ESB falt fyrir hæstbjóðanda?

Noregur hefur ekki áhuga, Sviss líklega ekki heldur og Ísland á ekki aur.

Nýir hugsanlegir eigendur eru Kína, Rússland og S-Ameríku ríki.

Er ekki indælt að standa fyrir utan þetta ESB apparat og þurfa ekki að fylgja með í kaupunum?


mbl.is Björgunarsjóður yfir billjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Það eru nú skattgreiðendur ESB ríkjanna sem eiga að borga brúsann. Eins gott að standa utan við þetta skrímsli þegar ríkisskuldabólan springur. En Jóhanna og félagar eru á hraðleið með okkur þarna inn til að taka þátt í herlegheitunum. Það má náttúrlega ekki missa af nýjasta tískuhruninu.

kallpungur, 26.10.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú þar er svo sannarlega gott að standa utan við þetta skrímsli, og ég mun berjast gegn því með öllu sem ég á til, og vona að svo sé um fleiri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 22:13

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk kalli.  Það fer nú hver að verða síðastur að taka þátt í þessu yfirvofandi ESB  hruni. 

Jóhönnustjórnin þekkir ekki þann vísdóm að best sé að flýta sér hægt.

Kolbrún Hilmars, 26.10.2011 kl. 22:30

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, líklega eru u.þ.b.  70% þjóðarinnar sammála þér einmitt á þessari stundu. 

Hvernig í ósköpunum stendur þá á því að ennþá er hér ríkisstjórn sem veður áfram á frekjunni og getur ekki beðið eftir því að landið verði innlimað í apparatið? 

Hvað er stjórnarandstaðan annars að dúlla við þessa dagana?  

Kolbrún Hilmars, 26.10.2011 kl. 22:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú það, stjórnarandstaðan nýtur ennþá minni heilla en stjórnin, sem er ótrúlegt, það muna einu prósenti eða svo, en þau eru einhversstaðar um eða yfir 10%.  Og tala eins og þau eigi heiminn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 23:18

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjumst af öllu okkar afli! Lifi frjálst og fullvalda Ísland, vandamálið hjá okkur er vonlaus stjórnun og sjálftökulið bankamafíunar!

Sigurður Haraldsson, 27.10.2011 kl. 07:26

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég veit ekki betur en AGS keypti okkur á spotprís.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2011 kl. 08:32

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

held því miður að við séum nú þegar þátttakendur hér ... okkar hlutur verður milli 2 og 300 milljarðar ... þetta kom fram á fundi sem ég sat þar sem Þorsteinn Pálsson einna af samningarmönnum  var og svaraði fyrirspurnum ... þið eruð eflaust ekkert hissa enda ýmsu vön .. við vinnum bara aðeins meira eins og einhver stjórnarliði komst svo fallega að orði fyrir ekki svo löngu.

Jón Snæbjörnsson, 27.10.2011 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband