"Það er of seint"

svaraði Gunnar Tómasson (fv.hagfræðingur hjá AGS) spurningu þáttagerðarmanna Bylgjunnar síðdegis "hvernig getum við spyrnt við?".  Umræðuefnið snerist um hvernig íslenskum stjórnvöldum datt í hug að gefa erlendum vogunarsjóðum tvo íslenska banka; Íslandsbanka og KB/Arion, með skotleyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki.

Á svipuðum nótum var Silfurviðtal Egils við Jóhannes Björn, hagfræðing í New York.  Bæði Gunnar og Jóhannes Björn  útlistuðu það svínarí sem stjórnvöld og fjórflokkurinn hafa boðið íslenskum almenningi uppá með samstarfi sínu við erlenda vogunarsjóði. 

Hvort svínaríið hófst með samsteypustjórn XD og XS eða  með minnihlutastjórn XS og XVG með stuðningi XB eða eftir að samsteypustjórn XS og XVG komst til valda skiptir eflaust minnsta máli.  Fjórflokkurinn allur er samsekur og hefur reynst handónýtur til þess að verja íslenska hagsmuni.

Þó er ljós í myrkrinu - og e.t.v. lausn; Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður skrifaði grein í MBL daqsins:
" Ríkið á að yfirtaka Íslandsbanka og Arionbanka og leysa Vogunarsjóðina þar út með einu formi eða öðru, jafnvel eignarnámi í hlut þeirra ef ekki vill betur."

Ef til vill er "það" ekki of seint!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rosalega er ég sammála þér hér.  Bara ef þetta væri nú hægt.  Við verðum allavega að láta reyna á það... með nýjum aðilum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 19:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Ásthildur. Ég er sannfærð um að það er ýmislegt hægt að gera til þess að losa okkur við afæturnar og jafnvel frá komandi alþjóða-fjármálakreppu, en fyrst þurfum við að losna við þessi íslensku læmingjastjórnvöld. Áður en þau hlaupa fyrir björg með fjöreggið okkar í framklónum.

Kolbrún Hilmars, 26.10.2011 kl. 20:48

3 identicon

Heilar og sælar stöllur - og aðrir gestir þínir, Kolbrún !

Hefi öngvu; við ykkar frásögu að bæta, ágætu fornvinkonur.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 21:07

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Óskar minn. Ég er að reyna að skrifa mig frá reiðinni. Er svo fjúkandi bálvond að það er mesta mildi hvað ég get stillt mig um að sletta fúkyrðum hér á blogginu. :)

Kolbrún Hilmars, 26.10.2011 kl. 21:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Kolbrún, ég er búin að fá nóg af lyginni, samsærinu og bara himinhrópandi ógeði frá hendi þeirra sem ráða hér öllu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband