíma. Þau neyðarlög sem hafa þó helst og mest komið samsteypustjórn hans til góða. Svo mikið viðurkennir hann þó!
Ég bíð spennt eftir því að hann þakki kjósendum fyrir að hafa forðað honum frá Iceslave.
![]() |
Dómurinn er mjög stór áfangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2011 | 21:10
ESB falt fyrir hæstbjóðanda?
Noregur hefur ekki áhuga, Sviss líklega ekki heldur og Ísland á ekki aur.
Nýir hugsanlegir eigendur eru Kína, Rússland og S-Ameríku ríki.
Er ekki indælt að standa fyrir utan þetta ESB apparat og þurfa ekki að fylgja með í kaupunum?
![]() |
Björgunarsjóður yfir billjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2011 | 18:51
"Það er of seint"
svaraði Gunnar Tómasson (fv.hagfræðingur hjá AGS) spurningu þáttagerðarmanna Bylgjunnar síðdegis "hvernig getum við spyrnt við?". Umræðuefnið snerist um hvernig íslenskum stjórnvöldum datt í hug að gefa erlendum vogunarsjóðum tvo íslenska banka; Íslandsbanka og KB/Arion, með skotleyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki.
Á svipuðum nótum var Silfurviðtal Egils við Jóhannes Björn, hagfræðing í New York. Bæði Gunnar og Jóhannes Björn útlistuðu það svínarí sem stjórnvöld og fjórflokkurinn hafa boðið íslenskum almenningi uppá með samstarfi sínu við erlenda vogunarsjóði.
Hvort svínaríið hófst með samsteypustjórn XD og XS eða með minnihlutastjórn XS og XVG með stuðningi XB eða eftir að samsteypustjórn XS og XVG komst til valda skiptir eflaust minnsta máli. Fjórflokkurinn allur er samsekur og hefur reynst handónýtur til þess að verja íslenska hagsmuni.
Þó er ljós í myrkrinu - og e.t.v. lausn; Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður skrifaði grein í MBL daqsins:
" Ríkið á að yfirtaka Íslandsbanka og Arionbanka og leysa Vogunarsjóðina þar út með einu formi eða öðru, jafnvel eignarnámi í hlut þeirra ef ekki vill betur."
Ef til vill er "það" ekki of seint!
16.10.2011 | 14:27
Hver er ábyrgur?
Það kom fram í einni þeirra frétta um þessa manngerðu jarðskjálfta að starfsleyfi OR við Hellisheiðarvirkjun hefði verið skilyrt um að affallsvatninu yrði dælt niður í borholur á staðnum.
Svo virðist sem OR sé aðeins að fara eftir skilmálunum. Sem valda ekki aðeins taugatitringi heldur verulegum óþægindum fyrir fólk í næsta nágrenni.
HVER setti þessi skilyrði?
![]() |
Enn skjálftar á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2011 | 14:28
Mergurinn málsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2011 | 18:00
Títuprjónareglugerð næst?
Gleymdist ESB að setja reglugerð um títuprjóna eða er hún í vinnslu? Eins og allir vita eru títuprjónar stórhættulegir í annan endann og full ástæða til þess að prenta viðvörun á títuprjónahausana. Að vísu er plássið ekki mikið en það mætti þó skylda framleiðandann til þess að skaffa stækkunargler með hverjum títuprjóni.
Sérstaklega skemmtilegt ef viðvörunina þarf að prenta á mörgum tungumálum...
![]() |
Blöðrubann sett á börnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2011 | 18:15
Óvíst að þetta sé rétt mat hjá Lilju
Þeir sem hafa tekið þátt í skoðanakönnunum af þessu tagi vita hver spurningin er: "Muntu kjósa einhvern eftirtalinna stjórnmálaflokka, eða EITTHVAÐ annað".
Flestir (sem á annað borð taka afstöðu) hugsa með sér hver fjórflokksins sé skárstur og svara í samræmi við það.
Það fæst engin gagnleg niðurstaða í þessum skoðanakönnunum fyrr en alvöru valkostir verða í boði.
Eða hver var niðurstaðan í skoðanakönnun um borgarstjórnarkosningarnar - þeirri síðustu, ÁÐUR en Besti varð valkostur?
![]() |
Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2011 | 16:58
Eru þau gleymd "Árin sem aldrei gleymast" ?
Ég lagðist í upprifjun um helgina; valdi úr bókaskápnum bók Gunnars M. Magnússonar (útg.1965) sem fjallar um fyrri heimstyrjaldarárin (1914-1918). Það voru komin allmörg ár síðan ég las þessa bók síðast og hafði gott af upprifjuninni, því einu og öðru hafði ég gleymt.
Að mestu leyti fjallar bókin um lífið á Íslandi á stríðsárunum og öllum þeim hræringum sem hér voru í þjóðfélaginu á þessum tíma. Sennilega muna þó margir fullveldismálið, stjórnarskrármálið, fánamálið, áfengisbannið, kosningarétt kvenna, stofnun Eimskipa, Spönsku veikina og Kötlugosið.
Þau mál sem ég sjálf hafði eiginlega alveg gleymt, hefur hins vegar meira með styrjaldarástandið sjálft að gera, þ.e. ytri aðstæður og afarkosti sem þjóðinni voru settir, án þess að landið sjálft væri hernumið.
Gunnar skrifar: "Árið 1916 gripu bretar inn í allar siglingar íslendinga, stöðvuðu skip er sigldu á vegum landsmanna og vildi eigi leyfa sölu íslenskra afurða til Norðurlanda og Hollands, buðust hins vegar til þess að kaupa afurðir íslendinga. Þar með höfðu bretar að mestu ákvarðað viðskipti íslendinga við Evrópulönd. Voru þá íslendingar tilneyddir að gera sérstaka samninga við breta".
Seinna, eða árið 1917, "gerðu bandamenn í styrjöldinni og englendingar fyrir þeirra hönd, kröfur um að íslendingar afhentu togaraflota sinn til Bandamanna. Gengu íslendingar að þessum kröfum."
Ekki þarf að taka fram að húsbóndinn; danski kóngurinn, sagði ekki múkk!
Annað atriði, sem margoft kemur fram í frásögn Gunnars, er framkoma þýsku kafbátasjómannanna.
Íslensk skip sigldu með fisk og aðrar vörur til Bretlands öll stríðsárin, og misstu þar mörg skip og einnig mannslíf. En þeir þýsku höfðu þó þann háttinn á (lengst af) að stöðva skipin, kanna farminn og ef hann var ætlaður bretum (sem höfðu sett hafnbann á Þýskaland) létu þeir áhöfn og farþega fara í bátana og sökktu síðan skipunum. Þessi riddaramennska þýskra var ekki endurtekin í seinna stríðinu - að mér hefur skilist.
Þau mega ekki gleymast - þessi ár!